Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Qupperneq 42
Ættfræði DVFöstudagur 15. Ágúst 200846 Róbert fæddist í Leipzig í Þýskalandi en flutti fjögurra ára til Eskifjarðar. Hann flutti til Reykjavíkur 1939, lauk námi í Leikskóla Lárusar Pálsson- ar 1945 og var óreglulegur nemandi í leiklistarskóla Konunglega leikhúss- ins og í einkatímum í Kaupmanna- höfn 1945-46. Róbert lék á dansleikjum í Reykja- vík og víðar um landið 1936-63, var verslunarmaður í Reykjavík 1942-49, var leikari hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, Fjalakettinum og Bláu stjörnunni 1944-49 og Leikfélagi Hafnarfjarðar 1948. Hann var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess 1949 og hefur leikið nær tvö hundruð leik- sviðshlutverk. Meðal þeirra helstu eru Tópas í Tópas, Svæk í Góða dátanum Svæk, Eddie Carbone í Horft af brúnni, Púntila í Púntila og Matti, Mefistófeles í Faust, Shylock í Kaupmanninum í Feneyjum og Antonio Salieri í Amad- eus. Meðal helstu hlutverka í söng- leikjum eru Zorba í Zorba, Tevje í Fiðl- aranum á þakinu, en hann lék bæði þessi hlutverk í þýskum leikhúsum 1971-75, Pickering í May Fair Lady og Amos í Chicago. Helstu hlutverk hans í leikritum íslenskra höfunda eru Kári í Fjalla-Eyvindi, Jón Hreggviðsson og Eydalín í Íslandsklukkunni, Bjartur í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki og Stefán í Sólarferð. Hann hefur leikið 20-30 kvikmynda- og sjónvarpshlut- verk, m.a. í 79 af stöðinni (1962), Sögu af sjónum (1973), Í Múrnum (1974), Blóðrauðu sólarlagi (1977), Undir sama þaki (1977) og Þjóðrek biskup í Paradísarheimt (1980). Róbert var kennari í Leiklistarskóla Þjóðleikhúsins 1958-60, lék með ýms- um leikflokkum, eins og Leikflokki Róberts Arnfinnssonar, 1959, og kom fram á skemmtunum víða um landið með Rúrik Haraldssyni 1960-70. Hann lék 636 hlutverk í útvarpsleikritum. Nokkrar hljómplötur hafa verið gefn- ar út með tali hans og söng, m.a. Saga af dátanum eftir Igor Stravinsky (1968) og Við sundin blá, lög Gylfa Þ. Gísla- sonar við ljóð Tómasar Guðmunds- sonar (1974). Róbert hlaut Silfurlampa Félags ísl. leikdómara 1956 fyrir titilhlutverk í Góða dátanum Svæk og fyrir Púntila í Púntila og Matti, og 1969 fyrir hlutverk Tevje í Fiðlaranum 1969; Silfurskjöld „fyrir fagran flutning íslenskrar tungu í útvarpi“ úr Minningarsjóði Daða Hjörvar 1961; riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1970; Gullmerki Félags íslenskra leikara 1971; Menn- ingarverðlaun DV í leiklist 1988 fyrir túlkun sína á Max í Heimkomunni eftir Harold Pinter; Heiðurslaun frá Kópa- vogskaupstað 1995; Viðurkenningu Ríkissjóðs Íslands vegna leikstarfsemi í Þjóðleikhúsinu í 50 ár, árið 2000, og var sæmdur Das Verdienstkreuz, erste klasse, af forseta Þýskalands, Jóhann- esi Rau, 2003, og fékk heiðursverð- laun Grímunnar, ásamt Herdísi Þor- valdssdóttur leikkonu, 2007. Fjölskylda Róbert kvæntist 16.8. 1945 Ólöfu Stellu Guðmundsdóttur, f. 29.7. 1923, húsmóðir. Foreldrar Ólafar voru Guð- mundur Eyjólfsson, verkamaður í Vestmannaeyjum, og Árný Árnadóttir. Þau hjónin hafa því verið gift í 63 ár, nú á afmælisdaginn. Börn Róberts og Ólafar eru Árný Sandra, f. 24.5. 1944, búsett í Reykja- vík, gift Einari Sigurðssyni prentsmið; Alma Charlotte, f. 9.8. 1947, matráðs- kona í Reykjavík, gift Þorláki Her- mannssyni húsgagnasmið; Arnheið- ur Linda, f. 12.2. 1954, starfsmaður við Landspítalann, gift Ólafi Þ. Gunnars- syni viðskiptafræðingi; Agla Björk, f. 11.10. 1961, skrifstofumaður, búsett í Mosfellsbæ, gift Stefáni Rúnari Krist- jánssyni bifvélavirkja; Jón Róbert, f. 9.3. 1965, vistmaður í Skálatúni. Bróðir Róberts var Gottfried Arn- finnur, f. 10.6. 1930, d. 26.1. 1932. Bróðir Róberts, sammæðra, var Harry Korber, sem er látinn, lögreglu- fulltrúi í Leipzig, var kvæntur Elísa- betu Korber. Foreldrar Róberts voru Arnfinn- ur Jónsson, f. 7.5. 1896, d. 26.3. 1973, skólastjóri og k.h., Charlotte Jónsson, f. Korber 9.8. 1888, d. 30.6. 1971, hús- móðir. Ætt Arnfinnur var sonur Jóns, kennara og vegaverkstjóra á Eskifirði Ísleifs- sonar, b. í Tunguhaga á Völlum Jóns- sonar, b. á Arnhólsstöðum í Skrið- dal Finnbogasonar. Móðir Ísleifs var Kristín Ísleifsdóttir, systir Bergþóru, langömmu Gunnars Gunnarssonar skálds og Bergljótar, ömmu Harald- ar Sveinssonar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Árvakurs, og langömmu Sigga Sveins handboltakappa. Móðir Jóns var Pálína, systir Bjargar, langömmu Eyþórs Einarssonar, fyrrv. formanns Náttúruverndarráðs. Pálína var dóttir Jóns, b. á Sómastöðum í Reyðarfirði, bróður Guðrúnar, langömmu Sigfinns Þorleifssonar, fyrrv. sjúkrahúsprests. Jón var sonur Þorsteins, b. á Ísólfs- stöðum Jakobssonar. Móðir Þorsteins var Vigdís Jónsdóttir, systir Þorsteins í Reykjahlíð, föður ættföður Reykja- hlíðarættar. Móðir Arnfinns var Ragnheiður, systir Sveins, afa Harðar Einarssonar, hrl. og framkvæmdastjóra. Ragnheið- ur var dóttir Páls, pr., alþm. og mál- leysingjakennara í Þingmúla, bróður Páls í Hörgsdal, langafa Péturs Sigur- geirssonar biskups. Bróðir Páls var Ól- afur, langafi Guðrúnar Ásmundsdótt- ur leikkonu. Systir Páls var Guðríður, langamma Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og Odds Björnssonar leik- ritaskálds. Önnur systir Páls var Helga, langamma Guðrúnar Þ. Stephensen leikkonu. Páll var sonur Páls, próf- asts í Hörgsdal Pálssonar og Guðríð- ar Jónsdóttur, b. á Kirkjubæjarklaustri Magnússonar, föður Þórunnar, ömmu Jóhannesar Kjarval. Móðir Ragnheið- ar var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Elínar, langömmu Jóns Tómassonar, fyrrv. borgarlögmanns. Önnur systir Guðrúnar var Sigríður, langamma Sig- ríðar, móður Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknarstofnunnar. Charlotte var dóttir Roberts Kor- ber, borgararkitekts í Leipzig, og k.h., Ölmu Korber. 85 ára á laugardag RóbeRt ARnfinnsson leikari Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Halldór G. Björnsson fyrrv. formaður Eflingar og Starfsgreinasambandsins Halldór fæddist á Stokkseyri en flutti til Reykjavíkur tveggja ára. Hann lauk gagnfræða- skólaprófi frá Ingimars- skólanum. Halldór stundaði verslunarstörf í Reykja- vík og starfaði síðan í nítján ár hjá Olíufélag- inu hf. Hann hóf störf hjá Dagsbrún 1969 og starfaði þar samfleytt meðan félagið var við lýði til 1997 er hann varð starfsmaður hjá Dags- brún-Framsókn – stéttarfélagi, við stofnun félagsins og loks hjá Eflingu. Halldór sat í stjórn Dags- brúnar frá 1958, var ritari félags- ins frá 1968, varaformaður þess 1981-96, formaður Dagsbrúnar frá 1996, formaður Dagsbrún- ar- Framsóknar – stéttarfélags, frá sameiningu í desember 1997, formaður Eflingar 1998-2000 er hann gaf ekki kost á sér lengur. Hann var formaður Starfsgreina- sambandsins frá stofnun þess í október 2000-2004 og var vara- forseti ASÍ frá því í nóvember 2000-2004. Halldór átti sæti í stjórn Líf- eyrissjóðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar frá upphafi og síðan í Framsýn með sameiningu sjóð- anna, átti sæti í stjórn Lífeyris- sjóðsins Framsýnar frá stofn- un, var jafnframt fyrsti formaður sjóðsins, átti sæti í framkvæmda- stjórn Sambands almennra líf- eyrissjóða um árabil, sat í stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, sat sem varamaður og aðalmað- ur í miðstjórn ASÍ í nokkur kjör- tímabil og í framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins, var í fulltrúaráði Verkalýðsfélaganna í Reykjavík um tíma og varabæjar- fulltrúi í Kópavogi, sat í húsnæð- isnefnd Kópavogs um skeið og sat í stjórn Nýsköpunarsjóðs um skeið frá 2001. Fjölskylda Kona Halldórs var Krist- ín Grímsdóttir, f. 1931. Þau slitu samvistir. Foreldrar Kristínar voru Grímur Grímsson sem kenndur var við Nordalsíshús og k.h., Guðrún Guðbjarts- dóttir húsmóðir. Börn Halldórs og Kristínar eru Grímur, f. 1954, rafvirkjameistari í Hafnarfirði, kvæntur Hildi Blumenstein hár- greiðslumeistara; Guð- rún, f. 1957, hjúkrunar- fræðingur í Garðabæ, gift Guðmundi Jóhann- essyni, ljósmyndara og eiganda ljósmynda- stofunnar Nærmynd; Ketill Arnar, f. 1961, húsasmíðameistari í Kópavogi, kvæntur Jóhönnu Oddsdóttur flugfreyju; Hrafnhildur, f. 1964, fjölmiðlafræðingur og dagskrár- gerðarmaður hjá RÚV, gift Smára Ríkharðssyni viðskiptafræðingi. Systkini Halldórs eru Ragna, f. 1924, húsmóðir í Kópavogi; Árni, f. 1926, nú látinn, vélstjóri í Reykjavík. Foreldrar Halldórs voru Björn Ketilsson, f. 1896, smiður á Stokkseyri og síðar í Reykjavík, og k.h., Ólöf Árnadóttir, f. 1884, húsmóðir. Ætt Björn var sonur Ketils, á Ket- ilsstöðum í Mýrdal Ketilsson- ar, vinnumanns í Reynisdal Ket- ilssonar, á Bólstað Eiríkssonar, Sighvatssonar. Móðir Björns var Ragnhildur Björnsdóttir, á Ketils- stöðum Sigurðssonar. Ólöf var dóttir Árna í Stóra- Dal í Mýrdal Árnasonar. Móðir Ólafar var Guðríður Jónsdóttir. Móðir Guðríðar var Ólöf Gísla- dóttir, í Eystri-Tungu Gíslasonar, bróður Ragnhildar, langömmu Sveins, afa Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Systir Gísla var Ingibjörg, langamma Ingi- bjargar, móður Aðalheiðar alþm. og Magnúsar, fyrrv. fréttamanns Bjarnfreðsbarna. Ingibjörg var einnig langamma Gíslrún- ar, móður Sigurbjörns biskups, föður Karls biskups og Þorkels tónskálds. Móðir Ólafar Gísla- dóttur var Halldóra Oddsdóttir, systir Guðríðar, langömmu Jóns, afa Jóns Helgasonar, fyrrv. ráð- herra. 80 ára á laugardag Ólafur Ketilsson f. 15. ágúst 1903, d. 9. júlí 1999 Ólafur Ketilsson, áætlanabíl- stjóri á Laugarvatni, var eflaust þjóðkunnastur af mörgum þekkt- um áætlunarbílstjórum á síðustu öld. Hann fæddist að Álfsstöðum á Skeiðum og ólst þar upp, var á togurum nokkrar vetrarvertíð- ir en tók bílpróf 1928, festi kaup á vörubifreið það vor og hóf þá akstur fyrir kaupfélagið á Minni- Borg í Grímsnesi og vöruflutn- inga fyrir bændur í Grímsnesi, Biskupstungum og Laugardal. Ólafur fékk sérleyfi fyrir fólks- flutninga til Laugarvatns og til Gullfoss og Geysis 1932, og ók síðan milli Reykjavíkur og Laug- arvatns í marga áratugi. Hann varð snemma góðkunn þjóð- sagnapersóna fyrir glaðværð sína, hnyttin tilsvör og afar gæti- legan akstur. Fyrir 40 árum gengu margar gamansögur af Ólafi og tilsvörum hans. Þá þekktu allir Ís- lendingar tilsvar Ólafs þegar einn farþega hans á að hafa kallað til hans undir stýri: „Ólafur! Það er belja að fara fram úr þér.‘‘ „Taktu þér þá far með henni!‘‘ – á Ólafur að hafa sagt. Ólafur var lengst af búsett- ur í Svanahlíð á Laugarvatni en flutti í Kópavoginn 1988. Á gangi Menntaskólans á Laugarvatni má sjá málverk Baltasar af Ólafi. Árið 1988 kom út ævisaga Ól- afs, skráð af Guðmundi Daníels- syni rithöfundi, Á miðjum vegi í mannsaldur. Það mátti til sanns vegar færa. MErKIr ÍSlENdINgar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.