Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Page 6
föstudagur 15. ágúst 20086 Fréttir DV Sandkorn n Þegar sá kvittur fór á kreik að nýr meirihluti væri í smíðum í borginni byrjuðu blaðamenn að hringja í alla þá sem tengjast borgarstjórnmálum á nokkurn hátt. Svo virðist sem flétta sjálf- stæðismanna hafi verið vandlega hulin því fáir vissu hvað átti sér stað á bak við tjöld- in á þriðjudaginn. Það vakti þó kátínu að þegar haft var samband við Dag B. Eggertsson og hann spurður út í hugsanlegar hreyf- ingar vissi hann ekkert, enda var hann að grafa holu í garðinum heima hjá sér. Hvort það hafi ver- ið fyrirboði þess að Óskar sveik Tjarnarkvartettinn er ómögulegt að segja. n Þungavigtarmennirnir Egill Helgason og Andrés Jónsson voru í þungum þönkum í Íslandi í dag á miðvikudaginn þegar við þá var rætt um hugsanlegar hræringar í borgarstjórn. Báðir slógu á létta strengi og spáðu og spekúleruðu í brjálæðislegum borgarmálum Sjálfstæðisflokks- ins og Ólafs F. Magnússonar. Andrés var uppnuminn af stemn- ingunni og sagði þá skemmtisögu að Ólafur F. Magnússon hefði legið á gólfi bíls þegar borgarfull- trúar flýðu ágang fréttamanna í Ráðhúsinu á miðvikudaginn. n Athygli vekur að Óskar Bergs- son býr nálægt Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni en sagan segir að þeir félagar hafi hist fyrir þó nokkru í grillveislu í hverfinu. Þar hafi þeir rætt saman um stjórnmál og stöðu meirhluta Sjálfstæðis- flokksins og Ólafs F. Magnússon- ar. Speking- ar láta að því liggja að hugmyndin um hugsan- legt samstarf hafi kviknað með grill- kjötinu. Það er þó ekki staðfest þó að margt geti gerst í hverfinu. Tæplega þrítug kona hefur kært mann á sextugsaldri fyrir nauðgun. Atburðurinn mun hafa átt sér stað heima hjá manninum en konan mun hafa rifið sig lausa að lok- um og flúið. Hún kærði manninn umsvifalaust og var í kjölfarið send til Akureyrar þar sem hún gekkst undir læknisrannsókn. Maðurinn var handtekinn og hefur verið yfirheyrður. Unnustinn segir verknaðinn óhugnanlega skipulagðan. á róandi eftir meinta nauðgun unnustu „Mér fannst þetta mjög skipulagt og ásetningslegt,“ segir unnusti stúlku á Skagaströnd sem hefur kært mann á sextugsaldri fyrir nauðg- un í heimahúsi. Lögreglan handtók manninn á þriðjudagskvöldið eft- ir að kona á þrítugsaldri leitaði til lögreglunnar á Blönduósi. Hún var færð undir læknishendur í bænum og þaðan var hún, ásamt unnusta sínum, send á Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri. Maðurinn er fyrrver- andi vinnuveitandi konunnar og að sögn unnustans á maðurinn að hafa fengið hana til þess að koma heim til sín undir því yfirskini að hún gæti fengið vinnu aftur hjá honum. Ginnti konuna „Það var hringt í hana og logið,“ seg- ir unnusti konunnar en maðurinn hitti hana á þriðjudagskvöldinu. Þegar hún kom til hans á hann að hafa sagt við hana að það væri enga vinnu að hafa. Síðan í kjölfarið sakar stúlkan hann um að hafa ráðist á sig og nauðgað sér. Hún komst að lokum undan og flúði þá til unnusta síns. Þau fóru beint til lög- reglunnar og kærðu manninn. Að sögn unnustans sótti lögreglan manninn og yfirheyrði. Maðurinn á að hafa verið mjög ölvaður þegar verknaðurinn átti sér stað. Ber að ofan og fullur „Hann lamdi hana ekki,“ segir unnustinn sem var verulega brugð- ið. Hann sagði hana vera tilfinn- ingalega sterka en þau fóru bæði til Akureyrar þar sem konan var skoð- uð og tekin sýni vegna nauðgun- arrannsóknar. Hann sagðist sama kvöld og maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað konunni hafa í bræði sinni farið heim til hans. „Hann kom ber að ofan til dyra og sagði við mig áður ég kom upp orði að ég myndi ekki klína þessu á hann,“ segir unnustinn reiður og bætir við að maðurinn hafi verið verulega ölv- aður. Aðspurður hvort þeir hafi lent í átökum segir hann svo ekki vera. Eitthvað hafi haldið aftur af honum. Greinilega skipulagt „Þetta var greinilega skipulagt,“ segir unnustinn en hann telur þá að- ferð að ginna unnustu hans heim til mannsins hafa verið ígrundaða. Það hafi hann gert með því að ljúga að henni að vinnu væri að fá en konan vann eitt sinn hjá honum en er núna hætt því. Hún hefur hins vegar komið í íhlaupavinnu þegar slík hefur staðið til boða. Kvöldið örlagaríka átti að vera eitt slíkt. Unnustinn á róandi „Hún er sterkari en ég,“ segir unn- ustinn um líðan þeirra og segir hana bera sig eins og hetja. Sjálfur fékk unnustinn mikið áfall og hefur leit- að til læknis vegna þess. Þá er hann á róandi lyfjum. Reiðin er mikil en þau voru á leiðinni heim frá Akureyri þeg- ar við þau var rætt. Hann sagðist ein- faldlega vona að hann myndi ekki sjá manninn aftur. „Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég myndi sjá helvítið,“ segir hann reiðilega. Enn í haldi „Við erum með mann í haldi grun- aðan um kynferðisbrot,“ segir Daní- el Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, um málið. Maðurinn hef- ur verið í haldi lögreglunnar síðan á þriðjudagskvöldið. Daníel sagði ótímabært að gefa það upp hvort maðurinn hefði játað brotin en rann- sókn er í fullum gangi og gengur vel. Skútahrauni 11 220 Hafnarfjörður S: 565 2727 www.hraunbt.is Fligel 4 Öxla vélavagn með 2 beygjuöxlum 2,70 áb ferí 3,25 Fligel Malarvagnar 2 öxla á 2 földu með lyfti hásingu segli og fl Fligel Malarvagnar 3 öxla á 1 földu með lyftihásingum og segli og fl Möguleiki á 100% fjármögnun valUr GrEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Það var hringt í hana og logið.“ skagaströnd Nauðgunin átti sér stað í heimahúsi á skagaströnd. reif sig lausa konan, sem er tæplega þrítug, reif sig lausa og komst frá árásarmann- inum. Myndin tengist greininni ekki. Misþroska hjónin í Grindavík halda til Akureyrar í dag með tveggja vikna prinsessu: Barnið fer norður í dag Ungu misþroska hjónin í Grindavík eru staðráðin í því að halda norður til Akureyrar í dag með tveggja vikna gamla dóttur sína. Ættingjar og vinir hjónanna vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að það gerist. Fyrir þremur árum fæddist þeim hjónum sonur. Sá var tekinn frá þeim og settur í fóstur. Ættingjar misþroska hjónanna óttast um líf ungu stúlkunnar. Þeir telja að for- eldrar hennar ráði ekki við upp- eldi hennar vegna lífernis síns. Þau vilja því halda litlu prinsessunni í Grindavík. „Opinbera leiðin er í raun að koma upplýsingum til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef þau ætla að búa á Akureyri, þá er okkar ráð að þeir sem hafa áhyggjur af velferð barnsins hafi samband við barna- verndaryfirvöld á Akureyri. Gefa eins glögga mynd af aðstæðum og þeir þora,“ segir Hrefna Friðriks- dóttir hjá Barnaverndarstofu. Fyrsta barni þeirra hjóna var komið í fóstur. Hrefna segir að hvert mál sé einstakt fyrir sig. Staða for- eldranna sé hugsanlega betri í dag en hún var áður og því sé ekki fylgst með kynforeldrum eftir að barn sé farið í fóstur. „Það er mikill munur á því að fólk óski eftir því að barn fari í fóst- ur eða það sé tekið af fólki með dómsúrskurði. Aðstæður fólks geta líka hafa breyst. Ef barni er komið í fóstur er ekki fylgst með kynfor- eldrunum. Það er fylgst með barn- inu og þegar barn er farið í varan- legt fóstur er ekki lengur fylgst með kynforeldrunum.“ „Ef barnið fer með þeim er ekki spurning um hvort heldur hvenær eitthvað hræðilegt gerist. Og hver ætlar þá að taka á sig ábyrgðina?“ spyr viðmælandi DV. Viðmælandinn vildi ekki koma fram undir nafni en sagði það vera neyðarúrræði að fara með söguna í fjölmiðla. Þetta mun ekki vera gert í samráði við fjölskyldur fólks- ins sem munu hafa reynt allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ferðina norður yfir heiðar. Það eina sem væri óreynt væri að fjölmiðlar gengju í málið og segðu söguna. benni@dv.is lítil prinsessa Ættingjar seinþroska hjóna deila við þau um framtíð nýfæddrar dóttur þeirra. aðstandendurnir telja ljóst að hjónin séu ekki fær um að annast barnið. Myndin tengist fréttinni ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.