Gerðir kirkjuþings - 1992, Síða 37
TRYGGINGAMÁT .F.FNT EINSTAKLINGA OG HEIMILA
Kirlquþmg 1991 beindi því til biskups og kirkjuráös aö láta taka saman
greinargerö um rétt fólks á sviði tryggingarmála. Eftirfarandi greinargerð er unnin af
Ragnhildir Benediktsdóttur og eru upplýsingar fengnar úr almannatryggingarlögum og
upplýsingarbæklingum tryggingafélaga.
I. Inngangur.
Tryggingum er í stuttu máli fyrst og fremst ætlað það hlutverk að bæta alls konar
fjártjón, sem upp geta komið. Hér er um tvennt að ræða, að bæta þeim, sem tryggður
er, eigið íjártjón og að bæta öðrum aðilum tjón, sem hinn tryggði ber ábyrgð á.
Vátryggingarvemdinni verður í grófum dráttum skipt í þrennt, eftir því hver hana veitir.
í fýrsta lagi má nefna tryggingar skv. almannatryggingalögum. í öðru lagi er um að
ræða tryggingarvemd, sem líðfeyrissjóðir veita, og í þriðja lagi em svo þær tryggingar,
er menn sækja til vátryggingarfélaganna. Skulu þessir þrír flokkar skýrðir nánar.
II. Almannartyggingar.
Hér á landi hefur um áratugaskeið verið við lýði svonefnt almannatryggingarkerfi.
Tilgangurinn er sá, að veita öllum þegnum vissa lágmarksvemd. Þessar tryggingar em
oftast frábrugðnar tryggingum vátryggingafélaganna og að sumu leyti lífeyrissjóðanna á
þann veg, að ekki er beint samband milli ijárhæðar bóta og greidds iðgjalds.
Tryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 67/1971 em þessar:
Lífevristrvggingar: Undir þær falla ellilífeyrir, örorkulífeyrir, makabætur, mæðralaun/
feðralaun, bætur í fæðingarorlofí, ekkju og ekklabætur og ekkjulífeyrir. Hér verður
fjallað um bætur í fæðingarorlofí.
Bætur Tryggingastofnunar ríkisins í fæðingarorlofí em annars vegar fæðingarstyrkur og
hins vegar fæðingardagpeningar. Sá, sem á rétt til bótagreiðslna í fæðingarorlofi, á rétt
á ólaunuðu leyfi frá störfum þann tíma, sem bætur í fæðingarorlofí eru greiddar.
32