Gerðir kirkjuþings - 1992, Blaðsíða 44
misjöfn eftir aldursskeiði hans. Þannig veröur að hafa í huga, að tímabundið er stundum
ríkari þörf fyrir líftrygginarvemd en ella, t.d. ef maður hefur böm á framfæri sínu
og/eða ber skuldir með tilheyrandi afborgunum og vaxtagreiðslum, t.d. vegna
íbúarkaupa. Þegar þannig er ástatt, getur andlát heimilisföður eða húsmóður kippt
stoðum undan íjárhagslegri afkomu fjölskyldunnar. Aðrar þarfír fyrir líftryggingu em
varanlegri, og er þá höfð í huga afkoma heimilisins eða ijölskyldunnar til lengri tíma.
Vert er að hafa þessi atriði í huga við val á líftryggingu. í samræmi við þessar
breytilegu þarfír bjóðast ýmsar tegundir líftrygginga, s.s. tímabundin líftrygging,
líftrygging með endumýjunarrétti, stórlíftrygging, söfnunarlíftrygging og hóplíftrygging.
Líftryggingarstarfsemi af þessu tagi er í höndum sérstakra líftryggingarfélaga, þar sem
lögum samkvæmt má ekki reka líftryggingar með öðmm greinum en slysa- og
sjúkratryggingum. Oft em þessi líftryggingarfélög þó rekin í nokkmm tengslum við hin
almennu vátryggingarfélög. Sá sem vill kaupa sér líftryggingu sækir um það til
líftryggingafálags og velur hann sjálfur tryggingampphæð. Fari hún yfír ákveðið mark
þarf hann að fara í læknisskoðun. Líftryggingar félagsins em endumýjaðar til 70 ára
aldurs líftyggðs svo framarlega sem ekki hefur verið óskað niðurfellingar eða ekki
staðið skil á iðgjaldi skv. skilmálum.
Dánarbætur tryggingafélaga greiðast í einu lagi við andlát hins líftryggða, óháð
dánarorsök nema ef um sjálfsvíg hafí verið að ræða eða að alvarlegur sjúkdómur, sem
til staðar var við tryggingartöku hafí ekki verið getið á beiðni. Dánarbætur greiðast
rétthafa sem skráður er á skírteini, eða öðmm hafí líftryggður lagt inn skriflega
breytingu.
Ferðatrvggingar bæta ekki einvörðungu tjón á lífí og heilsu manna. Á ferðalagi getur
fólk orðið fýrir margvíslegum óhöppum, sem valdið geta tjóni á heilsu manna og
eignum. Vátryggingarfélögin hafa því í vaxandi mæli farið að bjóða samsettar
ferðatryggingar, sem veita vemd gegn ýmis konar áhættum. Algengt er, að í
ferðatryggingum íslenskra vátryggingafélaga, séu innifaldar eftirfarandi vátryggingar:
- Ferðaslysatrygging.
- Ferðasjúkratrygging.
- Ferðarofstrygging.
39