Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 197
1992
23. Kirkjuþing
30. mál
T I L L A G A
til þingsálvktunar um
skipulag íslensku þjóðkirkiunnar.
Flm.: dr. Gunnar Kristjánsson
Frsm. dr. Gunnar Kristjánsson
Kirkjuþing felur kirkjuráði að skipa fímm manna nefnd til gera úttekt á skipulagi
íslensku þjóðkirkjunnar og sambandi hennar við ríkisvaldið. I nefndinni sitji fímm menn
tilnefndir af biskupi, kirkjumálaráðherra, guðfræðideild Háskólans, stjórn Prestafélags
íslands og Lagastofnun Háskólans. Hún fái heimild til að ráða sér starfsmann. Nefndin
skili frumáliti á kirkjuþingi 1993.
Greinargerð:
Megintilgangur með þessari tillögu er tvíþættur. Annars vegar aðgengileg lýsing á
skipulagi íslensku þjóðkirkjunnar. Hrns vegar grundvöllur fyrir endurskoðun á skipulagi
kirkjunnar.
Allt frá fyrstu tíð hafa mótmælendakirkjur haft við einhvers konar kirkjuskipan
að styðjast. Með því er átt við lýsingu á uppbyggingu og starfi kirkjunnar, þar eru
raktir einstakir starfsþættir og fjallað um hlutverk og skyldur starfsmanna hennar.
Fyrsta kirkjuordinantia eftir siðbót var lögtekin á alþingi fyrir Skálholtsbiskup-
sdæmi árið 1541, sú kirkjuskipan var kennd við Kristján konung þriðja. I hinni norsku
kirkjuordinantíu Kristjáns íjórða er fjallaö ítarlega um skipulag kirkjunnar. Hún birtist
í þýðingu Odds biskups Einarssonar (1559-1630) árið 1635. Bókin heitir "Ein
kyrkjuordinantia epter hvörre að aller andleger og veralldleger í Noregs ryki skulu
leiðrietta sig og skicka sier. Enn á islendsku utlögð af þeim virðulega herra Odde
Einarssyne superintendente yfer Skalholts stifte (Goodrar minningar). Prendut á
Hoolum Anno M.DC.XXXV." Að loknum stuttum inngangi er síðan fyrirsögnin (rithætti
breytt): "Ein góð ordinantia og kirlgu skikkan er innifalin sérdeilis í þessum sérpörtum.
Sá fyrsti er um lærdóminn. Annar parturinn er um serimoníur og um þá ytri
kirkjuþjónustu. Sá þriðji er um skólana. Hinn fjórði er um almennilega ölmusu fyrir
kirkjunnar þénara og þá fátæku. Hinn fimmti um superintendentes og þeirra prófasta.
Hinn sjötti er um bækur." Samkvæmt þessu er því fjallað um kenningu og starf
kirkjunnar, starfsmenn hennar, skyldur þeirra, kirkjusiði, allítarlega er fjallað um
messuna, prédikunina, um atferh við skírn og greftrun um þjónustu við dauðvona, um
kapellána, um djákna og um það "hvörninn kirkjunnar þénarar skuli til skikkast."
Nú er það skiljanlega ekki tilgangur með þessari tillögu að leggja til að
192