Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 13

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 13
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 13 mikilvægt er einnig að hafa í huga að það er hluti af mannlegu eðli að finna sökudólga þegar illa gengur eða í kjölfar áfalla. Við slíkar aðstæður megum við ekki gleyma reglum réttarríkisins. Hættan er líka sú að við slíkar aðstæður sé kallað eftir auknu eftirliti stjórnvalda, sem stundum gengur lengra en þörf er á. Fyrir þessu þurfi lögmenn að vera vakandi. nýleg dæmi eru kröfur alþjóða gjaldeyrissjóðsins og eSb um að eftirlitshlutverk lögmanna væri frá þeim tekið í tengslum við björgunaraðgerðir sjóðsins í grikklandi og á Ítalíu. Þetta er í reynd þörf áminning um þau áhrif sem sjálfstæð stétt lögmanna hefur í reynd. samhengið og þörfin á um­ ræðunni Í tengslum við málþingið vakna áleitnar spurningar úr íslensku samfélagi, einkum við uppgjörið í kjölfar bankahrunsins og almenna umræðu í innlendum fjölmiðlum. Fram hafa komið kröfur um ýmis konar viðbrögð stjórnvalda í kjölfar þess. einstaklingar hafa verið nafngreindir og sagðir bera ábyrgð á bankahruninu. Fréttir hafa borist frá embætti sérstaks saksóknara um að fjöldi einstaklinga hafi þar stöðu grunaðs manns við rannsókn embættisins. Við höfum einnig heyrt kröfur um að frysta ætti eignir þeirra sem þar eru til rannsóknar, af þeirri ástæðu einni að þeir væru til rannsóknar og að þeir hefðu átt þátt í að koma á efnahagshruninu. almenningi finnst aðgerðir þeirra eftirlitstjórnvalda og rannsóknaraðila sem koma að málum ganga of hægt. Stjórnvöld segja hins vegar að gæta verði að málsmeð- ferðarreglum og að eðli máls samkvæmt taki vönduð málsmeðferð lengri tíma. rétt er að setja þetta í samhengi. Í byrjun árs 2009 voru haldnir opnir borgarafundir í Háskólabíói, þar sem ýmis mál voru rædd sem lutu að bankahruninu og uppgjöri við það. Á einum þeirra funda, nánar til tekið á borgarafundi 16. febrúar 2009, var þáverandi dómsmálaráðherra mættur til fundarins. atburðum á þeim fundi hefur hún lýst sem svo í erindi sem haldið var á vegum sagnfræðingafélagsins þann 16. september 2010. réttarHeimildir og reglur sem gilda um lögmeNN Samkvæmt lögum nr. 77/1998 um lögmenn, eiga þeir að hafa með sér félag. Í 18. gr. laganna er fjallað með almennum hætti um störf lögmanna. Þar kemur fram sú regla að lög- mönnum beri í hvívetna að rækja af alúð þau störf sem þeim er trúað fyrir og að þeir skuli neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Lögmenn hafa einnig sett sér siðareglur. Í 1. gr. þeirra kemur fram sú almenna skylda lögmanna að efla rétt og að hrinda órétti, og að lögmaður skuli svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku. Þá á lögmaður að gæta heiðurs lögmanna- stéttar í lögmannsstörfum sínum sem öðrum athöfnum og auk þess gæta þess að vera óháður í starfi og að standa vörð um sjálfstæði lögmanna- stéttarinnar, eins og fram kemur í 2. og 3. gr. siðareglnanna. Í 5. gr. siðareglnanna kemur fram að í umræðu í fréttamiðlum eða á öðrum opinberum vettvangi um mál sem lögmaður hefur eða hefur haft til meðferðar, eigi hann að virða óskir skjólstæðings síns um að ekki sé fjallað um málið af hans hálfu, en þó er lögmanni jafnan rétt að koma á fram færi mótmælum og leiðréttingum við rangar og villandi fréttum af málum. um samskipti lögmanna innbyrðis er mælt fyrir í iV. kafla siðareglnanna. Þar kemur fram í 25. gr. að lögmenn skuli hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðings þeirra. Auk þess má lögmaður einungis hafa uppi gagnrýni á störf annars lögmanns á málefnalegum grundvelli og á að forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það, sem málefni gefur ástæðu til eftir 27. gr. reglnanna. UMfJöllUn

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.