Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 11
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 11 ættu oft auðvelt með að horfa framhjá því með vísan í almannahagsmuni. Samhljómur var með því sem fram kom í máli þátttakenda í pallborðs- umræðum, um að lögmenn ættu að beita vörnum með rökum, orðræðu og af skynsemi, og að miðla af þessari þekkingu sinni til almennings og með opinberri umræðu þegar ástæða væri til. eru til undantekningar frá réttarríkinu? gunnar Jónsson, ráðstefnustjóri, velti upp þeirri spurningu hvort réttarríkið væri afstætt hugtak. Skúli svaraði því svo að við legðum áherslu á réttarríkið til að hemja mannlegt eðli. Það ætti ekki að skilgreina réttarríkið sem algilt. miklu gæfulegra væri að leitast við að skilgreina eða kortleggja hvaða aðstæður það eru sem leyfa okkur að víka frá reglum réttar- ríkisins. Árásin í noregi þýddi, að hans mati, t.d. ekki að heimilt væri að víkja frá reglum réttarríkisins. Þá virtist augljóst að bandaríkjamenn hefðu gengið mun lengra í að víkja frá slíkum reglum en eðlilegt gæti talist í framhaldi hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. af þessu tilefni tók berit reiss- andersen fram að í kjölfar hryðju- verkanna í bandaríkjunum hefði því verið haldið fram að hinar hertu reglur, og frávik frá ýmsum grundvallarréttindum þeirra sem handteknir voru, hefðu verið réttlættar af ráðamönnum sem liður í að vernda lífshætti almennings (,,our way of life“). Hún benti á að þetta væri í reynd annað orð yfir réttarríkið. Þaðhefði ekki enn verið rökstutt hvers vegna ekki hefði verið hægt að rétta yfir þessum einstaklingum og fara með mál þeirra fyrir dómstóla eftir þeim almennu réttarfarsreglum sem væru og hefðu alltaf verið til staðar í réttar ríkinu bandaríkjum norður ameríku. Þeirri grundvallarspurningu hefði í reynd aldrei verið svarað af þarlendum ráðamönnum. reglur miðaðar við það sam­ félag sem við viljum búa í Í máli Carolyn Lamm kom fram að lögmenn þyrftu alltaf að vera til staðar í réttarríkinu, ekki síst til þess að skýra reglur réttarríkisins og ástæðu þess að þær voru settar, oftast á friðartímum. Á viðsjárverðum tímum kynni að vera erfitt að lesa í hvað til grundvallar hafi legið. mika ilveskero sagði að gera þyrfti almenningi betur grein fyrir hvað réttarríkið þýddi í raun og veru til að treysta undirstöður þess. Á norður- löndunum væri því tekið sem sjálf- sögðum hlut og í sumum tilvikum teldi almenningur jafnvel að réttarríkið hjálpaði glæpamönnum. almenningur hefði gleymt uppruna reglnanna og rökunum að baki þeim. Lögmenn hefðu það hlutverk að taka þátt í umræðu um reglurnar, og jafnvel fara fyrir henni. Undir þetta tók Sören Jenstrup og bætti því við að ekki mætti gleyma því að reglur réttarríkisins væru miðaðar við það samfélag sem við viljum búa við. Okkur tekst samt ekki alltaf að fylgja reglum réttarríkisins og þegar áföll verða væri það mannlegt eðli að vilja finna sökudólga. almenningur væri fljótur að dæma jafnvel út frá takmarkaðri vitneskju fenginni úr fjölmiðlum. Í slíkum tilvikum væri ekki hvað síst þörf á reglum réttarríkisins og þá jafnframt enn minni möguleiki á að víkja frá þeim reglum. einkum og sér í lagi á við- sjárverðum tímum. Í máli evangelos Tsouroulis kom fram að hlutverk lögmanna væri ekki einungis að útskýra heldur einnig að gagnrýna. Þeir ættu að spyrja gagn- rýninna spurninga um reglur sem settar væru og þörf fyrir þær. Sem dæmi tók hann reglur evrópusambandsins um varnir við peningaþvætti og hryðju- verkum. Þegar slíkar reglur hefðu verið settar væri erfitt að nema þær á brott, og þróunin hafi reyndar orðið sú að þeim hafi sífellt verið breytt til þess að herða þær. eftir stæði hins vegar grundvallarspurningin, hvort þörf væri á þessum tilteknu reglum í reynd. Væru þær til þess fallnar að koma í veg fyrir hryðjuverk og peningaþvætti? Hið sama ætti við um margar aðrar tegundir settra reglna. reglur réttarríkisins og hjónabandið góða berit reiss-andersen sagði að það væri á álagstímum sem reyndi á reglur réttarríkisins og það kæmi því ekki á óvart að þessar reglur væru til skoðunar hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Sören Jenstrup tók fram í því sambandi að á viðsjárverðum tímum reyndi einnig á reglur réttarríkisins á þann hátt að þá reyndi á hvort reglur réttarríkisins væru góðar enda þekktum við dæmi þess að gallar í löggjöf væru nýttir, m.a. af alræðisstjórnum. Slík fordæmi væru víti til varnaðar. Tomas nilson tók undir það og sagði að hlutverk lögmanna væri að viðhafa gagnrýnið eftirlit með lagasetningu. mika ilveskero sagði svo í lokin að reglur réttarríkisins ættu margt sam- eiginlegt með hjónabandi. Leggi menn sig ekki fram við að rækta þær, væri hætt við að menn vöknuðu upp við það að þær væru sölnaðar. UMfJöllUn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.