Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Side 46
föstudagur 15. ágúst 200846 Ferðir DV Á ferðinni SalerniSpappírinn með Þegar farið er í ferðalag er gott að taka með sér salernispappír, hvort sem er í bílnum eða bakpokanum. Ein til tvær rúllur geta komið að góðum notum ef maður sullar einhverju niður á sig eða er kámugur á höndunum. Pappírinn kemur sér samt best þegar maður þarf að gera sínar þarfir utan- dyra eða á almenningsklósettum þar sem er enginn er pappírinn. umsjón: ásgEir jónsson asgeir@dv.is Engin götumErki í AnsAnborg Thelmu Hafþórsdóttur kom það skringilega fyrir sjónir í Ansan í Suður-Kóreu að pör voru í eins fötum og að heimamenn drukku alltaf kaffi og aðra heita drykki með röri til að passa litinn á tönnunum. Hún segir að borgin sé eins og sveit þrátt fyrir að vera mjög stór. „Ég fór út til að hitta vinkonu mína sem er kennari þarna úti. Hún er að kenna suðurkóresk- um börnum í Ansan ensku. Vin- kona mín var að vinna á daginn og því var ég mikið ein yfir daginn og það er rosalega erfitt að vera ein í svona stórri borg. Ég var frekar ósjálfbjarga í borginni en ég lærði svo margt af því og hefði ekki viljað sleppa þessari ferð,“ segir Thelma Hafþórsdóttir söngkona og ferða- langur. „Ég ákvað í júní að fara út og það gekk rosalega vel að fá flug og ég var með fría gistingu og því ákvað ég bara að slá til.“ menningarsjokk Í borginni Ansan sem Thelma fór til var ekki mikið gert fyrir ferða- menn og þar talar enginn ensku. Vinkona hennar var búin að vara hana við að hún gæti fengið menn- ingarsjokk þegar hún kæmi og var Thelma búin að undibúa sig fyrir það. „Vinkona mín var búin að segja mér að ég ætti að koma með opn- um huga og ég reyndi það. Ég var nú búin að gera mér grein fyrir því þetta væri ekki eins og heima á Ís- landi. Það sem kom mér mest á óvart var að það voru engin götu- nöfn, þeir styðja sig bara við bygg- ingar og kennileiti. Það fannst mér ekki alveg meika sens.“ segir Thelma. „Það var líka frekar fynd- ið að pör voru í eins fötum og það þykir þeim rosalega eðlilegt. Það var nú líka eitthvað sem meikaði alveg sens hjá þeim, meðal ann- ars drekka þeir alltaf kaffi og heita drykki með röri til að passa litinn á tönnunum.“ Fiskur nánast í öllum mat „Borgin sem ég var í var hálf- gerð sveit en þó var þetta mjög stór borg. Þegar ég var ein snérist ég bara í hringi og ég gat eiginlega ekki fengið mér að borða. Ef ég fékk mér eitthvað að borða var það eitt- hvað miður gott,“ segir Thelma. „Ég pantaði mér einu sinni samloku og hún átti að vera góð samloka með skinku og osti. Þegar ég fékk sam- lokuna var búið að setja sykrað mæjones á milli. Ég borðaði hana en var bara fegin að það var ekki búið að setja fisk á hana.“ Í Suður-Kóreu er mikið um fiskafurðir og nota þeir fisk í marga rétti sína. „Ég pantaði mér einu sinni rjómapasta með skinku og sveppum og það voru fiskihrogn í því, svo fékk ég einu sinni græn- metispiítsu og það var smokkfiskur á henni. Ef þú fílar ekki fisk getur þú varla verið þarna í langan tíma,“ segir Thelma um mataræðið. Útilega í Suður-Kóreu Thelma fór í útilegu í Suður- Kóreu með vinkonu sinni og vinum hennar. „Ég hef mjög gaman af því að fara í útilegur og er er mikil úti- legumanneskja, því fannst mér al- veg frábært að fara í útilegu þarna úti. Útilegan var mjög svipuð og úti- lega hjá flest öllum, sofið er í tjaldi, grillað og hlustað á tónlist. Það sem var skrítið við útileguna var að ég gat labbað niður á strönd og fengið mér Sangríu og haft það gott,“ segir Thelma. „Og sólarstandarútilega er eitthvað sem maður er ekki vanur heima á Íslandi,“ bætir hún við. líkamsrækt í miklum hitum Thelma er menntaður einka- þjálfari og hefur gaman af því að hreyfa sig. Hún og vinkona hennar ákváðu að fara í boxtíma. „Það var alveg æðislegt að fara í boxið en það er ekki típískt fyrir Suður-Kóreu. Ég stunda sjálf mikla líkamsrækt og er einkaþjálfari að mennt en ég hef aldrei lent í eins góðri brennslu,“ segir Thelma. „Suður-Kóreubúar trúa því að þú brennir meira því sem hitinn er meiri, þannig að oft- ast er bara ein vifta á líkamsrækta- stöðvunum .“ Góð ferð en of mikil breyting Þegar Thelma rifjar upp ferða- sögu sína koma margar skemmti- legar sögur upp í hugann og margt sem situr eftir hjá henni. Þar sem hún fór ekki út sem hefðbundinn ferðamaður eða með leiðsögu- mann með sér átti hún erfitt með að gera sig skiljanlega, þar sem nánast enginn talar ensku. „Ferð- in var rosalega ólík öllu því sem ég hef upplifað. Þetta var alveg frá- bær ferð en kannski aðeins of mikil breyting,“ segir Thelma. Thelma hafði orð á því að þó breytingarnar séu mjög mikl- ar, borgin stór og fjöldi fólks út um allt, séu borgarbúarnir mjög heiðarlegir. „Þú gast nánast skilið veskið þitt eftir á borðinu og far- ið að borga, því þeir eru svo rosa- lega heiðarlegir. Það er líka enginn perraskapur í þeim og þeir voru ekki að stela af þér munum og því ertu á margan hátt öruggari þarna en í löndum eins og Spáni en ég hef sjálf verið búsett þar,“ segir Thelma að lokum sátt með ferða- lagið. Flestir sem ferðast til Asíu fara þangað sem ferðamenn. Thelma Hafþórsdóttir fór í heimsókn til vinkonu sinnar í Suður-Kóreu og upplifði borgina á ann- an hátt en venjulegur ferðamaður. Falleg náttúra Það þarf ekki að fara langt út fyrir borgina til að finna fallega náttúru. Ferðalangurinn thelma Hafþórsdóttir fór til suður-Kóreu til að heimsækja vinkonu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.