Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 172
1992
23. Kirkjuþing
19. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar vegna vaxandi ofbeldis
og glæpa í landinu.
Flm. og frsm. sr. Jón Einarsson
Kirkjuþing lýsir áhyggjum sínum vegna vaxandi ofbeldis og glæpa í landinu.
Þingið vekur á því athygli, að vaxandi neysla eiturlyíja og áfengis er aðalorsakavaldur
aukinna afbrota og glæpa og fjölgunar slysa.
Þingið beinir þeim eindregnu tilmælum til stjómvalda að gera allt, sem í þeirra
valdi stendur, til að stemma stigu við innflutningi og neyslu eiturlyíja, auka fræðslu um
skaðsemi áfengis og efla forvamir til að koma í veg fyrir alkóhólisma og aðra
misnotkun, sem ógnar hamingju og velferð margra fjölskyldna og heimila í landinu.
Greinargerð
Margs konar ofbeldi og glæpir hafa farið vaxandi í landinu á síðustu ámm.
Stöðugt berast fréttir af innbrotum, þjófnaði, íkveikjum, árásum, nauðgunum, morðum
og nú síðast af bamsráni. Ljóst er, að flest afbrot og glæpi má rekja til neyslu áfengis
og eiturlyfja.
Lögfræðingur, sem nýlega hefur lokið prófí, skrifaði sérefnisritgerð í lögfræði
um manndráp á íslandi á ámnum 1920-1991. I ritgerðinni, sem studd er vísindalegum
rökum og rannsóknum, meðal annars allra hæstaréttardóma og sakadóma í þessum
efnum á umræddu tímabili, er sýnt fram á, að í rúmlega 80% tilvika voru annað hvort
brotamaður eða brotaþoli eða báðir undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna á
þeirri stundu, er glæpurinn var framinn. Og 87% af sakhæfum gerendum vom undir
áhrifum vímuefna, þegar þeir frömdu brot sín. í ritgerðinni er sýnt fram á, hversu
manndrápum hefur íjölgað óhugnanlega mikið hér á landi síðustu 20 árin. Og
orsakavaldurinn er fyrst og fremst aukin neysla áfengis og annarra vímuefna, enda eiga
brotamennirnir í flestum tilvikum "við veruleg áfengisvandamál eða drykkjusýki að
stríða." Og á síðustu ámm hefur neysla "ýmissa annarra og sterkari vímugjafa en áfengis
farið vaxandi meðal brotamanna", eins og glögglega er sýnt fram á í ritgerðinni.
Staðreynd er, að mjög sterkt og vaxandi orsakasamband er milli áfengisneyslu
og afbrota í landinu. Það veldur því miklum vonbrigðum, að stjómvöld virðast stefna
að því að draga úr forvömum vegna áfengisneyslu.
167