Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 15

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 15
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 15 UMfJöllUn ,,16. febrúar 2009. borgara fundur í Háskólabíói. Fundarstjóri spyr mig: ragna ætlar þú að gera eignir auðmanna upptækar? einfalt svar, já eða nei. Já eða nei! Ég segi að það sé ekki til einfalt svar og nefni að það verði að gæta mann réttinda þeirra sem verði fyrir eignaupptöku. baulað úr salnum. eftir fundinn koma til mín nokkrir gestir úr sal og einn þeirra segir: Hvað með mín mann- réttindi? Já, hvað með mannréttindi allra þeirra sem urðu fyrir tjóni í banka hruninu?“ Þessi spurning er áleitin og ein þeirra sem mjög brennur á einstaklingum í réttarríkinu. Spurt er hvert er réttlætið, af hverju sjáum við réttlætinu ekki framfylgt. Síðar í erindi sínu segir ragna: ,,Löggjafinn setur lögin, dóm endur dæma eftir lögunum og fram- kvæmdavaldið er í störfum sínum bundið af lögum. margir telja ráðherra vera valdameiri en þeir í raun eru – eða ættu að vera. að ráðherrar geti í einni svipan ákveðið að drífa í hlutunum burtséð frá lögunum – lögin séu bara óþarfa formalismi sem ryðja þurfi úr vegi ... Það er mín reynsla, að útskýringar um okkar réttar skipan og aðra grund- vallarþætti í íslenskum rétti, duga oft til. Þegar til kastanna kemur er fólk yfirhöfuð sammála því að hér skuli gilda jafnræði meðal borgaranna og að hér skuli mann- réttindi virt. að mann réttindi snúi að ákveðnum grund vallar réttindum sem við viljum ekki að brotin verði og þá ekki á neinum ...“ Það er á tímum áfalla sem á reglur réttarríkisins reynir. Það er þá sem reynir á okkur öll að muna eftir ástæðum þeirra reglna sem við settum okkur á friðar- tímum. Hverjir eru betur til þess fallnir að útskýra það en lögmenn? að þeim snýr því að stuðla að þeirri orðræðu sem vikið var að í erindi fyrrum dóms- málaráðherra og að hún fari fram á réttum forsendum. Þeirra hlutverk er jafnframt að gagnrýna það sem miður hefur farið, og að benda á hvort og hvaða reglum þurfi að breyta. Þeim á að vera treystandi til þess að stýra leit að betra fyrirkomulagi, án þess að láta stjórnast af reiði eða tilfinningum. Lærdómur sem draga má af fram- söguerindum málþingsins er því sá að lögmenn hafa ríku hlutverki að gegna en þeim er treyst fyrir vandasömu verkefni. Því verða lögmenn að gæta þess sérstaklega að viðhalda hlutleysi sínu þegar friður ríkir í samfélagi, svo þeir geti gætt þessa mikilvæga hlutverks síns í réttarríkinu á viðsjárverðum tímum.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.