Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Síða 42
Ættfræði DVFöstudagur 15. Ágúst 200846 Róbert fæddist í Leipzig í Þýskalandi en flutti fjögurra ára til Eskifjarðar. Hann flutti til Reykjavíkur 1939, lauk námi í Leikskóla Lárusar Pálsson- ar 1945 og var óreglulegur nemandi í leiklistarskóla Konunglega leikhúss- ins og í einkatímum í Kaupmanna- höfn 1945-46. Róbert lék á dansleikjum í Reykja- vík og víðar um landið 1936-63, var verslunarmaður í Reykjavík 1942-49, var leikari hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, Fjalakettinum og Bláu stjörnunni 1944-49 og Leikfélagi Hafnarfjarðar 1948. Hann var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess 1949 og hefur leikið nær tvö hundruð leik- sviðshlutverk. Meðal þeirra helstu eru Tópas í Tópas, Svæk í Góða dátanum Svæk, Eddie Carbone í Horft af brúnni, Púntila í Púntila og Matti, Mefistófeles í Faust, Shylock í Kaupmanninum í Feneyjum og Antonio Salieri í Amad- eus. Meðal helstu hlutverka í söng- leikjum eru Zorba í Zorba, Tevje í Fiðl- aranum á þakinu, en hann lék bæði þessi hlutverk í þýskum leikhúsum 1971-75, Pickering í May Fair Lady og Amos í Chicago. Helstu hlutverk hans í leikritum íslenskra höfunda eru Kári í Fjalla-Eyvindi, Jón Hreggviðsson og Eydalín í Íslandsklukkunni, Bjartur í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki og Stefán í Sólarferð. Hann hefur leikið 20-30 kvikmynda- og sjónvarpshlut- verk, m.a. í 79 af stöðinni (1962), Sögu af sjónum (1973), Í Múrnum (1974), Blóðrauðu sólarlagi (1977), Undir sama þaki (1977) og Þjóðrek biskup í Paradísarheimt (1980). Róbert var kennari í Leiklistarskóla Þjóðleikhúsins 1958-60, lék með ýms- um leikflokkum, eins og Leikflokki Róberts Arnfinnssonar, 1959, og kom fram á skemmtunum víða um landið með Rúrik Haraldssyni 1960-70. Hann lék 636 hlutverk í útvarpsleikritum. Nokkrar hljómplötur hafa verið gefn- ar út með tali hans og söng, m.a. Saga af dátanum eftir Igor Stravinsky (1968) og Við sundin blá, lög Gylfa Þ. Gísla- sonar við ljóð Tómasar Guðmunds- sonar (1974). Róbert hlaut Silfurlampa Félags ísl. leikdómara 1956 fyrir titilhlutverk í Góða dátanum Svæk og fyrir Púntila í Púntila og Matti, og 1969 fyrir hlutverk Tevje í Fiðlaranum 1969; Silfurskjöld „fyrir fagran flutning íslenskrar tungu í útvarpi“ úr Minningarsjóði Daða Hjörvar 1961; riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1970; Gullmerki Félags íslenskra leikara 1971; Menn- ingarverðlaun DV í leiklist 1988 fyrir túlkun sína á Max í Heimkomunni eftir Harold Pinter; Heiðurslaun frá Kópa- vogskaupstað 1995; Viðurkenningu Ríkissjóðs Íslands vegna leikstarfsemi í Þjóðleikhúsinu í 50 ár, árið 2000, og var sæmdur Das Verdienstkreuz, erste klasse, af forseta Þýskalands, Jóhann- esi Rau, 2003, og fékk heiðursverð- laun Grímunnar, ásamt Herdísi Þor- valdssdóttur leikkonu, 2007. Fjölskylda Róbert kvæntist 16.8. 1945 Ólöfu Stellu Guðmundsdóttur, f. 29.7. 1923, húsmóðir. Foreldrar Ólafar voru Guð- mundur Eyjólfsson, verkamaður í Vestmannaeyjum, og Árný Árnadóttir. Þau hjónin hafa því verið gift í 63 ár, nú á afmælisdaginn. Börn Róberts og Ólafar eru Árný Sandra, f. 24.5. 1944, búsett í Reykja- vík, gift Einari Sigurðssyni prentsmið; Alma Charlotte, f. 9.8. 1947, matráðs- kona í Reykjavík, gift Þorláki Her- mannssyni húsgagnasmið; Arnheið- ur Linda, f. 12.2. 1954, starfsmaður við Landspítalann, gift Ólafi Þ. Gunnars- syni viðskiptafræðingi; Agla Björk, f. 11.10. 1961, skrifstofumaður, búsett í Mosfellsbæ, gift Stefáni Rúnari Krist- jánssyni bifvélavirkja; Jón Róbert, f. 9.3. 1965, vistmaður í Skálatúni. Bróðir Róberts var Gottfried Arn- finnur, f. 10.6. 1930, d. 26.1. 1932. Bróðir Róberts, sammæðra, var Harry Korber, sem er látinn, lögreglu- fulltrúi í Leipzig, var kvæntur Elísa- betu Korber. Foreldrar Róberts voru Arnfinn- ur Jónsson, f. 7.5. 1896, d. 26.3. 1973, skólastjóri og k.h., Charlotte Jónsson, f. Korber 9.8. 1888, d. 30.6. 1971, hús- móðir. Ætt Arnfinnur var sonur Jóns, kennara og vegaverkstjóra á Eskifirði Ísleifs- sonar, b. í Tunguhaga á Völlum Jóns- sonar, b. á Arnhólsstöðum í Skrið- dal Finnbogasonar. Móðir Ísleifs var Kristín Ísleifsdóttir, systir Bergþóru, langömmu Gunnars Gunnarssonar skálds og Bergljótar, ömmu Harald- ar Sveinssonar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Árvakurs, og langömmu Sigga Sveins handboltakappa. Móðir Jóns var Pálína, systir Bjargar, langömmu Eyþórs Einarssonar, fyrrv. formanns Náttúruverndarráðs. Pálína var dóttir Jóns, b. á Sómastöðum í Reyðarfirði, bróður Guðrúnar, langömmu Sigfinns Þorleifssonar, fyrrv. sjúkrahúsprests. Jón var sonur Þorsteins, b. á Ísólfs- stöðum Jakobssonar. Móðir Þorsteins var Vigdís Jónsdóttir, systir Þorsteins í Reykjahlíð, föður ættföður Reykja- hlíðarættar. Móðir Arnfinns var Ragnheiður, systir Sveins, afa Harðar Einarssonar, hrl. og framkvæmdastjóra. Ragnheið- ur var dóttir Páls, pr., alþm. og mál- leysingjakennara í Þingmúla, bróður Páls í Hörgsdal, langafa Péturs Sigur- geirssonar biskups. Bróðir Páls var Ól- afur, langafi Guðrúnar Ásmundsdótt- ur leikkonu. Systir Páls var Guðríður, langamma Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og Odds Björnssonar leik- ritaskálds. Önnur systir Páls var Helga, langamma Guðrúnar Þ. Stephensen leikkonu. Páll var sonur Páls, próf- asts í Hörgsdal Pálssonar og Guðríð- ar Jónsdóttur, b. á Kirkjubæjarklaustri Magnússonar, föður Þórunnar, ömmu Jóhannesar Kjarval. Móðir Ragnheið- ar var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Elínar, langömmu Jóns Tómassonar, fyrrv. borgarlögmanns. Önnur systir Guðrúnar var Sigríður, langamma Sig- ríðar, móður Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknarstofnunnar. Charlotte var dóttir Roberts Kor- ber, borgararkitekts í Leipzig, og k.h., Ölmu Korber. 85 ára á laugardag RóbeRt ARnfinnsson leikari Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Halldór G. Björnsson fyrrv. formaður Eflingar og Starfsgreinasambandsins Halldór fæddist á Stokkseyri en flutti til Reykjavíkur tveggja ára. Hann lauk gagnfræða- skólaprófi frá Ingimars- skólanum. Halldór stundaði verslunarstörf í Reykja- vík og starfaði síðan í nítján ár hjá Olíufélag- inu hf. Hann hóf störf hjá Dagsbrún 1969 og starfaði þar samfleytt meðan félagið var við lýði til 1997 er hann varð starfsmaður hjá Dags- brún-Framsókn – stéttarfélagi, við stofnun félagsins og loks hjá Eflingu. Halldór sat í stjórn Dags- brúnar frá 1958, var ritari félags- ins frá 1968, varaformaður þess 1981-96, formaður Dagsbrúnar frá 1996, formaður Dagsbrún- ar- Framsóknar – stéttarfélags, frá sameiningu í desember 1997, formaður Eflingar 1998-2000 er hann gaf ekki kost á sér lengur. Hann var formaður Starfsgreina- sambandsins frá stofnun þess í október 2000-2004 og var vara- forseti ASÍ frá því í nóvember 2000-2004. Halldór átti sæti í stjórn Líf- eyrissjóðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar frá upphafi og síðan í Framsýn með sameiningu sjóð- anna, átti sæti í stjórn Lífeyris- sjóðsins Framsýnar frá stofn- un, var jafnframt fyrsti formaður sjóðsins, átti sæti í framkvæmda- stjórn Sambands almennra líf- eyrissjóða um árabil, sat í stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, sat sem varamaður og aðalmað- ur í miðstjórn ASÍ í nokkur kjör- tímabil og í framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins, var í fulltrúaráði Verkalýðsfélaganna í Reykjavík um tíma og varabæjar- fulltrúi í Kópavogi, sat í húsnæð- isnefnd Kópavogs um skeið og sat í stjórn Nýsköpunarsjóðs um skeið frá 2001. Fjölskylda Kona Halldórs var Krist- ín Grímsdóttir, f. 1931. Þau slitu samvistir. Foreldrar Kristínar voru Grímur Grímsson sem kenndur var við Nordalsíshús og k.h., Guðrún Guðbjarts- dóttir húsmóðir. Börn Halldórs og Kristínar eru Grímur, f. 1954, rafvirkjameistari í Hafnarfirði, kvæntur Hildi Blumenstein hár- greiðslumeistara; Guð- rún, f. 1957, hjúkrunar- fræðingur í Garðabæ, gift Guðmundi Jóhann- essyni, ljósmyndara og eiganda ljósmynda- stofunnar Nærmynd; Ketill Arnar, f. 1961, húsasmíðameistari í Kópavogi, kvæntur Jóhönnu Oddsdóttur flugfreyju; Hrafnhildur, f. 1964, fjölmiðlafræðingur og dagskrár- gerðarmaður hjá RÚV, gift Smára Ríkharðssyni viðskiptafræðingi. Systkini Halldórs eru Ragna, f. 1924, húsmóðir í Kópavogi; Árni, f. 1926, nú látinn, vélstjóri í Reykjavík. Foreldrar Halldórs voru Björn Ketilsson, f. 1896, smiður á Stokkseyri og síðar í Reykjavík, og k.h., Ólöf Árnadóttir, f. 1884, húsmóðir. Ætt Björn var sonur Ketils, á Ket- ilsstöðum í Mýrdal Ketilsson- ar, vinnumanns í Reynisdal Ket- ilssonar, á Bólstað Eiríkssonar, Sighvatssonar. Móðir Björns var Ragnhildur Björnsdóttir, á Ketils- stöðum Sigurðssonar. Ólöf var dóttir Árna í Stóra- Dal í Mýrdal Árnasonar. Móðir Ólafar var Guðríður Jónsdóttir. Móðir Guðríðar var Ólöf Gísla- dóttir, í Eystri-Tungu Gíslasonar, bróður Ragnhildar, langömmu Sveins, afa Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Systir Gísla var Ingibjörg, langamma Ingi- bjargar, móður Aðalheiðar alþm. og Magnúsar, fyrrv. fréttamanns Bjarnfreðsbarna. Ingibjörg var einnig langamma Gíslrún- ar, móður Sigurbjörns biskups, föður Karls biskups og Þorkels tónskálds. Móðir Ólafar Gísla- dóttur var Halldóra Oddsdóttir, systir Guðríðar, langömmu Jóns, afa Jóns Helgasonar, fyrrv. ráð- herra. 80 ára á laugardag Ólafur Ketilsson f. 15. ágúst 1903, d. 9. júlí 1999 Ólafur Ketilsson, áætlanabíl- stjóri á Laugarvatni, var eflaust þjóðkunnastur af mörgum þekkt- um áætlunarbílstjórum á síðustu öld. Hann fæddist að Álfsstöðum á Skeiðum og ólst þar upp, var á togurum nokkrar vetrarvertíð- ir en tók bílpróf 1928, festi kaup á vörubifreið það vor og hóf þá akstur fyrir kaupfélagið á Minni- Borg í Grímsnesi og vöruflutn- inga fyrir bændur í Grímsnesi, Biskupstungum og Laugardal. Ólafur fékk sérleyfi fyrir fólks- flutninga til Laugarvatns og til Gullfoss og Geysis 1932, og ók síðan milli Reykjavíkur og Laug- arvatns í marga áratugi. Hann varð snemma góðkunn þjóð- sagnapersóna fyrir glaðværð sína, hnyttin tilsvör og afar gæti- legan akstur. Fyrir 40 árum gengu margar gamansögur af Ólafi og tilsvörum hans. Þá þekktu allir Ís- lendingar tilsvar Ólafs þegar einn farþega hans á að hafa kallað til hans undir stýri: „Ólafur! Það er belja að fara fram úr þér.‘‘ „Taktu þér þá far með henni!‘‘ – á Ólafur að hafa sagt. Ólafur var lengst af búsett- ur í Svanahlíð á Laugarvatni en flutti í Kópavoginn 1988. Á gangi Menntaskólans á Laugarvatni má sjá málverk Baltasar af Ólafi. Árið 1988 kom út ævisaga Ól- afs, skráð af Guðmundi Daníels- syni rithöfundi, Á miðjum vegi í mannsaldur. Það mátti til sanns vegar færa. MErKIr ÍSlENdINgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.