Lögmannablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 50

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 50
50 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 ViðtAl gat verið fjarska erfitt að fá menn til að borga en auk þess að láta ritarann minn hringja í menn þá gerði ég það sjálfur og stundum formaðurinn, Jón n. Sigurðsson. Ég mætti á fundi norrænu lögmanna- félaganna fyrir hönd félagsins og fór bæði til noregs og Finnlands. í „ádíens“ hjá drottningu Hvað kom til þú fórst aftur í stjórn 20 árum síðar, 1986­1988? Þetta var á þeim tíma þegar frú ellen var forstöðumaður manntalsskrif stofunnar. einar Sigurðsson, lögmaður og fasteignasali, og ég borðuðum saman í hádeginu með hópi ungra fræðimanna og snillinga; þeim bræðrum Haraldi, Halldóri og benedikt blöndal, Þorsteini Haraldssyni, Vilmundi gylfasyni, Hrafni gunnlaugssyni, Davíð Oddssyni, baldri guðlaugssyni, Hannesi Hólmsteini gissurarsyni, Jóni Steinari gunnlaugssyni og fleiri, fyrst á Tröð, síðan á Torfunni, svo á Lækjarbrekku og loks á borginni. allir voru þeir kynslóð yngri en við einar og við áttum þar mjög ánægjulegar samverustundir og eftir minnilegar. Fyrir þær er ég þakklátur þeim öllum. Á þessum tíma var Jón Steinar formaður Lögmannafélagsins og hann plataði mig, gamlingjann, til að fallast á að gefa kost á mér til formennsku í félaginu og komst upp með það. Þar starfaði ég með öndvegismönnum, sem allir voru heilli kynslóð yngri en ég. Við þetta uppátæki fannst mér ég yngjast um 20 ár og þessi kafli á lífshlaupa- brautinni vera einn sá ánægjulegasti. er ég Jóni Steinari og öllum strákunum, sem störfuðu með mér í stjórninni, svo og Hafþóri inga, framkvæmdastjóranum okkar, ævinlega þakklátur. Er eitthvað eftirminnilegt úr starfi félagsins frá þeim tíma? Við héldum veglega upp á 75 ára afmæli félagsins árið 1986 og svo fórum við Hafþór framkvæmdastjóri í 100 ára afmæli sænska lögmannafélagsins. Það var ætlast til að formenn norrænu félaganna flyttu smá ávarp og ég fékk vin minn Jón Júlíusson, fil. kand og sendifulltrúa, til að þýða ávarpið mitt sem byggði m.a. á tilvitnun í njálu. Hann gerði það mjög vel og lét mig læra það utan að á lýtalausri sænsku. Fyrst ávarpaði Daninn samkomuna og fáir skildu, svo norðmaðurinn og Finninn og enn virtust fáir skilja miðað við undirtektir og var því aðeins klappað kurteislega. að lokum flutti ég mitt ávarp á svo góðri sænsku, eins og Jón hefði sjálfur flutt. Var ávarpinu tekið með miklum fögnuði og látum svo við lá að loftið í salnum hryndi. (münchausen!!) Kóngurinn bauð síðan okkur Hafþóri inga og frúm, ásamt öðru fólki úr æðstu stöndum samkundunnar, í fordrykk fyrir matinn. Í kokteilnum var ég á tali við pilsklæddan skoskan lögmann, þegar stallari konungs sveif að okkur með miklum elegans og bugti og tilkynnti að Hennar Konunglega Hátign, Drottning Svíaríkis, óskaði eftir því að Íslandsmaður kæmi til hennar í „ádíens“. Skal viður- kennt að sænskan mín í því viðtali var ekki eins og Jón vinur minn hefði viljað. Urðum við sammála um að nota dönsku og bregða fyrir okkur þýsku þegar því var að skipta. Silvia drottning var sérlega glæsileg og elskuleg í viðmóti. Hún hafði sérstakan áhuga á Íslandi og íslenskri sögu og sagði mér að hún hefði í heilan vetur kynnt sér og fengið fræðslu um íslenskt mál og sögu vegna fyrirhugaðrar opinberrar heimsóknar þeirra hjóna til Íslands. Lögfræðingamótið í Finnlandi var líka mjög ánægjulegt. Um það mætti skrifa heilmikið. Það hittist svo á, að ég var elstur formanna lögmannafélaganna, en samt fannst mér eftir samveruna við þá sem með mér voru í stjórn LmFÍ, að ég væri vart kominn af unglingsárum. Hvað með eftirminnilega samferðamenn í lögmennskunni? Á háskólaárum mínum, er ég starfaði á lögmannsstofu Lárusar, átti ég samskipti við fimm af stofnendum Lögmanna- félagsins, þá Svein björnsson forseta, fyrsta utanlandsferð lögmannsstofunnar lex var sigling umhverfis vestmannaeyjar snemma á níunda áratugnum en starfsfólk og eigendur lex fóru saman í þá ferð. f.v. guðmundur ingvi sigurðsson, sveinn snorrason og ketill jensson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.