Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 198
kirkjuordinantia af þessu tagi verði samin fyrir íslensku kirkjuna. Hér er aðeins minnt
á þá kirkjulegu hefð að fyrir liggi aðgengileg skipulagslýsing á kirkjunni þar sem öllum
er ljós uppbygging kirkjunnar eins og áður sagði. Slíkt rit liggur ekki fyrir og hefur ekki
verið aðgengilegt í áratugi. Allir starfsmenn kirkjunnar þurfa á slíku ritverki að halda,
sérstaklega má þó nefna hér presta sem eru að hefja störf í kirkjunni og hafa lítið sem
ekkert við að styðjast þegar þeir þurfa að kynna sér skipulag, samræmda starfshætti
og kirkjusiði.
A undanfömum ámm hefur margt breyst í starfi íslensku þjóðkirkjunnar.
Þjóðfélag örra breytinga hefur kallað á ört breytilega starfshætti kirkjunnar. Stórar
kirkjur hafa verið reistar, stór safnaðarheimih hafa kallað á aukið starf og þar með
starfshð, auknar tekjur hafa auðveldað söfnuðum að stórauka starfsemina - þetta gildir
reyndar einkum í íjölmennum sóknum. a) Fleiri starfsmenn em nú í föstu starfi innan
safnaðanna en fyrir tiltölulega fáum ámm: aöstoðarprestar, organistar, kirkjuverðir og
aðrir safnaðarstarfsmenn. b) Auk þessa hefur sérþjónustuembættum fjölgað jafnt og
þétt, reynslan hefur sýnt að fuh þörf er á ítarlegri skipulagsvinnu þar sem skihnerkilega
er gerð grein fyrir eðli hvers embættis um sig og tengslum við önnur embætti
kirkjunnar. í þessu efni nægir engan veginn erindisbréf fyrir þá sem embættunum
gegna. c) Þá mætti minnast á aukið verksvið sóknamefnda (t.d. við kosningu
sóknarpresta). d) Hér mætti og nefna skilyrði fyrir vígslu presta, forsendur fyrir stofnun
nýrra embætta, reglur um leyfi presta, reglur um skilyrði fyrir vígslu kirkjuhúsa. Fleira
mætti th tína.
Allt þetta gerir það að verkum að mikhvægt er að verksvið hvers og eins sé
skilmerkhega skhgreint innan heildarskipulags kirkiunnar. Það felur í sér lýsingu á
verksviði helstu starfsgreina innan hennar þar sem skýrt verður kveðið á um hlutverk
og skyldur þeirra sem þessum embættum og störfum gegna. Einnig yrði á sama hátt
íjallað um önnur embætti svo sem vígslubiskupa, prófasta og biskups.
Sérstaklega þarf einnig að fjalla um stofnanir (og fyrirtæki) kirkjunnar. Þar er í
fyrsta lagi átt við kirkjuþing, prestastefnu og héraðsfundi, einnig er mikilvægt að gera
úttekt á leikmannastefnu.
Eins og fram kemur í hefðbundnum kirkjuordinantíum er fjallað um kirkjusiði,
atferh presta við verk sína, ábyrgð þeirra og skyldur við sóknarböm, við yfirboðara og
við aðra presta. A undanfömum ámm hafa ýmsir kirkjusiðir borist hingað th lands
með prestum eða öðmm sem hafa kynnst þeim erlendis og tekið upp hér. Þetta á við
um klæðnað og um atferli. Mikhvægt er að samræmi sé komið á í þessum efnum.
Síðustu rit um kirkjurétt sem komið hafa út hér á landi em Kirkjuréttur eftir
Jón Pétursson, 2. útg. 1890 og íslenzkur kirkjuréttur eftir Einar Amórsson, kom út
1912. Loks ber að nefna doktorsritgerð dr. Bjama Sigurðssonar: Geschichte und
Gegenwartsgestalt des islándischen Kirchenrechts. gefin út í Frankfurt am Main 1986.
I síðasttalda verkinu er um rannsóknir að ræða sem ótvírætt munu nýtast í starfi því
er hér um ræðir án þess thlagan geri ráð fyrir því að ijallað sé sérstaklega um
kirkjurétt. I því efni má einnig benda á lausblaðamöppuna Kirkiumál. Lög og reglur.
En þar var um nokkurs konar mihibhsútgáfu að ræða þar sem safnað var saman því
sem máh skiptir í lögum er kirkjuna varðar.
Þótt gert sé ráð fyrir skoðun og lýsingu á hehdarskipulagi kirlqunnar skal því
ekki gleymt sem segir í 7. grein Ágsborgaijátningarinnar: "... en ekki er nauðsynlegt
193