Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Side 40
föstudagur 15. ágúst 200840 Sport Á Ólympíuleikunum er keppt í öllum heimsins íþróttagreinum. Margar þeirra eru ekki mjög þekktar eða vin- sælar hér á landi og gefst unnendum íþrótta á fjögurra ára fresti tækifæri til að berja eitthvað annað augum en enska boltann og golf. Hér má sjá skemmtilegar myndir frá Peking af íþróttum sem dúkka aðeins upp á skjá landsmanna á meðan Ólympíueldurinn logar. MINNA ÞEKKTAR EN VINSÆLAR Svig á vatni Kanó-ræðarar fara niður manngerða á sem er sérsmíðuð fyrir hverja Ólympíuleika. Ósigrandi Bogfimi er ekki vinsæl hér heima en mikil hefð er fyrir henni í suður-Kóreu og kvennalið þess vinnur alltaf. Einn, en öflugur Þessi ágæti senegali keppir í eins manns róðri. Hann varð síðastur í sínum riðli. Nánir Í engri annari íþrótt en grísk-rómverskri glímu er jafnmikil ást í loftinu. Tæpir Bandaríkjamenn verða heimsmeistarar á hverju ári í hafnabolta en þeir töpuðu fyrir suður-Kóreu með einu hlaupi í Peking sem Kóreu- menn fögnuðu vel og innilega. Vinsæl Hokkí er meðal vinsælustu íþróttagreinanna á Ólympíuleikunum og er stór í Evrópu. Hollendingar búa yfir mikilli hefð bæði í karla- og kvennaflokki í þessari skemmtilegu íþrótt. Svartur bakgrunnur skylmingar verða stærri á Íslandi með hverju árinu. Hver veit nema við eigum skylminga- mann eða -konu í London 2012. Eitt er þó víst að sá hinn sami verður myndaður við svartan bakgrunn enda allar skylmingamyndir þannig gerðar. Róa, róa, róa! átta manna róður er jafnan mjög vinsæll á Ólympíuleikum. talið er að það taki meira á að garga í míkrófóninn en að róa. Haglarinn mundaður Ólympíuandinn ríkir í skotfimikeppninni líkt og í öðrum greinum. Björn Jörundur? siglingar hafa ekki náð vinsældum hér heima en eru einstaklega vinsælar á Ólympíuleikum. Björn Jörundur söngvari Nýdanskrar er þó upprennandi stjarna í íþróttinni og gæti keppt fyrir Íslands hönd í London 2012. Þurfum að skoða þetta Íslendingar stæra sig af bestu sundlaugum í heimi en samt höfum við ekki keppt í sundbolta í tugi ára. alltaf skemmtileg grein að fylgjast með og gífurlega krefjandi. Mýkri bolti á meðan karlmenn- irnir keppa í hafnabolta keppa konurnar í mjúkbolta. Íþrótt sem raj Bonifacius tennisþjálfari hefur verið að innleiða hér heima með ágætis árangri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.