Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 55
14. gr.
Greiða má maka elli- og örorkulífeyrisþega makabætur allt að 80% af grunnlífeyri
og tekjutryggingu ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
15. gr.
Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er
látið eða er örorkulífeyrisþegi, hafí annað hvort foreldra þess eða barnið sjálft átt hér
lögheimili a.m.k. þrjú síðustu árin, áður en umsókn er lögð fram. Séu báðir foeldrar
látnir eða örorkulífeyrisþegar, skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir. Hvorki
skerðingarákvæði 2. mgr. 11. gr. né 6. mgr. 12. gr. takmarka rétt til barnalífeyris.
Sömu réttarstöðu hafa kjörbörn og stjúpbörn, þegar eins stendur á. Þó skal ekki
greiddur barnalífeyrir vegna fráfalls eða örorku stjúpföður, ef barnið á
framfærsluskyldan föður á lífi. Eigi skal heldur greiða barnalífeyri vegna fráfalls eða
örorku ættleiðanda, nema barnið hafi verið á framfæri hans a.m.k. tvö síðustu árin,
áður en lífeyrisréttur gat stofnast Heimilt er tryggingaráði að stytta þennan frest, ef
sýnt þykir, að ættleiðingin standi ekki í sambandi við væntanlegan bótarétt
Tiyggingaráð getur ákveðið að greiða barnalífeyri með barni ellilífeyrisþega svo og
með barni manns, sem sætir gæslu- eða refsivist, enda hafi vistin varað a.m.k. þrjá
mánuði.
Lífeyrisdeild Tiyggingastofnunar skal greiða barnalífeyri þegar skilríki liggja fyrir
um að barn verði ekki feðrað.
Barnalífeyrir greiðist foreldrum barnanna, enda séu þau á framfæri þeirra, eða þeim
öðrum, er annast framfærslu þeirra að fullu.
Arlegur barnalífeyrir með hverju barni skal vera kr. 90.612. Ekki skal greiða
bamalífeyri vegna þeirra bama, er njóta örorkulífeyris.
Lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins er heimilt að greiða baraalífeyri vegna
skólanáms eða starfsþjálfunar ungmennis á aldrinum 18-20 ára, ef annað foreldri eða
báðir foreldrar em látnir, enn fremur ef foreldrar em ellilífeyrisþegar eða
örorkulífeyrisþegar, annað eða báðir. Samkvæmt málsgrein þessari greiðist eingöngu
einfaldur bamalífeyrir. Lífeyrisdeild metur sönnun um skólavist og starfsþjálfun.
Skilyrði er að námið og starfsþjálfunin taki a.m.k. sex mánuði hvert ár. Ef um er að
ræða óreglulegt nám eða námskeið skal námstími reiknaður í kennslustundaQölda á
almanaksárinu og telst þá sex mánaða nám samsvara 624 kennslustundum. Brot úr
mánuði telst heill mánuður. Barnið sjálft sækir um barnalífeyri samkvæmt þessari
málsgrein. Lífeyrisdeild getur frestað afgreiðslu bamalífeyris þar til sex mánaða
námstíma er náð. Nú verður úrskurði skv. 1. mgr. 17. gr. bamalaganna, nr. 9 frá 15.
apríl 1981, eigi við komið vegna efnaleysis foreldris eða ekki tekst að hafa upp á því
og er þá tryggingaráði heimilt að úrskurða bamalífeyri með ungmenni er stundar
sannanlegt nám samkvæmt þessari málsgrein. Lífeyrisdeild getur krafist framlagningar
skattframtala með umsóknum um bamalífeyri. Ef efnahagur er sérstaklega góður,
umsækjandi hefur t.d. tekið arf, getur lífeyrisdeild hafnað umsókn en skjóta skal
slíkum málum til tryggingaráðs sem úrskurðar í málinu.
16. gr.
Mæðralaun skulu greidd eklqum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum, sem hafa
böm sín undir 18 ára aldri á framfæri sínu og eiga lögheimili hér á landi.
50