Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 32
Helgarblað 5.–8. september 201432 Fólk Viðtal K ristján Már var enn fyrir norðan þegar ég náði tali af honum í vikunni. Raun- ar nýtti hann tímann á leið sinni að eldstöðinni og ræddi við mig í síma. Leiðin að goss- töðvunum er ekki auðfarin. Vegslóð- ar eru lélegir og veðurskilyrði slæm. Þá dettur símasambandið út reglu- lega meðan á samtali okkar stend- ur. „Ég er nú orðinn dálítið þreyttur og lúinn og veit ekkert hvað ég á eftir að missa út úr mér,” segir hann með aðgát í byrjun spjalls. Ég byrja því á auðveldri spurningu. Hvaðan ertu? „Veistu, ég þori varla að viðurkenna það en ég er borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur,” segir hann hlæj- andi. „Það halda allir að ég hljóti að vera einhvers staðar utan af landi en mitt fyrsta heimili var í Vesturbæn- um á Ásvallagötunni. Síðan ólst ég upp á Háaleitisbraut og núna bý ég í Árbæjarhverfinu. Hins vegar á ég foreldra sem eru landsbyggðarfólk. Faðir minn er fæddur á Austfjörð- um en alinn upp á Suðurlandinu og móðir mín er fædd á Vestfjörðum. Ég hef stundum sagt að ég sé ætt- aður að austan, norðan, sunnan og vestan því þegar ég fer í næstu kyn- slóð fyrir ofan þá er ég kominn í alla landshluta. Þetta á örugglega við um stóran hluta Reykvíkinga, við erum ættuð héðan og þaðan.“ Sterkar æskuminningar Þrátt fyrir að vera alinn upp í höf- uðborginni sótti Kristján Már mik- ið út á land sem barn. Hann fór til að mynda oft til ömmu sinnar og afa í Hveragerði á sumrin. „Það var nú eiginlega sveitin mín,“ seg- ir hann en í þá daga var Hveragerði hálfgert sveitaþorp. „Svo átti ég líka afa á lífi á Þingeyri á Vestfjörðum og stundum var skroppið þangað þegar ég var lítill. Það er með mín- um fyrstu æskuminningum þegar var verið að skrölta þessar erfiðu heiðar á Vestfjörðum. Eftirminni- legt er að hafa farið á litlum fólksbíl yfir Þingmannaheiði, sem þótti ein agalegasta heiðin á Íslandi á þess- um tíma. Þá þurftum við systkin- in að lyfta upp fótunum þegar farið var yfir árnar því vatnið flæddi inn í bílinn. Svona var nú tilveran á árun- um upp úr 1960. Þá voru ferðalögin mjög löng á Vestfirði. Við lögðum af stað að morgni en vorum ekki kom- in á áfangastað fyrr en langt var liðið á nótt. Ferðalag sem tekur kannski sex klukkutíma í dag tók þá tólf til fjórtán klukkutíma. Þetta eru mjög sterkar æskuminningar.“ Borgríkið Ísland Kristján Már þekkir vel til byggðar- mála á Íslandi og lætur sig þau varða. Þess má geta að hann fékk blaðamannaverðlaun ársins 2007 fyrir upplýsandi fréttir úr hvers- dagslífi á landsbyggðinni „þar sem hann á látlausan en áhrifaríkan hátt varpaði ljósi á ýmsar þær þjóðfé- lagsbreytingar sem eru að verða á íslensku samfélagi“. Kristján hefur áhyggjur af byggðarþróun í landinu þar sem sífellt fleiri flykkjast á höf- uðborgarsvæðið og yfirgefa sveit- ir og þorp úti á landi. „Ég get nefnt norðanverðan Arnarfjörð sem dæmi. Þar var fjöldi bæja enn þá í byggð þegar ég var barn og alltaf mikið líf á höfuðbólinu Hrafnseyri. Í dag er þetta allt farið í eyði, meira að segja Hrafnseyri. Maður hefur fylgst með sveitum sem voru mjög kraft- miklar hérna áður fyrr bara leggj- ast í eyði. Fólk er bara farið. Enginn er eftir. Það er óskaplega sárt að sjá þetta og maður spyr sig hvort þetta sé óhjákvæmileg þróun. Þetta hef- ur gerst svo hratt að þegar ég var að byrja í blaðamennsku þá voru hlut- föllin þannig að einn þriðji hluti landsmanna bjó á Reykjavíkur- svæðinu og tveir þriðju utan þess. Nú hafa þessi hlutföll snúist við. Ég man eftir forystumanni í stjórnmál- um sem talaði um að það væri öm- urleg þróun ef Ísland væri að breyt- ast í borgríki,“ segir Kristján og það er ljóst að hann hefur verulegar áhyggjur af þróun mála. „Því miður höfum við ekki séð neina almenni- lega viðspyrnu úti á landi í marga áratugi ef undan er skilið miðhluti Austurlands og uppbygging Háskól- ans á Akureyri.“ Landsliðsmaður í blaki „Nú erum við á Möðrudalsöræfum og erum að fara inn í Víðidal. Það er svolítið skuggasvæði þar í skamma stund og sambandið gæti slitnað,“ varar Kristján blaðamanninn við á hinum enda línunnar. Ég nota tæki- færið og beini umræðunni aftur að æskuárunum og spyr meðal annars út í skólagönguna. „Ég held ég hafi verið óskaplega hlédrægur, feiminn og stilltur nemandi. Og þó, ég var nú stundum kallaður til skólastjórans. En ég var bara ósköp venjulegt barn Fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson hefur fært þjóðinni nýjar fréttir af jarðhræringunum við Bárðarbungu undanfarin kvöld. Eldgos hófst í Holuhrauni undir lok ágústmánaðar og var Kristján meðal fyrstu fréttamanna á vettvang. Áslaug Karen Jóhannsdóttir sló á þráðinn til Kristjáns Más og ræddi við hann um málefni landsbyggðarinnar, flugmennskuna, erfiðu málin á ferlin- um, fyrirmyndirnar og að sjálfsögðu gula vestið sem verið hefur á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur. Þá tekst Kristján Már brátt við algjörlega nýtt hlutverk í lífinu – afahlutverkið. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Ætla mér ekki að drepast í starfinu „Ég er umdeildur“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.