Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 46
46 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11
lMfÍ 100 ÁrA
Beðið eftir flugi
eitt sinn var Örn Clausen í málflutningi í
Stykkishólmi hjá Jóni „rakara“ Magnússyni
sýslumanni. Jón hafði fengið viðurnefnið
í lagadeildinni en þar átti hann alnafna
sem var ekki eins skemmtinn. Að loknum
málflutningi fengu þeir sér aðeins í glas
á meðan Örn beið eftir flugi til Reykjavíkur.
Jón sofnaði eins og hann átti vanda til, en
Örn settist þá við ritvél hans á meðan
hann drap tímann og samdi dóminn að
öllu leyti öðru en því að hann skildi eftir
eyðu fyrir málsvarnarlaunin. dögum seinna
fékk Örn sendan dóminn í pósti og var þá
búið að færa inn (hæfileg) málsvarnarlaun.
Brot úr sögu félags
konur í lögmennsku
Lengi vel voru fáar konur félagsmenn
í Lögmannafélagi Íslands. rannveig
Tryggvadóttir var fyrsta konan sem
öðlaðist rétt til málflutnings fyrir
héraðsdómi árið 1952 en hún rak
skrifstofu sína til ársins 1974. rannveig
öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir
Hæstarétti árið 1959 og tók virkan þátt
í störfum Lögmannafélagsins. önnur
konan í félaginu var guðrún
erlendsdóttir en hún hóf lögmennsku
árið 1961. ekki er hægt að segja að
konur hafi flykkst í lögmannastéttina
eftir þetta því árið 1990 voru þær
einungis 8% félagsmanna LmFÍ, eða 27
af 340 félagsmönnum. af þeim voru 15
sjálfstætt starfandi, sex fulltrúar og sex
starfsmenn stofnana og fyrirtækja.48
Þakka Þér fYrir væNa míN!
guðrún erlendsdóttir í munnlegu prófi
við lagadeild Háskóla íslands. f.v.
guðrún, theodór líndal, ármann
snævarr og sveinbjörn jónsson.
Guðrún erlendsdóttir var önnur konan
sem stundaði lögmennsku, á eftir
Rannveigu Þorsteinsdóttur hrl., en hún
hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðs-
dómi árið 1961. Væntanlegir lögmenn
þurftu þá að taka fjögur prófmál til að
öðlast héraðsdómslögmannsréttindi
og í einu málinu, sem Guðrún tók að
sér, var maður ákærður fyrir nauðgun.
Málið reyndist henni erfitt þar sem
kennaranum í lagadeildinni, sem átti
að fara yfir 194. gr. almennra
hegningarlaga, hafði ekki þótt
tilhlýðilegt að skilgreina fullframningu
slíks brots í viðurvist konu.
Guðrún var iðulega ávörpuð þannig
af körlum sem komu á lögmannsstofuna
sem hún rak ásamt erni Clausen,
eiginmanni sínum: „Þakka þér fyrir
væna mín, en má ég nú tala við
lögmanninn?“ Hún var enn fremur
s tundum t i t luð sem „her ra
hæstaréttarlögmaður“ í málflutningi í
Hæstarétti.49
ef fjölgun kvenna í lögmannastétt verður með sama hraða og undanfarin 20 ár munu
konur verða jafn margar og karlar árið 2036.