Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 22
var kynnt á fundi kirkjuráðs. Fylgir það skýrslu þessari sem fylgirit. Þótti ekki
óeðlilegt að bíða með prentun á þessari sögu þar til fleirum gæfist kostur á að lesa
handritið yfir og hugsanlega að gera athugasemdir, ef einhveijar verða. Auk þess verða
biskupar, sem stýrt hafa þessum stofnunum, Pétur Sigurgeirsson og Sigurbjöm
Einarsson beðnir um að fara sérstaklega yfir þá þætti, sem tilheyra þeirra biskupssögu.
Þá er eftir að ganga frá myndum og velja þær, og er ekki endanlega búið að marka
stefnu, sem fylgt verður í því efni.
Ég vil þakka séra Magnúsi gott starf og þarft og er mikill fengur að þessu riti.
Hefur hann tengt sögu kirkjuþings og kirkjuráðs ýmsum öðmm sviðum kirkju- og
þjóðlífs eins og eðlilegt er, þar sem hvorki þing né ráð hafa starfað í lofttómi án áhrifa
hvort heldur er að utan eða innan.
Er mikils virði, að saga þessi komi út nú á sérstökum minningamótum. En 11.
október s.l. vora 60 ár frá því að kirkjuráð kom saman hið fyrsta skiptið og í sumar
vom 35 ár liðin frá því, að lög um kirkjuþing vom samþykkt, enda þótt almennt kjör til
þingsins færi ekki fram fyrr en 1958 og kirkjuþing kæmi ekki saman hið fyrsta skiptið
fyiT en 18. október 1958.
Er fyllilega ástæða til fyrir kirkjuþing að íhuga, hvort þessara tímamóta skuh
minnst með öðmm hætti en útkomu þessarar bókar og væri gott að fá tillögur þar að
lútandi, bæði frá nefndinni, sem fær skýrslu þessa til meðferðar og eins frá einstökum
þingmönnum.
Og á prófastafundi í mars bað ég prófasta að leita eftir frekara samstarfi við
kirkjuþingsmenn í viðkomandi kjördæmi og helst boða til funda með þeim og öðm
áhugafólki og kanna, hvaða mál þessum aðilum þætti gott, að flutt yrðu, eða ætla
málefnum kirkjuþings rúman tírna á héraðsfundum.
SKÁLHOLT
Venju skal fylgt með að ætla Skálholti sérstakan hlut í skýrslu (biskups og)
kirkjuráðs. Er það að vonum, þar sem Skálholt var afhent biskupi og kirkjuráði til
forsjár og ábyrgðar í lögum um afhendingu Skálholts frá 1963. Er þó enn ríkulegri
ástæða til umfjöllunar, þar sem nýr kafli er skráður í sögu þessa göfugasta staðar
landsins með búsetu vígslubiskups í Skálholti. En séra Jónas Gíslason flutti þangað
ásamt konu sinni, frú Amfríði Ammundsdóttur nú í sumar. Bindum við miklar vonir
við þessi tímamót og það sem á eftir fylgir. Og væntum þess, að í Skálholti verði mikið
og giftudijúgt starf innt af hendi fyrir söfnuði og presta, í líkingu við það, sem
vígslubiskup Hólastiftis, séra Bolli Gústavsson, hefur staðið fyrir og skipulagt nyrðra.
17