Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 52
Helgarblað 5.–8. september 201452 Menning Diskósveit í vandræðum n Peningaskortur hægir á útgáfuferlinu n Taka diskóið alvarlega D iskópoppsveitin Boogie Trou- ble er um þessar mundir að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu, en hljómsveitin hefur getið sér gott orð fyrir að rífa fólk út á dansgólfið á daufum tón- leikabúllum Reykjavíkurborgar með diskóskotinni popptónlist allt frá stofnun árið 2011. Nú bjóða Boogie Trouble stuðþyrstum tónlistarunn- endum að kaupa plötu sveitarinnar í forsölu á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund og sjá þar með til þess að hún verði loks að veruleika. Á lokametrunum „Hún er á lokametrunum,“ segir Klara Arnalds, söngkona sveitarinnar. „Við eigum ennþá eftir að taka upp strengi og fleira svoleiðis gotterí. Af því að við erum að reyna að gera þetta að almennilegu „poppi“.“ Grunnhljóð- færaleikurinn var tekinn upp beint inn á band á fjórum dögum sum- arið 2013 í Sundlauginni með að- stoð Skapta Þóroddssonar og hljóð- blöndun er langt á veg komin. Upphaflega var stefnt á að plat- an kæmi út í sumar en peninga- skortur hefur hægt á ferlinu, enda dýrt að fjármagna upptökur, eft- irvinnslu og útgáfu. „Þetta eru al- veg nokkrir hundrað þúsund kallar. Við höfum blessunarlega ekki þurft að borga með plötunni, en við höf- um sett bróðurpartinn af öllum tekj- um af tónleikahaldi síðastliðin þrjú ár í þetta. Við kostum þetta sjálf með peningum hljómsveitarinnar að mestu leyti. Nema það sem upp á vantar núna, það ætlum við að dekka með Karolina Fund.“ Ekkert grín Öll lögin á plötunni eru frumsamin, en Boogie Trouble hefur verið dugleg við að breiða yfir lög annarra, gaml- ar íslenskar dægurperlur jafnt sem nútímapoppslagara, og spila í gjör- breyttum útgáfum á tónleikum. Hvers lags tónlist er þetta þá? „Þetta myndi kannski skilgreinast sem diskóinn- blásið popp eða dægurlög. Þeir sem vilja vera hvað bókstaflegastir með diskótenginguna verða oft pínu ringl- aðir, af því að við erum með talsvert af öðrum áhrifavöldum. Sindri gítar- leikari sækir til dæmis rosalega mikið í íslenskt efni frá sjöunda áratugnum.“ Bakgrunnur meðlima er ólíkur en flestir hafa slitið listrænum barns- skóm sínum í hinum ýmsu hljóm- sveitum í jaðartónlistarsenu Reykja- víkurborgar. Hún segir þó ekki nokkurn vott af kaldhæðni í áhersl- unni á dansvænt diskó. „Nei, nei, nei. Alls ekki. Af því að við komum úr svo ólíkum áttum þá var diskóið ofboðs- lega góður millilendingarpallur fyr- ir okkur. Þetta var staður þar sem við gátum öll mæst. Þegar upp er staðið þá er eiginlega sama hvar þú byrjar, ef þú ferð af stað og býrð eitthvað til, þá býrðu til eitthvað gott. Við höfum aldrei verið að grínast.“ n kristjan@dv.is Í vandræðum Boogie Trouble eiga í vandræðum með að fjármagna fyrstu plötu sína og selja hana því í forsölu á Karolina Fund. Mynd BoogiE TrouBlE Sverðagleypir á húðflúrhátíð Ein þekktasta húðflúrfyrirsæta heims, sverðagleypirinn Lucky Hell, er meðal þeirra sem munu koma fram á Icelandic Tattoo Ex- po-hátíðinni sem haldin verður í Súlnasal, á Hótel Sögu helgina 5. til 7. september. Hátíðin, sem er nú haldin í þriðja sinn, verður enn veglegri en áður. 56 listamenn víðs vegar að úr heiminum taka þátt og bjóða Íslendingum upp á húðflúr í öllum flokkum listgreinarinn- ar. Þá munu fjórir listamenn sem handstinga flúr mæta á svæðið. Að sögn aðstandenda er há- tíðin ekki einungis fyrir kepp- endur eða þá sem ætla að fá sér húðflúr, heldur sé hún mikil skemmtun fyrir alla listunnendur. Erró afhjúpaður Veggmynd eftir Erró verður af- hjúpuð að Álftahólum í Breiðholti laugardaginn 6. september klukk- an 14.00. Erró útfærði teikn- ingu sína í samráði við Listasafn Reykjavíkur á tvær byggingar í Breiðholti, annars vegar á Álfta- hóla og hins vegar á íþróttamið- stöðina við Austurberg. Sama dag verður opnuð sýningin Erró og listasagan í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsi. Hún er ein þriggja nýrra sýninga sem opnaðar verða í safninu á laugardag klukkan 16.00. Hinar eru myndbandsinn- setningin Skipbrot úr framtíðinni / Sjónvarp úr fortíðinni eftir Ás- dísi Sif Gunnarsdóttur og Gagn- virkur veggur eftir listamennina Mojoko og Shang Liang. Peningalaus útóPía í eyðimörkinni n Burning Man-hátíðin er tilraun til að skapa nýja gerð samfélags S íðasta mánudag lauk Burning Man-hátíðinni, vikulangri lista og upp- lifanahátíð, sem haldin er í miðri Black Rock eyðimörk- inn í Nevada í Bandaríkjunum ár hvert. Allt frá því hún var haldin í fyrsta skipti árið 1986 hefur hátíðin verið tilraun til þess að skapa frjálst, peningalaust samfélag sem hefur sjálfbærni, frelsi, listsköpun og rót- tæka sjálfstjáningu að leiðarljósi. Á undanförnum árum hefur orðstír þessarar einstöku hátíðar aukist og hún farið úr því að vera fámenn samkoma andlega þenkjandi lista- hippa í að vera alþjóðleg lífsstílshá- tíð sem dregur að sér tugþúsund- ir gesta víðs vegar að úr heiminum, jafnt unga róttæklinga sem aldraða milljarðamæringa. Upplifunin virð- ist hafa djúpstæð áhrif á flesta þátt- takendur. DV ræddi við Óla Hjört Ólafsson sem heimsótti hátíðina árið 2011. raunveruleg útópía Síðustu vikuna í ágúst ár hvert safn- ast þátttakendur saman í miðri Black Rock-eyðimörkinni og byggja þar heila borg fulla af tímabundn- um mannvirkjum. Þar leika þeir sér, upplifa og skapa listir, og tjá sig á hvern þann hátt sem þeim dettur í hug. Ímyndunarafl og ást eru einkunnarorðin. Reglurnar eru ein- faldar: allir mega vera með ef þeir gefa eitthvað af sér. Þá fá þeir það sem þá vantar upp á frá öðrum há- tíðargestum. Allt er gefins og pen- ingar eru verðlausir. Jafnvel heims- þekktir tónlistarmenn sem koma fram gera það launalaust og engin fyrirtæki fá að auglýsa þjónustu sína. „Það er erfitt að útskýra, en þetta er bara það rosalegasta sem ég hef upplifað. Þetta er tilraun til að búa til útópíu – og að mínu mati hefur það tekist,“ segir Óli Hjörtur sem fór á hátíðina árið 2011. „Maður keyrir inn í eyðimörkina og velur sitt svæði og tjaldar, en á hverju svæði er ákveðið þema. Maður þarf að koma með allt sitt sjálfur: allt vatn, allan mat. En maður gat keypt ísmola – það er það eina sem þú getur keypt á svæðinu,“ segir Óli Hjörtur. Hann segir upplifunina hafa verið engu líka. „Ég bara gapti allan tímann sem ég var þarna. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta er engin venju- leg tónlistarhátíð.“ Hvort sem það eru listaverk, andlegar upplifanir, óhefðbundið kynlíf eða hugvíkkandi vímuefni þá nýtur fólk lífsins fyr- ir opnum tjöldum og deilir með sér. „Það voru allir í rosalegri harmoníu. Allir voru góðir við hver annan, all- ir brosandi og þetta var bara alveg ótrúleg upplifun.“ Annar íslenskur hátíðargestur sem DV ræddi við lýsir upplifun sinni á svipaðan hátt: „Það er eins og allir eigi afmæli og það labba allir upp að þér og hrósa þér og segja bara: til hamingju með að vera þú.“ Engin ummerki Harðgert hátíðarsvæðið er gríðarstórt en fólk ferðast um á hjólum og tveim- ur jafnfljótum milli tjalda og vagna, tónleikasviða og dansgólfa. Heima- tilbúnir vagnar sem eru listaverk í sjálfu sér keyra um svæðið. Í miðju bæjarkjarnans er hof og risastórt tré- líkneski sem eru brennt til grunna á lokakvöldi hátíðarinnar – og af þeim viðburði er nafn hátíðarinnar dregið. Með trémanninum brenna gestir bréf og gamlar minningar við hátíðlega athöfn. Þegar hátíðinni er lokið og gestir hverfa til síns heima eru engin ummerki eftir viðburðinn í eyðimörk- inni. En þetta er eitt af markmiðum hátíðarinnar, að skilja við jörðina í sama ástandi og hún var áður en fólk kom á svæðið. „Svæðið verður að vera eins og óhreyft þegar hátíðin er búin. Það má ekki skilja neitt eftir á svæðinu. Ef þú ferð með eitthvað inn verður þú að taka það út. Það voru all- ir mjög duglegir að gera það,“ segir Óli Hjörtur. Aðstæður í eyðimörkinni eru að sama skapi erfiðar, bæði brennandi gríðarstórt svæði Borgin er um 13 þver- kílómetrar að flatarmáli. Taumlaust ímyndunarafl Á hátíðinni má sjá allt milli himins og jarðar. Kristján guðjónsson kristjan@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.