Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 121
1992
23. Kirkjuþmg
6. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um aö kjósa þriggja manna nefnd til aö endurskoða lög um
sóknarnefndir og gera tillögur til að tryggja sem best grundvöll að samstarfi
sóknamefnda og sóknarpresta.
Flm. og frsm. herra Ólafur Skúlason biskup.
Kirkjuþing 1992 ályktar að skipuð verði þriggja manna nefnd til að endurskoða
lög um sóknamefndir frá 1985.
Og jafnframt geri nefndin tillögur, sem tryggja megi sem best og farsælast
samstarf sóknamefnda og sóknarpresta að málefnum safnaðanna.
Nefndin sé skipuð af biskupi og tilnefni stjóm Prestafélags íslands einn fulltrúa,
leikmannastefna annan og biskup hinn þriðja án tilnefningar og sé hann formaður
nefndarinnar.
Greinargerð
Gott samstarf sóknamefnda og sóknarpresta er forsenda farsæls starfs í söfnuðum
landsins. Samkvæmt eðh stöðu sinnar hlýtur presturinn að vera leiðtogi kirkjulegs starfs,
og gerir enda vígslubréf hans ráð fyrir slíku, en þar segir m.a. að presti beri að boða
Guðs orð, hafa um hönd heilög sakramenti, stunda uppfræöslu, vitja sjúkra og annast
sálgæslu sóknarbama sinna.
í lögum nr. 25/1985 segir m.a. svo um sóknamefndir: "Sóknamefnd er í fyrirsvari
fyrir sóknina gagnvart stjómvöldum og einstökum mönnum og stofnunum. Hún hefur
umsjón með kirkju safnaðarins, svo og safnaðarheimili, og ræður því, ásamt
sóknarpresti, hvemig afnotum af þeim skuh háttað."
Og í 21. gr. laganna segir: "Sóknamefnd ræður organista, meðhjálpara, hringjara
og umsjónarmann kirkju og semur um kaup þeirra, kjör og ráðningartíma."
Víðast hvar er hið besta samstarf milli sóknamefnda og sóknarpresta og náið
samráð um flesta þætti starfs, en þó virðist eðlilegt að ganga betur frá stöðu
sóknarprestsins gagnvart mikilvægum ákvörðunum, ekki síst þeim er snerta búnað
kirkju og útht og starfsmannahald.
Samræming ábyrgðar og forystu sóknarprests og ábyrgðar og frumkvæði
sóknamefnda mundi koma í veg fyrir árekstra, er oft stafa af misskilningi.
116