Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 33
DV Helgarblað Föstudagur 15. ágúst 2008 33 EllismEllasumarið 2009 Neil Young Kanadíski tónlistarmaðurinn Neil Young er þessa dagana að túra eins og hann eigi lífi ð að leysa við gríðarlega góðar undirtektir. Þrát t fyrir að vera orðinn sextíu og þriggja ára rokka r hann betur en margir af ungu folum tónlistarbra ns- ans. Hinn síungi Young ætti að ná til talsve rt breiðs hóps þar sem hann spilar djass, rokkabillí, blús, grunge og ekta elektró gíta r rokk. Með frægustu lögum Neil Young má nefna til dæmis Heart of gold og rockin‘ In the Free World. Ef Neil Young kæmi til Íslands e r bókað að útvarpsmaðurinn Óli Palli yrði fremstur uppi við sviðið og myndi öruggle ga redda sér líka baksviðspassa til að fara í eftirpartí með gamla. Lionel Richie Lionel richie er fæddur árið 1949. Hann var vinsælastur á árunum 1981-1985. Lögin Endless Love, truly, all Night Long, Hello og say You, say Me voru spiluð nánast á hverjum degi á þessum árum. richie er þessi rómantíski söngvari sem flestar konur hafa áhuga á að hlusta á. Þó það sé orðið langt síðan richie var vinsæll lifir hann enn í hjörtum margra. Ef hann kæmi til landsins og héldi tónleika myndi húsið fyllast af kvenfólki með tár í augunum. Neil Diamond Neil diamond er án efa ein af þessum gömlu kempum sem myndu vekja mikla lukku meðal miðaldra fólks. diamond er orðinn sextíu og sjö ára gamall og enn að túra en hann er einn söluhæsti söngvari/lagasmiður síðan sölutölur byrjuðu að birtast en árið 2005 hafði demanturinn selt hundrað og tuttugu milljón plötur um heim allan. Frægasta lag diamond er að öllum líkindum hinn undurfagri poppsmellur, sweet Caroline. Forsetafrúin dorrit Moussaieff er nú öll í gimsteinunum svo hún myndi örugglega draga Ólaf ragnar með sér á Neil diamond-tónleika. Aretha Franklin sálardrottningin aretha Louise Franklin er fædd árið 1942 og er því komin á besta aldur. Þá má segja að aretha hafi komið, séð og sigrað tónlistarheiminn árin 1967 og 1968 en hún átti níu þekkt lög á þeim tíma. Lög sem hún hefur samið hafa lifað lengi og hrærst í tónlistaheiminum og enn í dag má heyra lög á borð við respect, I say a Little Prayer og You Make Me Fell Like a Natural Woman í útvarpi og víðar. Þeir tónlistarmenn sem væru líklegir til að mæta á tónleikana eru Margrét Eir og ragnheiður gröndal. Billy Joel Píanómaðurinn Billy Joel ver ður sextugur á næsta ári og á hvaða betri hátt er hægt að halda upp á það en með því að halda tónleika á Ísland i. Kappinn varð heims- frægur á einni nóttu þegar la gið Piano Man kom út á samnefndri plötu árið 1973 o g fylgdi hann því skoti upp á stjörnuhimininn vel eftir m eð lögum á borð við Just the Way You are, My Life og It‘s still rock & roll to Me. Í seinni tíð hefur hins vegar fa rið minna fyrir kappanum. Joel og Elton John eru stund um spyrtir saman, en við skulum vona fyrir hönd þess fyrrnefnda að ef hann kæmi til Íslands á næsta ári m yndu tónleikarnir ekki vera jafn misheppnaðir og þ eir sem Elton hélt hér um árið. Frægustu píanóleikarar þjóðarinnar myndu vafalítið mæta á tónleikana, til að mynda Jón Ólafs og Maggi Kjartans, og jafnvel ei nhverjir úr klassíska geiranum eins og Jónas Ingi mundar og Víkingur Heiðar. Dolly Parton ameríska sveitasöngkonan dolly Parton er svo sannarlega ellismellur sem mætti fá til landsins. Þrátt fyrir að halda sér unglegri með bótoxi, sílíkoni og túperuðu hári er Parton orðin sextíu og tveggja ára gömul og er án efa allra heitasta kántrísöngkona í heimi. Eftir að hafa náð tuttugu og sex lögum á toppinn á vinsældarlistum og komið fjörutíu og tveimur plötum inn á topp tíu vinsældarlista ætti barmmikla söngkonan svo sannarlega að geta skemmt Íslendingum og troðfyllt Egilshöllina. Kántrýstjarna Íslands, Hallbjörn Hjartarson yrði án efa fremstur á tónleikunum, jafnvel að „crowd-surfa“ ef hann væri í stuði. Einnig er nokkuð líklegt að dóra takefúsa myndi fljúga heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rekur barinn Jolene sem heitir í höfuðið á einu frægasta lagi dolly Parton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.