Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 23
En ég endurtek það, sem ég sagði í setningarræðu minni í gær, að það er alls
endis óviðunandi, að ekki sé ætlað fé til starfs og þjónustu vígslubiskupa umfram það,
sem hægt er að skera af embætti biskups og var það þó ekki of ríkulega skammtað.
Verður jafnvel að leita annarra leiða, fáist þessu ekki breytt í fjárlaganefnd fyrir
afgreiðslu fjárlaga eða við afgreiðslu þeirra með þingmanna-breytingum.
Og má í þessu sambandi geta þess, þar sem verið er að íjalla um vígslubiskupa
báða, þótt fyrirsögnin sé Skálholt, að heimamenn, Hólanefnd og Hólaskóli, hafa haft
forystu um, að séra Bolli Gústavsson er nú búinn að fá skrif-stofu í Hólaskóla, velbúna
öllu því, sem samtíminn telur nauðsynlegt í slíku starfi. Einnig er honum veittur
aðgangur að fundarsal. Ber að þakka þennan mikilvæga stuðning við vígslubiskup og
embætti hans.
Kirkjan hefur líka lagt ríflega til fé, svo að vígslubiskup gæti flutt austur í
Skálholt. í fyrsta 1 agi með samkomulagi við rektor Skálholtsskóla, en embættis-
bústaðurinn í Skálholti hefur frá upphafi skólastarfsins verið rektor til afnota. Féllst
hinn nýi rektor, sr. Kristján Valur Ingólfsson, á það til bráðabirgða að rýma efri hæðir
hússins fýrir vígslubiskup. Lagði kirkjumálaráðherra fram úr sérsjóðum ráðherra tvær
milljónir á gamleársdag í fyrra, en til viðbótar hefur verið varið
kr. 2.816.807.OO og er þó ekki allt greitt, svo að reikna má með, að heildar- kostnaður
nemi fimm milljónum. Enda er húsið nú hið glæsilegastæ
Hefur skrifstofustjóra biskupsembættisins verið falið að ganga frá samningum
við ráðuneytið um greiðslu á húsaleigu fyrir embættisbústaðinn eða hugsanleg kaup
hans, þar sem hið fýrsta þarf að koma upp húsnæði fyrir rektor í líkingu við það, sem
organistinn á staðnum hefur fengið og flutti í í sumar.
Þá sér fyrir endann á skráningu bókasafnsins, en tveir bókasafnsfræðingar hafa
unnið það starf. Hefur verið varið miklu fé úr sjóðum kirkjunnar, alls kr.
5.727,294.oo, til þessa verks ogerþó ekki fulllokið. Mun annar bókasafns-
fræðinganna sinna því, sem eftir er og er áætlaður kostnaður við það frá kr. 3.1 milljón,
ef allt verður skráð sem eftir er, en annars kr. 2.4 milljónir. Er þetta verk mjög
fagmannlega unnið og hið nauðsynlegasta. Hefur glöggt komið í ljós við þessa
skráningu, hve mikið þetta safn er og dýrmætt og var þó vitað fyrir.
Málefni Skálholtsskóla hafa verið mjög í brennidepli og borið hæst af verkum
nefndar þeirrar, sem ætlað var að fjalla um málefni staðar og starfs þar. Var það mjög
miður, að frumvarp um Skálholtsskóla varð ekki afgreitt fyrir þinglok í fyrra, svo að
18