Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 143
Skýrsla um djáknanám
1. Um þðrffyrir djákna
Nefndin er sammála um, að þörf sé fyrir þjónustu djákna innan íslensku þjóðkirkjunnar
samfara breyttum þjóðfélagsaðstæðum og breyttum starfsháttum kirkjunnar. Leggur
nefndin til, að talað sé um tvenns konar þjónustu djákna, annars vegar líknarþjónustu og
hins vegai frœðsluþjónusm.
Djáknar í líknarþjónustu geta verið hvort heldur innan safnaða eða á vegum félagasam-
taka og stofnana, er ráðið hafa presta til sérþjónusm undanfarið eins og Öryrkjabanda-
lagið og Þroskahjálp og Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Slíkir djáknar geta bæði
annast og skipulagt ýmsa félagsþjónustu á vegum safnaðanna og kirkjulega þjónusm
innan viðkomandi samtaka eða stofnunar.
Djáknar í frœðsluþjónustu geta verið ýmist á vegum safnaða, prófastdæma eða
biskupsdæmisins í heild. Innan safnaða geta slfkir djáknar haft með höndum ffæðslu f>TÍr
böm, unglinga og fullorðna og ýmist séð um ffamkvæmdina eða annast skipulagið. A
vegum prófastdæma eða biskupsdæmisins geta slíkir djáknar annast skipulag á fræðslu-
málum umdæma sinna.
Hið tvíþætta hlutverk djákna er orðað þannig í vígsluheiti djákna:
Brýni ég alvarlega fyrir þér að rækja þá þjónustu af trúnaði við kenningu og skipan kirkju vorrar
samkvæmt því erindisbréfi sem þér hefur verið sett, leitast í auðmýkt og heilum huga við að feta í
fótspor Krists og hvetja aðra með orðum og eftirdæmi til þess að fylgja honum, kappkosta að verða
öðrum til hjálpar, styðja veika, styrkja einstæðinga, benda ungum og öldnum á lífsins veg, þjóna í
kærleika og ástunda það eitt, að frelsarinn Jesús Kristur megi vegsamlegur verða fyrir líf þitt og starf.
(Handbók íslensku lárkjunnar s. 204)
2. Djáknanámið
2.1. Skipulag og markmið
Nefndin leggur til, að gert sé ráð fyrir tvenns konar námsmöguleikum f>TÍr djákna á
vegum/innan vébanda guðfræðideildar Háskóla íslands. Annar námsmöguleikinn sé 30
eininga (eins vetrar) nám í guðfræði f>TÍr fólk, sem þegar hefur hlotið starfsmenntun sem
hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, kennarar eða fóstrur. Hinn möguleikinn sé 90
eininga (þriggja vetra) djáknanám innan vébanda guðfræðideildar, sem Ijúki með B.A.-
prófí í guðfræði.
138