Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 179
1992
23. Kirkjuþing
23. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um Leikmannaskóla kirkjunnar
Flm. og frsm. dr. Bjöm Bjömsson
Kirkjuþing 1992 samþykkir að beina því til Fræðslu- og þjónustudeildar
kirkjunnar í samvinnu við guðfræðideild Háskóla Islands að koma á formlegri skipan
trúfræðslu fyrir fullorðna innan vébanda Leikmannaskóla kirkjunnar.
Greinargerð
Með tillögu til þingsályktunar um að gerð verði athugun á þörf djáknaþjónustu
í kirkjunni, sem samþykkt var á kirkjuþingi 1990, 11. mál, fylgdi auk skýrslu
djáknanefndar greinargerð fræðsludeildar um "nám fyrir safnaðarstarfsmenn". I
samþykkt kirkjuþings segir að þingið taki undir þau meginsjónarmið, sem þar koma
fram. Þá var einnig á sama þingi gerð samþykkt þess efnis, að brýnt sé að hafinn verði
undirbúningur að trúfræðslu fyrir fullorðna með skipulegum hætti. (26. mál)
í framhaldi af þessum tveimur samþykktum kirkjuþings, sem báðar fjalla um
fullorðinsfræðslu, áttu sér stað viðræður á milíi fræðsludeildar kirkjunnar og
guðfræðideildar. Að ráði varð að skipuleggja fræðslu sem nýtast mætti jafnt
safnaðarstarfsmönnum sem öðru áhugafóUd um kristna trú.
Haustið 1991 var farið af stað með námskeið, alls 48 kennslustundir, er dreifðust
á haust- og vormisseri, undir yfirskriftinni Leikmannaskóh kirkjunnar. Efnisþættir
námskeiðsins voru: Biblíufræði, þ.e. inngangsfræði Gamla- og Nýja testamentisins,
helgisiðir og táknmál kirkjunnar, trúfræði, siðfræði, sálgæsla, og þjónusta leikmannsins
í kirkjunni.
Þátttaka var góð og því var ákveðið að halda áfram á sömu braut á þessu hausti.
Nú eru rétt innan við 80 þátttakendur skráðir í Leikamannaskólann, en kennsla hófst
23. september s.l.
Þessar ágætu undirtektir almennings eru mikið fagnaðarefni, en eru um leið
eindregin hvatning til kirkjunnar að taka fræðslumálin föstum tökum. Þess má geta að
mjög góð þátttaka hefur og verið á fræðslufundum fyrir kristinfræöikennara og fóstrur
í Kjalarness- og Reykjavíkurprófastsdæmum, sem haldnir hafa verið á síðast hðnum
tveimur árum. Þeir fundir eru dæmi um sérhæfða fuhorðinsfræðslu, sem einnig er mjög
mikilvæg. Rétt er og að benda á í þessu samhengi, að æ algengara er að boðið sé upp
174