Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 53
2. október 1992
ÚR LÖGUM UM ALMANNATRYGGINGAR NR. 67/1971
ásamt síðari breytingum.
II. KAFLI.
Lífeyristryggingar.
A. Almenn ákvæði.
10. gr.
Lífeyristryggingar taka til ellilífeyris, örorkulífeyris, umönnunarbóta, makabóta,
barnalífeyris, mæðralauna, ekkjubóta og ekkjulífeyris.
B. Bætur.
11. gr.
Rétt til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 ára eða eldri og átt hafa lögheimili hér á
landi a.m.k. 3 almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs. Fullur ellilífeyrir, 147.948 kr.,
greiðist þeim einstaklingum sem átt hafa lögheimili hér á landi a.m.k. 40 almanaksár
frá 16 til 67 ára aldurs, sbr. þó 2. mgr. Sé um skemmri tíma að ræða greiðist
ellilífeyrir í hlutfalli við lögheimilistímann.
Ellilífeyri skal skerða ef árstekjur einstaklinga eða hjóna hvors um sig eru hærri
en 853397 kr. Ef tekjur eru umfram umrædd mörk skal skerða ellilífeyri um 25%
þeirra tekna sem umfram eru uns hann fellur niður. Til tekna í þessu sambandi te^jast
hvorki bætur almannatrygginga né telgur úr lífeyrissjóðum. Skerðing samkvæmt
þessari málsgrein skal þó aldrei ná til þess hluta ellilífeyris sem einstaklingur á rétt
á vegna frestunar á töku ellilífeyris sem ákveðin var fyrir 1. janúar 1992.
Lífeyrir hjóna, sem bæði fá lífeyri, skal nema 90% af lífeyri tveggja einstaklinga.
Heimilt er þó að miða lífeyri beggja við lögheimilistíma þess, sem á lengri
réttindatíma, sbr. síðasta málslið 1. mgr. Á sama hátt má reikna lögheimilistíma
eftirlifandi maka frá upphafí lögheimilistíma hins látna. Þá er og heimilt að úrskurða
hvoru hjónanna um sig einstaklingslífeyri, ef þau eru eigi samvistum af
heilsufarsástæðum eða öðrum ástæðum, er tryggingaráð metur jafngildar.
Hver sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur skal eiga rétt á töku
ellilífeyris frá og með 60 ára aldri, enda sé að öðru leyti fullnægt skilyrðum þessarar
greinar. Starfsár sjómanna miðast við að sjómaður hafi verið lögskráður á íslenskt
skip eða skip gert út af íslenskum aðilum eigi færri en 180 daga að meðaltali í 25 ár.
Nánari ákvæði um framkvæmd skulu sett með reglugerð.
Nú hefur sjómaður stundað sjómennsku í 25 ár eða lengur að hluta eða öllu leyti
á opnum báti eða þilfarsbáti undir 12 brl., eða af öðrum ástæðum ekki borið skylda
til lögskráningar og er þá heimilt að úrskuröa honum ellilífeyri frá 60 ára aldri, enda
sé sannað að sú sjómennska hafí verið aðalstarf viðkomandi meðan á henni stóð.
48