Lögmannablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 61

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 61
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 61 ViðtAl verið settur sýslumaður í níu ár. Ég gagnrýndi þennan gerning opinberlega með gildum rökum að mér fannst og sagði upp starfi. af þessu varð mikið pólitískt uppistand, deilur á alþingi og í blöðum. Í kjölfarið stofnaði ég lögmannsstofu ásamt birni og tveimur öðrum lögfræðingum sem höfðu starfað hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, þeim Skúla J. Pálmasyni og Sveini Hauki Valdimarssyni en Sambandið var okkar stærsti viðskiptavinur.“ Hvernig líkaði þér lögmennskan? „að mörgu leyti vel enda þekkti ég alla lögmenn í byrjun frá fyrri störfum mínum. margir voru skemmtilegir karakterar en ég held að ekki hafi margir á þessum tíma auðgast af lögmannsstarfi. Samstarfsmenn mínir fyrr og síðar hafa verið úrvalsmenn og það skiptir ekki litlu máli. björn hætti á stofunni þegar hann varð hæstaréttardómari árið 1973 en árið 1988 kom Kristinn Hallgrímsson og við fórum að kalla stofuna Lögvísi. Skúli hætti þegar hann varð héraðsdómari 1992 og Sveinn Haukur hætti störfum 1998. Sjálfur hætti ég 2003 en skömmu áður höfðum við tengst ungum og vöskum mönnum, þeim Óðni elíssyni og Óskari norðmann undir nafninu Fulltingi.“ Hvað breyttist á þeim áratugum sem þú varst lögmaður? „mesta breytingin varð 1. júní 1992 með aðskilnaði dóms- og framkvæmda valds en þá komu ný einkamálalög o.fl. Fram að þeim tíma var dómari meira ráðandi, bæði í einkamálum og opinberum málum. Í dag eru lögmenn mikið farnir að flytja mál á opinberum vettvangi, bæði í sjónvarpi og blöðum, og það er ekki gott. Svo hefur tölvutæknin hafið innreið sína og það hefur gjörbylt starfsumhverfinu. mér hefur gengið þokkalega að tileinka mér hana.“ Sinntir þú einhverjum sérstökum málaflokkum umfram aðra? „Ég hafði nokkuð breiðan grunn, bæði í einkamálum og opinberum málum þegar ég hóf lögmannsstörf en sjóréttarmál höfðuðu alltaf nokkuð sterkt til mín og komu þau gjarnan í minn hlut. Deildum Sambandsins hafði verið breytt í sex hlutafélög á árunum 1990- 1991 en árið 1994 neyddist félagið til að leita nauðasamninga. Þeim lauk í október sama ár og greiðslum samkvæmt þeim lauk á árinu 1995. miðað við það sem seinna gerðist var það sem út af stóð hreinir smámunir. Samband íslenskra samvinnufélaga er nú með heimilisfang á akureyri.“ Jón sat í stjórn LMFÍ árin 1975­1977 og var varaformaður síðara árið. Auk þess sat hann í stjórn námssjóðs árin 1970­ 1974 og í laganefnd 1979­1982 en árið 2002 var hann gerður að heiðurs félaga. Varðst þú strax virkur í lögmannafélaginu er þú gerðist lögmaður? „maður mætti alltaf á aðalfundi að minnsta kosti en þar voru stundum átök. Þá höfðu menn töluverðan metnað til þess að verða formenn í félaginu og skiptust upp í fylkingar.“ Þú varst í stjórn LMFÍ 1975­1977, var mikil starfsemi hjá félaginu á þeim tíma? „Það voru fundir reglulega en það var ekki íþyngjandi starf að vera í stjórn. Það var hins vegar talsverð vinna að vera í laganefnd en hún gekk snurðulaust fyrir sig.“ E.I. stjórn lmfí 1976­1977 f.v. Brynjólfur kjartansson meðstjórnandi, jón finnsson varaformaður, guðjón steingrímsson formaður Hjalti steinþórsson ritari og gylfi thorlacius gjaldkeri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.