Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 64
Nefnd um safnaöamppbyggingu sem skipuð var af biskupi og kirkjuráði hefur unnið að því á
liðnum misserum aö móta stefnu í safnaðaruppbyggingu og hefur nefndin falið verkefnisstjóra að
vinna að ákveðnum verkefnum í samstarfi við prófastsdæmi og söfnuði. Nefndin setur nú fram
efúrfarandi texta þar sem leitast er við að sldlgrcina grundvöll og markmið safnaðaruppbyggingar.
Frumgerð textans vann séra Karl Sigurbjömsson, en nefndin ásamt fræðsiustjóra kirkjunnar og
verkefnisstjóra safnaðaruppbyggingar fór síðan yfir hann og bjó til birdngar. Lokavinnsla fór
fram á Akureyri 1. júní 1992.
Biskup íslands
Nefnd um safnaðaruppbyggingu
Fræðslustjón kiikjunnar - Veikefnisstjóri safnaðaruppbyggingar
Grundvöllur og markmið
Kirkjan, söfnuðurinn er líkami Krists, sem við verðum hluti af í
heilagri skírn, og sem lifir, nærist og vex af orði Guðs, brotningu
brauðsins, bæninni og því að meðlimir bera hver annars byrðar og
þjóna náunganum í kærleika.
Safnaðaruppbygging stefnir að því að hver söfnuður íslensku þjóðkirkjunnar verði
samfélag trúar, vonar og kærleika, - samfélag, vistkerfi, þar sem fólki
gefst tælafæri að rækta trú sína, lifa og njóta kærleika, umhyggju, fyrirgefningar,
styrkjast í voninni sem treystir fyrirheitum Drottins, hins krossfesta og upprisna
frelsara.
í nafni hans ber söfnuðurinn fram fyrirheitið og kröfuna um kærleika, réttlæti og
frið í mannfélaginu og ábyrgð gagnvart gjörvöllu lífríki jarðar.
Pjóðkirkja íslands er öllum opin og allir sem skírðir eru og vilja tilheyra
þjóðkirkjunni eru meðlimir hennar. Hún á erindi við alla menn í starfi sínu og
boðun og vill kalla þá til að lifa í skímaijámingu sinni. Þjóðkirkjan er hvorki
ríkisrekin þjónustustofnun né trúarsamfélag sem byggir alfarið á persónulegri
ákvörðun einstakra meðlima. Sérhver skírður einstaklingur, sem tilheyra vill
þjóðkirkjunni, er í augum hennar maður, sem Drottinn hefur endurleyst og
endurfætt fyrir vam og heilagan anda til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá
dauðum, og verkar í til hjálpræðis allt frá skímarsmnd. Söfnuðurinn veitir til þess
athvarf og aðstæður með því að boða Guðs orð hreint og ómengað í orði og
sakramenmm og með kærleiksþjónustu, uppbyggingu og fræðslu, svo að fólk geti
styrkt og rækt trú sína, von og kærleika.
Helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla em meginþættir safnaðarstarfsins, og þarf
jafnan að ríkja jafnræði þeirra í milli. Framkvæmd þeirra í starfi safnaðarins gerir
kröfu til ábyrgrar og markvissrar starfsáætlunar hveiju sinni og að þess sé gætt að
jafnvægi róri í fjárveitingum til þeirra sem og þess sem varið er til hins ytri
umbúnaðar safnaðarins, t.d. fasteigna.
Kirkjan lifir sem líkami Krists í söfnuðinum. Að því marki sem kirkjan er í orði og
sakramentum rótfest í Kristi, fær hún mynd hans. Að við verðum hluttakandi í
dauða Krists og upprisu í skíminni merkir að við sem limir Krists lifum ekki lengur
fyrir okkur sjálf, heldur fyrir hann og hvert annað.
59