Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 65

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 65
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 65 lMfÍ 100 ÁrA kjarabarátta dómarafulltrúa leiðir til lagasetningar Um áratuga skeið voru tíðar umræður innan Lögmannafélagsins um stöðu þeirra lögmanna sem stunduðu lög- mennsku í hjáverkum með annarri vinnu, s.s. hjá ríkinu. Árið 1960 var leitað eftir því við dómsmálaráðherra um að setja reglur um að málflytjendastörf væru ekki samrýmanleg störfum þeirra sem gegndu lögreglu- eða dómstörfum og að strangari reglur giltu um ýmsa aðra starfsmenn hins opinbera. ekkert varð að slíkri reglugerð fyrr en árið 1971 og varð kjarabarátta dómarafulltrúa til þess að reglurnar voru loks settar. Dómarafulltrúarnir höfðu um langt skeið reynt að ná eyrum stjórnvalda til að leiðrétta kjör sín og þegar þolin- mæðina þraut haustið 1970 ákvað stór hópur þeirra að opna lögfræðistofur - að sögn til að drýgja tekjur sínar. Lögmanna- félag Íslands brást ókvæða við þessu og í fréttabréfi félagsins var birt grein undir yfirskriftinni: „Veiting málflutn- ingsréttinda. gervilögmenn. Kamelljón“ . Segir þar m.a. að fyrir tilstuðlan dómsmálaráðuneytisins hafði risið upp ný stétt, stétt gervilögmanna sem væru í þjónustu hins opinbera. ekki kom þó til þess að dómarafulltrúarnir færu að praktísera enda mun það ekki hafa verið ætlun þeirra heldur að knýja stjórnvöld að samningaborðinu. mun þessi atburður hafa orðið til þess að lög nr. 32/1971 voru sett sem takmörkuðu verulega möguleika manna sem störfuðu hjá ríkinu til að stunda réttlæti í dag og Óréttlæti morguNdagsiNs „Við þær aðstæður sem uppi eru í íslensku samfélagi í dag þurfa lögmenn og Lögmannafélag Íslands að standa vörð um réttarríkið og láta í sér heyra. ... Réttarríkið er ekki eitthvað sjálfsagt fyrirbæri sem við getum gengið að sem vísu. Það þarf að styðja það og verja þegar að er sótt. Við getum heldur ekki látið reglur þess gilda stundum en vikið þeim til hliðar þegar okkur sýnist svo eða teljum það henta með vísan til réttlætissjónarmiða. Réttlæti dagsins í dag reynist oft vera óréttlæti morgun dagsins.“ Brynjar Níelsson hrl., formaður LMFÍ í Lögmannablaðinu 2010.83 lögmannsstörf í hjáverkum og afla sér aukatekna með þeim hætti. ekki voru þó allir félagsmenn á eitt sáttir með lagasetninguna og urðu miklar ýfingar innan félagsins vegna þessa.67 groa@leiti.is Lögmannablaðið hafði komið út um nokkurra ára skeið þegar gróa á Leiti gerðist fastur penni en hún hafði þá nýlega fengið útgefið málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi og sett á stofn lögmannsstofu. gróa tók upp á því að senda Lögmannablaðinu afrit af tölvu- pósti sínum og var það efni birt sem helst þótti birtingarhæft en gróa hafði helst til mikinn áhuga á náunganum og ekki alltaf vinsamlegan. Árið 2002 hætti gróa að senda pistla til blaðsins og ekki er vitað hvar hún er niður komin.39

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.