Lögmannablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 40

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 40
40 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA Brot úr sögu félags sigurvegarar á fyrsta fótboltamóti lmfí utanhúss var lið jóns steinars gunn­ laugssonar, reynsla og léttleiki. efri röð f.v. Bjarki diego, jón ármann guðjónsson, jóhannes karl sveinsson, jón steinar gunnlaugsson og ragnar Baldursson. Neðri röð f.v.: ásgeir ragnarsson, jónas Þór guðmundsson og jóhannes Bjarni Björnsson. knattspyrnuiðkan lögmanna: Nú gengr maðr til leiks ... Vorið 1995 var í fyrsta skipti haldið knattspyrnumót á vegum LmFÍ. Fyrir því stóðu ungir og upprennandi lög- menn en þeir fengu Þórunni guðmunds- dóttur hrl., formann félagsins, til að vera verndara mótsins. Þar sem kappsamir lögmenn voru vanari að takast á í réttarsalnum en íþróttasalnum var ákveðið að útbúa reglur fyrir mótin. Í þeim var til dæmis bannað að gefa þung högg undir kjálkastað og yngri og léttari leikmönnum bar að sýna eldri og þyngri leikmönnum tilhlýðilega virðingu. Ákvæði 13. kap. Jónsbókar um váðaverk giltu einnig á mótunum en þar segir: „nú gengr maðr til leiks, fangs eða skinndráttar at vilja sínum, þá ábyrgist hann sik sjálfr at öllu, þó at hann fái mein eða skaða af ...“. Jafnframt var stofnuð kærunefnd sem kennd var við Þórunni og martein másson sem var framkvæmdastjóri félagsins á þessum tíma. Kærunefnd Teina og Tótu starfar enn þann dag í dag en hún hefur aðeins einu sinni komið saman, á haustmóti félagsins 1997. Fram að því höfðu liðin reynsla og léttleiki og grínarafélagið skipst á að vinna inni- og útimótin sem haldin höfðu verið en mikill rígur var á milli liðanna. Lið reynslu og léttleika var leitt af Jóni Steinari gunnlaugssyni en Jón Steinar (reynslan) safnaði að sér 25-27 ára gömlum hlaupagikkjum (léttleikinn) og stóð svo alla leikina á markalínunni og öskraði: „Hingað með boltann“. gikkirnir voru út um allan völl að sækja boltann, gáfu hann svo á Jón Steinar sem þrusaði honum í markið. Þessi leikaðferð gafst mjög vel og Jón Steinar var með markahæstu mönnum. Á haustmótinu 1997 sigraði lið grínara- félagsins en eftir mótið uppgötvaði Jón Steinar að Steinar Þór guðgeirsson landsliðsmaður í fótbolta var í því. Steinar Þór hafði lokið laganámi en átti að útskrifast formlega í lok október. Jón Steinar taldi að þar með væri Steinar Þór ekki löglegur leikmaður og krafðist þess að titillinn væri hirtur af vinnings- liðinu og afhentur reynslu og léttleika sem var í öðru sæti. Kærunefndin tók kæruna ekki til greina og lét úrslitin standa rökstuðningslaust, enda telur kærunefndin að hún megi taka geðþóttaákvarðanir. Þess má geta að knattspyrnumót LmFÍ hafa verið haldin árlega síðan og stundum tvisvar á ári.29 Það er rétt sem fram kemur að lið mitt og félaga minna reynsla og léttleiki hafði verið afar sigursælt í inni- og útimótum félagsins alveg frá því að knattspyrnumótin hófust. Við unnum þau flest. Þeir sem helst öttu við okkur kappi nefndu sig grínarafélagið. Þótt þeir þyrftu yfirleitt að láta í minni pokann í boltanum voru þeir samt betri í fótbolta en gríni. ein af fjölþættum ástæðunum fyrir sigurgöngu okkar liðs var sá eiginleiki fremsta fram- herjans í liðinu að skora mörk. Það eru nefnilega þau sem telja í boltanum. Húmoristarnir réðu illa við framherjann og skoraði hann grimmt. Kannski áttu þessir kappar erfitt með að sætta sig við þetta því framherjinn var nokkru eldri en þeir og farinn að auka við sig á vigt inni. Var þá stundum gripið til þess ráðs að verjast með munnlegum mál flutningi eftirá eins og lögmanna er siður. Þá var til dæmis sagt að framherjinn stæði við markstöng hjá andstæðingunum og sæi bara um að ýta boltanum yfir línuna þegar félagar hans hefðu komið boltanum til hans. Skrítið að ráða ekkert við svona leikmann! Um knattspyrnumót lögmanna giltu reglur eins og um önnur mót. Þar var meðal annars tekið fram að þátttökurétt í mótinu hefðu allir lögfræðingar. Þetta haust lá grínurum svo mikið á að vinna rL að þeir munstruðu upp úrvalsdeildar- leikmann í liðið og sigruðu mótið. Í ljós kom að þessi leikmaður var ekki orðinn lögfræðingur og því ekki gjaldgengur til þátttöku. Það lýsir ákveðinni örvæntingu að geta ekki leikið leikinn eftir reglunum, eða hvað? Ég vakti máls á þessu við þá sem fyrir þessu stóðu. aldrei gerði ég samt kröfu um að hinir fyndnu yrðu sviptir sigurlaunum. Til þess voru þeir of fyndnir. greinargerð frá jóni steinari gunnlaugssyni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.