Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 33

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 33
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 33 ViðtAl málshraðinn var eftir því. núna er gert ráð fyrir því að gagnaöflun sé að mestu leyti lokið áður en mál er höfðað og það er auðvitað miklu betra. annað sem hefur breyst eru samskipti lögmanna við fjölmiðla og svo auglýsingar lögmannsstofa. Þegar ég var að byrja var lögmönnum bannað að auglýsa og almennt talið vera fyrir neðan virðingu þeirra. Það eina sem þeir gátu auglýst var nafn, titill og stofa en ekki mátti auglýsa t.d. á hvaða sviði lögmaðurinn var að starfa. Ég er ekki að segja að þetta hafi farið í ranga átt, síður en svo, heldur að benda á að þetta er breyting frá því sem var. Jón Steinar: auglýsingabannið var afnumið í minni formannstíð hjá LmFÍ og eins afnámum við lágmarksgjaldskrá, sem var áður í gildi. Ég er stoltur af þessum breytingum. Þjónusta ekki eins persónuleg Jón Steinar: mér finnst ein breyting hafa orðið í lögmennsku fyrir utan tæknibreytingar frá því ég hóf lög- mannsstörf og það er þessi hálfgerði verksmiðjurekstur á lögmannsstofum. Í mínu starfi í dag þykist ég stundum sjá að þegar lagt er af stað með mál á stórri stofu þá er kannski einhver minna framgenginn lögmaður settur í málið og hefði greinilega mátt líta betur yfir öxlina á honum. Svo er málið komið í Hæstarétt og þá er verið að reyna að bjarga einhverju sem ekki var í lagi í byrjun. Þegar ég var að byrja þá snérist lögmannsstarfið meira um persónulega þjónustu og maður þurfti að vera tiltækur fyrir skjólstæðinginn. Ég rak mína stofu án þess að vera með neitt tímagjald. gjaldskráin var hagmunatengd og maður gaf ótal viðtöl án þess að taka gjald fyrir. Þessi andi er orðinn allt annar núna, en það er svo sem ekkert athugavert við að „taxera“ eftir tíma. Það er bara öðruvísi andi í kringum þetta. Hákon: Þegar ég byrjaði lögmennsku þótti það siðferðileg skylda lögmanns að vera með eitt eða tvö „pro bono“ mál sem kallað var. Þetta er ekki til lengur. maður hefur heyrt að menn taki mál undir formerkjunum „no cure - no pay“ en þarna skipti það ekki máli. Gestur: Ég þykist vita að það sé á fleiri lögmannsstofum en hjá okkur að menn reki stundum tiltekin mál óháð því hvort þeir fái borgað fyrir þau eða ekki. Það er aldrei markmið í sjálfu sér að fá ekki greitt fyrir mál en menn leggja stundum af stað með verkefni og gera sér fullkomlega ljóst að möguleikinn á að fá endurgjald er takmarkaður. lögmaður flutti mál gegn dómaranum Ragnar: Ég byrjaði í lögmennsku um mitt ár 1962 og það hafa orðið gríðarlegar breytingar síðan. Þá voru tvær „stórar stofur“ og ég vann á annarri þeirra ásamt þremur öðrum. Á hinni stofunni voru þrír lögmenn. Það voru ótrúlega mörg sjóréttarmál á þessum tíma þar sem við sátum í sjóprófum dögum og vikum saman eftir vertíðir. Og reyndar allt árið því það voru skipsárekstrar og bjarganir en allt fór meira og minna fyrir dómstóla. Þá voru f.v. ragnar aðalsteinsson, Hákon árnason, Þórunn guðmundsdóttir, jón steinar gunnlaugsson og gestur jónsson.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.