Gerðir kirkjuþings - 1992, Blaðsíða 45
- Farangurstrygging.
- Feröakostnaöartrygging.
Þá mun og unnt að fá m.a. tryggingu, sem veitir vernd gegn skaöabótaskyldu, sem hinn
tryggði kann aö baka sér erlendis, ásamt réttarvemd.
Trvgging vegna eigna:
Trygging vegna eigna eru brunatryggingar, húseigna og viðlagatrygging fasteigna, en
þær eru lögbundnar. Aörar tryggingar em húseigandatrygging, en það er semsett
vátrygging. Þessar tryggingar taka fyrst og fremst til húseignarinnar sjálfrar og fylgifjár
hennar, en ekki til innbús o.þ.h. Þær tryggingar, sem algengast er að felist í
húseigendatryggingu eru: - Vatnstjónstrygging - Glertrygging - Foktrygging -
Húsaleigutrygging - Innbrotstrygging - SótfaUstrygging - Ábyrgöartrygging húseigenda.
Þess má geta, að skv. íslenskum rétti er bótaábyrgö húseigenda vegna tjóns, sem rekja
má til húseignar hans, býsna rík. Dæmi slíkrar bótaábyrgðar gæti veríö þegar tjón
verður á mönnum og munum vegna þess að þakplötur fjúka af þökum húsa, snjór eða
grýlukerti hrynja af húsum eöa umbúnaður á tröppum eða í húsalyftum er ekki
viðhlítandi.
Ökutæki atrvggingar er samheiti yfír þær tegundir trygginga, sem tengjast
skráningarskyldum vélknúnum ökutækjum og notkun þeirra. Þessar tryggingar er
mönnum ýmist skylt að taka skv. lögum eða þeir geta ráðið því sjálfír. Samkvæmt
umferðarlögum er eiganda vélknúins ökutækis þannig skylt að kaupa ábyrgðartryggingu
vegna ökutækisins. Vátryggingin nær til sérhverrar skaðabótakröfu á hendur eiganda
ökutækisins vegna tjóna á mönnum og munum, sem skylt er samkvæmt umferðarlögum
að tryggja gegn. Þessi lögboðna ábyrgðartrygging tekur því ekki til skemmda á
ökutækinu eða öðrum eignum tryggingartaka. Flestir taka þó samhliða lögboðnu
ábyrgðartryggingunni svonefnda framrúðutryggingu, og enn frekar geta þeir tekið
húftryggingu (kaskótryggingu) fyrir ökutækið.
Heimilistrvgging Sú trygging, sem vátryggingarfélögin bjóða undir heitinu
heimilistrygging, sameinar í einni víðtækri tryggingu ýmsar nauðsynlegar vátiyggingar
fyrir heimili og fjölskyldu, þ.á.m. ýmsar þær lausaíjártryggingar, er áður voru nefndar.
40