Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Side 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 5.–8. september 2014 S amkvæmt skoðanakönnun- um í Svíþjóð bendir hug- ur kjósenda í landinu til að Stefan Löfven, formað- ur Sósíaldemókrataflokks- ins, verði næsti forsætisráðherra landsins. Sænska dagblaðið Dag- ens Nyheter birti á fimmtudaginn skoðanakönnun um fylgi stjórn- málaflokkanna sem bendir til þess að Sósíaldemókratar, Vinstriflokkurinn og Umhverfisflokkurinn fái samtals 48,1 prósent atkvæða í kosningun- um. Þá mælist flokkurinn Feminískt frumkvæði (Fi) með 4 prósenta fylgi sem myndi skila flokknum fulltrúum inn á sænska þingið í fyrsta skipt- ið í sögunni – 4 prósent atkvæða er nauðsynlegt lágmarks atkvæðamagn sem til þarf til að fá menn á þingið. Samanlagt atkvæðamagn þessara fjögurra flokka er því 52,1 prósent. Ef þessir fjórir flokkar ná meirihluta í kosningunum, sem haldnar verða hinn 14. september næstkomandi, er hugsanlegt að þeir geti myndað saman meirihluta. Óeining um stærsta kosningaloforðið Þó gæti orðið erfitt fyrir flokk Stef- ans Löfvens og Vinstriflokk Jónasar Sjöstedts að komast að samkomu- lagi um stærsta kosningaloforð síð- arnefnda flokksins. Loforðið geng- ur út á að banna arðgreiðslur út úr einkareknum fyrirtækjum á sviði velferðarmála, til dæmis út úr einka- reknum skólum og fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu, en Vinstriflokkurinn hefur keyrt sína kosningabaráttu áfram á nánast þessu eina máli. Slagorð flokksins fyrir kosningarnar er: Inte till salu (Ekki til sölu) og er þá vísað til þess að velferðin sé ekki föl fyrir fé. Stef- an Löfven er það sem á íslensku út- leggst sem hægri krati og hefur hann sagt að hann sjái ekki sérstakt til- efni til að banna slíkar arðgreiðslur. Jónas Sjöstedt hefur hins vegar sagt að uppfylling á þessu kosningalof- orði sé skilyrði fyrir þátttöku flokks- ins í stjórnarsamstarfi. Uppgangur femínista Þá er einnig alls ekki ljóst að Fem- inískt frumkvæði, sem yfirleitt er kenndur við formann hans, Guðrúnu Schyman, nái þeim fjórum prósent- um sem til þarf til að koma fulltrúum inn á þingið. Flokkurinn hefur hing- að til mælst með lægra fylgi í skoð- anakönnunum, um þrjú prósent, og því verður spennandi að sjá hvern- ig flokknum gengur í kosningunum. Flokkurinn náði þeim merkilega ár- angri nú í maí að verða fyrsti stjórn- málaflokkurinn, sem hefur stefnu sem kennd er við femínisma, til að fá fulltrúa kjörinn á Evrópuþingið en þá fékk hann rúmlega 5 prósent atkvæða í Svíþjóð. Fulltrúinn sem situr á Evrópuþinginu heitir Soraya Post og er hún fyrsti einstaklingur- inn af Roma-kynþættinum sem sest á Evrópuþingið. Flokkurinn hef- ur því meðbyr í Svíþjóð og má segja að hann hafi verið stofnaður til höf- uðs flokki Sænskra demókrata sem barist hefur gegn innflytjendastefnu sænskra stjórnvalda. Slagorð flokks- ins í kosningunum til Evrópuþings- ins í vor var: „Út með rasistana og inn með femínistana.“ Schyman stofnaði Feminískt frumkvæði í fyrra eftir að hafa verið þingmaður Vinstriflokks- ins um árabil fram til 2004. Ljóst má vera að flokkurinn tekur bæði at- kvæði frá Vinstriflokki Jónasar Sjö- stedts og fær einnig atkvæði frá þeim sem eru hvað mest á móti stefnu Sænsku demókratanna. Fylgistap Sósíaldemókrata Þrátt fyrir að líklegt þyki að Stefan Löfven verði næsti forsætisráðherra Svíþjóðar þá mælist flokkur hans með fylgi sem er í sögulegu lágmarki, 29,7 prósent. Flokkurinn beið hálf- gert afhroð í síðustu kosningum árið 2010 þegar hann fékk einungis 30,7 prósent atkvæða. Formaður flokks- ins, Mona Sahlin, sagði af sér sem formaður flokksins í kjölfarið. Håkon Julholt tók þá við sem formaður en þurfti svo að segja af sér í janúar 2012 í kjölfar spillingarmáls og var fylgi flokksins þá í sögulegu lágmarki, 23,7 prósent. Eftir að Löfven tók við hefur fylgið vaxið aftur en einungis rétt um 30 prósent. Þessi staðreynd um fylgi Sósíademókrataflokksins er merkileg að mati blaðamanns Dag- ens Nyheter, Ewa Stenberg, og seg- ir hún: „Ef Stefan Löfven myndar stjórn eins og staðan er í dag þá verð- ur það með verstu útkomu flokksins í kosningum síðan árið 1920.“ Stjórnarflokkarnir langt frá meirihluta Á sama tíma liggur fyrir, miðað við umrædda skoðanakönnun, að sænsku stjórnarflokkarnir fjórir eru langt frá því að ná meirihluta í kosn- ingunum. Samanlagt fylgi þeirra er einungis 36,9 prósent. Þar vegur þyngst að hægriflokkurinn Modera- terna – sem sögulega er hinn ris- inn í sænskum stjórnmálum ásamt Sósíaldemókrataflokknum – mælist einungis með 21,7 prósent. Mið- að við þetta þá mun flokkurinn tapa 8,4 prósentustigum frá síðustu kosn- ingum árið 2010. Þetta þýðir að afar ólíklegt er að Frederich Reinfeldt, sem verið hefur forsætisráðherra síðastliðin tvö kjörtímabil, verði það áfram. Fylgi hinna flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn með Modera- terna er einungis 4,4 prósent í tilfelli Centerpartiet, 6,3 prósent hjá Folke- partiet og 4,5 prósent hjá Kristileg- um demókrötum. Sterk staða Eitt af einkennum sænskra stjórn- mála um þessar mundir er sterk staða þjóðernisflokksins Sænska demókrataflokksins. Flokkurinn mælist nú með tæplega 10 prósenta fylgi, 9,7, og mun að öllum líkindum um það bil tvöfalda fylgi sitt úr síð- ustu kosningum þegar það nam 5,7 prósentum. Flokkurinn fékk sama atkvæðamagn í kosningunum til Evrópuþingsins í í maí, eða 9,7 pró- sent. Ljóst er að flokkurinn mun verða einn af sigurvegurum í kosn- ingum og bæta við sig fjölmörgum þingmönnum – í dag er hann með 20. Staða flokksins er hins vegar sú að hvorugur armurinn í sænskri pólitík, ekki bandalag vinstri flokk- anna eða bandalag hægri flokk- anna, mun vilja vinna með Sænska demókrataflokknum. Til þess er flokkurinn of umdeildur í Svíþjóð. Ekkert stjórnmálaafl vill bendla sig við hann. Helsta gagnrýnin á flokk- inn snýst um stefnu hans í innflytj- endamálum en að mati stjórnenda hans þarf að minnka komu flótta- manna til Svíþjóðar um 90 prósent. Í staðinn vill Jimmie Åkeson, formað- ur flokksins, nota fjármuni sænska ríkisins til að hjálpa flóttamönnun- um í sínum heimalöndum, áður en þeir koma til Svíþjóðar. Telur hann að þannig megi nýta fjármagnið betur þar sem ódýrara sé að hjálpa flóttamönnum áður en þeir koma til Svíþjóðar. Á sama tíma neitar flokk- urinn því að stefna hans sé byggð á kynþáttahyggju; stjórnendur hans neita því að þeir séu rasistar. Í stað þess segjast þeir beita fyrir sig skyn- semisrökum. Áhrifalítil oddastaða Flokkurinn sem kann að verða í oddastöðu í sænskum stjórnmál- um eftir kosningarnar getur því ekki nýtt sér þá stöðu þar sem hann þyk- ir ekki vera stjórntækur vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum. Þá loðir það við flokkinn að hann var sannar- lega stofnaður sem rasískur flokk- ur árið 1998 og var stefna hans mjög róttæk, meðal annars með tilheyr- andi gyðingahatri, allt þar til Jimmie Åkeson tók við árið 2005 og byrjaði að milda stefnu flokksins. Segja má að Åkeson hafi unnið kraftaverk og kom hann flokknum í fyrsta sinn á þing í síðustu kosningum. Andúð- in á flokknum er hins vegar sterk hjá meirihluta Svía, bæði hjá kjósend- um og eins hjá stjórnmálamönnum. Hans bíður því að vera í stjórnar- andstöðu, alveg sama hvaða flokk- ar mynda stjórn, og er oddastaða flokksins því áhrifalítil. Flokkurinn er dæmdur til að vera á jaðrinum í sænskum stjórnmálum. n Spennandi kosningar fram undan í Svíþjóð n Vinstri flokkarnir taka völdin í stjórn n Sögulegar kosningar að mörgu leyti Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Nýr forsætisráðherra Búist er við því að Stefan Löfven verði næsti forsætisráðherra Svíþjóðar en hann er formaður Sósíaldemókrataflokksins. Hættir eftir 8 ár Búist er fast- lega við því að Fredrich Reinfeldt verði ekki áfram forsætisráð- herra Svíþjóðar eftir að hafa verið það í átta ár samfellt.„Ef Stefan Löfven myndar stjórn eins og staðan er í dag þá verður það með verstu útkomu flokksins í kosn- ingum síðan árið 1920

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.