Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 8
KIRKJUÞING 1992
Kirkjuþing hinnar íslensku þjóökirkju hiö 23. í rööinni var háö í Reykjavík 20. - 29. október
1992. Það hófst með guðsþjónustu og altarisgöngu í Bústaðakirkju.
Sr. Hreinn Hjartarson kirkjuþingsmaður predikaði og annaðist altarisþjónustu ásamt sr
Þórhalli Höskuldssyni kirkjuþingsmanni.
Söngvarar úr Bústaðakirlqu leiddu söng, organisti var Guðni Þ. Guðmundsson.
Að lokinni athöfn í kirkjunni var gengið í safnaðarsal Bústaðakirkju þar sem þingsetning fór
fram og fundir þingsins haldnir.
Þingsetningarræða herra Ólafs Skúlasonar biskups
Hæstvirtur kirkjumálaráðherra, kirkjuþingsmenn, starfsmenn og góðir gestir.
Ég fagna þingmönnum við upphaf þessa 23. kirkjuþings íslensku þjóðkirkjunnar.
Sérstakiega býð ég kirkjumálaráðherra, Þorstein Pálsson velkominn til kirkjuþings, en í fyrra
var hann fjarri og fengum við aðeins fluttan boðskap hans við setningu þingsins, enda þótt
hann kæmi síðar og svaraði þá spurningum, sem þingmenn beindu til hans. Vil ég nú þegar
endurtaka þakkir mínar fyrir samstarf við hann frá því hann tók við embætti
kirkjumálaráðherra við myndun núverandi ríkisstjómar. Leyndi sér ekki hugur hans og velvilji
gagnvart kirkjunni í ávarpinu á þinginu í fyrra, en þá komst hann m.a. þannig að orði:
"Þjóðkirkjan er einn af homsteinum íslensks þjóðfélags". Og hefur það ekki farið milli mála,
að ráðherrann hefur leitast við að fylgja þessari skoðun sinni í störfum sínum. En vonbrigði
eru það þá ennþá sárari, að þannig skuh ástatt um efnahag og afkomu yfirstandandi tíma,
að alls staðar þarf að skera og að kirkjan hefur einnig orðið að sæta því svo sem verið hefur
á síðustu árum.
Þó er með öðmm hætti staðið að þessum málum nú en fyrr, og kirkjunni gefinn kostur
á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og taka þátt í þeim undirbúningi og vinnu allri,
sem að baki býr. Og þrátt fyrir vonbrigði vegna þess, að ekki em tekjustofnar látnir standa
svo sem gert er ráð fyrir í lögum, þá hverfur féð ekki ómerkt til almennra verkefna, heldur
er þeirri upphæð, sem ekki rennur til verkefna kirkjugarða, varið til greiðslu á kirkjulegum
þáttum öðmm.
Á fyrsta fundi mínum með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins kom til umræðu í þessu
sambandi, hvort kirkjan tæki alfarið við umsjón og ábyrgð þeirra þátta, sem fé úr
kirkjugarðasjóðum er nú varið til. Ber þar hæst prestsetur bæði viðhald þeirra og nýsmíði,
svo og embætti söngmálastjóra og rekstur Tónskóla þjóðkirkjunnar. En á fundi kirkjuráðs
með fulltrúa ráðuneytisins, kom fram, að þessu mundu samfara meiri breytingar en unnt væri
að standa að með svo stuttum fyrirvara og málinu því frestað. En það er ljóst, að ráðherra
og ráðuneyti em reiðubúin að stuðla að því, að sem flest málefni kirkjunnar á
3