Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 41

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 41
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 41 lMfÍ 100 ÁrA eftirlits­ og agavald félagsins málflutningsmannafélags Íslands var fyrst getið í lögum nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Þá var gátu stjórnendur félagsskapar löggiltra málflutningsmanna áminnt félagsmenn og sektað fyrir framferði sem telja mátti stéttinni ósamboðið. Hert var á reglum um eftirlits- og agavald félagsins með lögum nr. 61/1942 og var þá lögmönnum ennfremur gert skylt að hafa með sér félag. Þar segir að stjórn félags héraðs- dóms- og hæstaréttarlögmanna beri að hafa eftirlit með að félagsmenn fari að lögum og ræki skyldur sínar með trúmennsku og samviskusemi. enn- fremur hefði stjórn félagsins úrskurðar- vald um endurgjald fyrir málflutningsstarf ef ágreiningur væri borinn undir hana. Upp frá því varð það hlutverk félagsins að hafa eftirlits- og agavald með lögmönnum einna fyrirferðarmest á fundum stjórna félagsins og sem dæmi má nefna þá tók stjórn fyrir alls 22 mál starfsárið 1957-1958 og 42 kærur starfsárið 1989-1990. með lögum um lögmenn nr. 77/1998 var eftirlits- og agavaldið falin sérstakri fimm manna úrskurðarnefnd þar sem tveir nefndarmenn voru kosnir af lögmannafélaginu, einn af dómara félagi Íslands, einn af dómsmálaráðherra og einn af Hæstarétti.32 ÞjÓðfélagið BreYst úr eiNHæfu BæNda­ og fiskimaNNasamfélagi „Á þeim 75 árum sem liðin eru frá stofnun Lögmannafélagsins þá hefur orðið mesta breyting í þjóðfélaginu sjálfu í sögu þess. Auk sjálfstæðisbaráttunnar sem farsællega var til lykta leidd hefur þjóðfélagið breyst úr einhæfu bænda- og fiskimannasamfélagi í margslungið velferðarþjóðfélag. Breytingum þessum eða byltingu hefur fylgt margvíslegu vandi. Löggjafinn hefur að sínu leyti leitast við að leysa þann vanda með stöðugt vaxandi fjölda flókinna lagaboða og banna. orkar stundum tvímælis um hvernig til hefur tekist. Öll þessi lagaboð varða réttindi og skyldur þegnanna og er ætlað að vera leiðbeinandi leikreglur í skiptum þeirra hver við annan og gagnvart ríkisvaldinu.“ Sveinn Snorrason formaður LMFÍ á 75 ára afmæli félagsins 1986.35 sumarhús lmfí Árið 1977 keypti LmFÍ sumarbústað til afnota fyrir félagsmenn sína. bústaðurinn var afar vel nýttur og því var ákveðið að kaupa annað hús á sama stað árið 1984. Á tíunda áratugnum fór aðsókn minnkandi og var ástæðan meðal annars vegna þess að sífellt fleiri lögmenn eignuðust sína eigin bústaði. Ákveðið var að selja annan bústaðinn árið 1996 og fjórum árum síðar var seinni bústaður félagsins seldur. Lögmenn á palli sumarhúss félagsins skömmu eftir kaup á honum árið 1977. Frá vinstri talið í fremri röð: Páll arnór Pálsson, gylfi Thorlacius, Páll S. Pálsson og Stefán Pálsson. aftari röð: Hákon Árnason, Kristinn Sigurjónsson, Kristján Stefánsson, Sigurður Ólason, ingi r. Helgason, Sigurður georgsson, guðjón Steingrímsson og Ágúst Fjeldsted.33 styrktarsjóður lögmanna Snemma komu upp hugmyndir um að stofna sérstakan styrktarsjóð lögmanna og aðstandenda þeirra. Var það gert árið 1931 en tilgangur sjóðsins var að styrkja málflutningsmenn sem verið höfðu félagsmenn eða fjölskyldur þeirra til að bæta úr alls konar fjárhags- vandræðum og vegna náms eða annars undirbúnings unglinga undir lífsstarfið. Fyrstu styrkirnir voru greiddir úr sjóðnum vorið 1940. með lögum um málflytjendur nr. 61/1942 voru tekjur sjóðsins ákvarðaðar sektir sem stjórn lögmannafélagsins gat skikkað lögmenn til að greiða fyrir framferði í starfi og væri stéttinni ósamboðið. Sjóðurinn varð aldrei öflugur en síðast var veittur styrkur úr honum árið 1995. Þá var ekkju látins félagsmanns veittur styrkur en þar sem sjóðurinn var tómur varð að færa fjármuni úr félagssjóði í þessu skyni. Sjóðurinn var formlega lagður niður árið 1998 þegar nýjar samþykktir voru gerðar fyrir félagið.76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.