Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 138
4. gr.
1. Prófastar og prestar, sem ábyrgö hafa á prestakalli innan hvers kjördæmis, svo
og farprestar og aöstoöarprestar, kjósa úr sínum hópi einn kirkjuþingsmann fyrir
kjördæmið og tvo varamenn.
2. Kennarar Guöfræðideildar Háskóla íslands, sem eru í föstum embættum eöa
störfum (prófessorar, dósentar, lektorar), enda séu þeir guöfræðikandidatar,
kjósa einn kirkjuþingsmann úr sínum hópi og tvo til vara.
3. Guöfræðingar og prestar, sem eru fastráönir til sérstakra verkefna innan
Þjóðkirkjunnar án þess aö bera ábyrgö á prestakalli, svo og fastráðnir starfsmenn
Biskupsstofu, rektor Skálholtsskóla og forstöðumaður Löngumýrar, enda séu þeir
guðfræöingar, kjósa einn kirkjuþingsmann úr sínum hópi og tvo til vara.
5. grein.
Sóknamefndarmenn og safnaðarfulltrúar hvers kjördæmis kjósa úr sínum hópi einn
kirkjuþingsmann og tvo til vara og leikmenn á Héraðsfundi hvers prófastsdæmis árið
fyrir kirkjuþingskosningar skulu tilnefna fímm menn til kjörs á kirkjuþingi hið næsta
ár. Heimilt er ennfremur 10 mönnum meö kosningarétt og kjörgengi að tilnefna mann
til kjörs.
Prófastur leitar samþykkis þeirra, sem tilnefndir hefa verið og tilkynnir kjörstjórn hverjir
hafa verið tilnefndir og hafa samþykkt tilnefningu eigi síðar en 1. mars það ár sem
kjósa skal. Tilnefning er leiðbeinandi en ekki skilyrt.
6. grein.
Kjörstjóm skipa þrír menn. Kirkjumálaráöherra tilnefnir formann og varaformann og
skulu þeir vera lögfræðingar. Biskup tilnefnir annan kjörstjómarmann og varamann
hans, en hinn þriöja kýs kirkjuráð og varamann hans. Tilnefning er til fjögurra ára í
senn.
7. grein.
Kjörstjóm semur kjörskrá fyrir 1. mars það ár sem kjósa skal. Miða skal kosningarétt
og kjörgengi til kirkjuþings við embætti og trúnaðarstörf hinn 1. desember næstliðinn.
Kjörskrá skal hggja frammi í fjórar vikur í Kirkjumálaráðuneytinu, á Biskupsstofu og
hjá próföstum landsins. Heimilt er kjörstjóm að láta kjörskrá hggja frammi á fleiri
stöðum.
Kjörstjóm auglýsir framlagningu kjörskrár og kæmfrest. Hún úrskurðar kærur og
gengur endanlega frá Kjörskrá. Heimilt er að skjóta úrskurði kjörstjómar til ráðherra
innan sjö daga frá því að kæranda er birtur úrskurðurinn.
133