Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 155
FRIÐJÓN GUÐRÖÐARSON
SÝSLUMADUR
RANGARVALLSÝSLU
1. sept 1992.
Séra Siguijón Einarsson, prófastur.
Klausturvegi 11,
Kirkj ubæj arklaustri.
VARÐAR ÁKVÖRÐUN UM KRUFNINGU SVO OG FRAMKVÆMD MÁLA
FRÁ HENDI LÆKNA O.FL.
í starfi mínu sem lögreglustjóri og dómari um nær tveggja áratuga skeið, hef ég
ítrekað orðið að beita fortölum og lagni við heilsugæslu (héraðs-)lækna og á stundum að
bera fyrir mig embættisvald mitt, til þess að ekki færu fram réttarkrufningar í tilvikum þar
sem ég og mínir samstarfsmenn í lögreglu hafa talið dánarorsök augljósa, og krufningu því
óþarfa. Svo og í þeim atvikum, er krufning hefur verið mjög mótdræg nánustu
aðstandendum, og það svo að við gat legið sálarheill, að mínu mati.
í fáum orðum sagt, tel ég að krufningar hér á landi séu óeðlilega tíðar (margar) og jafnframt
að of margir dómarar og lögreglustjórar afgreiði þessi mál umhugsunarlítið og einhliða
samkvæmt starfsvenjum er skapast hafa einkum s.l. áratug og hníga í þá átt að krufning sé
heimiluð nær alltaf, er ósk þar um kemur frá lækni.
Af samtölum við ráðuneytisstjórann og fleiri starfsmenn Dóms- og kirkjumálaráðuneytis, er
mér kunnugt að þessi skoðun mín hefur þar hljómgrunn. Mun ekki þurfa til að koma mikill
þrýstingur frá ábyrgum aðilum, svo að lög og reglur í þessum efnum fáist endurskoðuð.
Hvað veldur þeim viðhorfum lækna að krefjast svo oft krufninga sem raun ber vitin?
Prófessorinn í réttarlæknisfræði, sem einnig er forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskóla
íslands í meinafræði, vill ganga mjög langt í því að láta fram fara krufningu.
Hann er kennari læknastúdenta, en hjá læknum nýskriðnum úr H.í. er krufningaráráttan
virkust. Flestir héraðs- og heilsugæslulæknar á landsbyggðinni, læra það af lífinu og starfi
sínu, að gæta sæmilegst hófs í krufningarbeiðnum. Því miður gætir alvailegs misskilnings
hjá mörgum ungum læknum í þá veru að það sé þeirra að ákveða hvort krufning fari fram
og jafnvel gæta þess ekki á stundum að leita til dómara, þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum þar
að lútandi, sbr. 106.gr., 2.mgr. laga um meðferð opinberra mála, enda liggi ekki fyrir
samþykki nánasta venslamanns. Rétt er að taka fram að aldrei er krufið í rannsóknarstofu
H.I, fyrr en formleg heimild til þess er komin frá lögreglustjóra eða dómara.
150