Gerðir kirkjuþings - 1992, Blaðsíða 156
Sjálfvirkni þessara mála fells m.a. í því að nær allir sem andast í slysum á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu, eru krufnir. Að sjálfsögðu eru slík tilvik oft til þess fallin að krufning þurfi að
fara fram og ávallt (lögboðið) þegar grunur er um refsivert athæfi, er tengist dauðsfallinu.
Oft er hins vegar dánarorsökin augljós og krufning því óþörf. Ávallt óskar læknir
krufningar í slíkum tilvikum. Hafni aðstandendur beiðni, fer málið til dómara, sem telja sig
að því er mér heyrist á samtölum við þá, nauðbeygða til að samþykkja beiðnina.
Hinn mannlegi þáttur er einfaldlega ekki virtur í þessum málum og þjösnast áfram "í þágu
vísindanna". Þessu verður að breyta og taka tillit til aðstæðna, þó auðvitað innan ákveðins
ramma. En að nánast sé ekki hægt að koma í veg fyrir krufningu, er brot á mannréttindum
og stangast á við hugmyndir um tillit og gott siðferði.
Vegna reynslu af gangi krufningarmáls, þegar ekki er fallist á kröfur lækna, tel ég að þessi
mál séu í óviðunandi farvegi.
Skulu nú málsatvik rakin í grófum dráttum:
Á s.l. ári varð í mínu umdæmi alvarlegt vinnuslys, er leiddi samstundis til andláts 42 ára
verkstjóra á vinnustað hans. Látni var í sambúð og átti með konu sinni 2 böm og 2 frá
fyrra hjónabandi. Sambúðarkona látna 36 ára að aldri haíði verið gift áður, átti 2 böm frá
því hjónabandi. Maður hennar lést í alvarlegu bílslysi fyrir 10 ámm, og var hún sjálf
farþegi í bifreiðinni.
Lögreglan taldi dánarorsök augljósa og málið að fullu upplýst. Vegna aðstæðna kannaði ég
viðhorf starfandi afleysingalæknis hér, og greindi honum frá málavöxtum. Kvaðst hann
treysta sér til að gefa úr dánarvottorð án krufningar. Af samtali, slysdaginn, var ljóst að
konáýlátna mundi ekki fallast á kmfningu. Samkv. venju var líkið flutt í líkhús á
sjúkrahúsinu, Selfossi. Starfsmenn þar óskuðu að það væri flutt til Reykjavíkur, þar sem
það yrði undirbúið fyrir kistulagningu, en það var illa farið. Þar með var likið komið til
Rannsóknarstofu H.I. Þá upphófst vandamálið. Prófessorinn í réttarlæknisfræði lagði hart
að ungum og óreyndum afleysingalækni að óska eftir kmfningu. Þegar sú beiðni kom til
undirritaðs lögreglustjóra, var haft samband við greindan prófessor og honum tjáðar
aðstæður, álit lögreglu, svo og yfirlýsing læknis frá því 3 dögum áður, að hann æskti ekki
kmfningar. Allt kom fyrir ekki, prófessorinn æsti sig einungis og talaði um fræðin og léleg
yfirvöld, og lauk þessum samræðum í styttingi.
í framhaldi af þessu öllu var ljóst að úrskurða yrði í málinu. Niðurstaða mín var synjun
á beiðni um kmfningu. Við það sat að sinni og maðurinn komst ókmfinn í jörðina. Ekki
leið á löngu þar til prófessorinn í réttarlæknisfræði sendi Ríkissaksóknara kæm vegna
framferðis yfirvalda í Rangárvallasýslu. Tilvitnun: "þess munu ekki dæmi á íslandi svo
kunnugt sé að valdsmaður hafi gengið í berhöfga við læknisfræðilegt álit etc" Krafist var
úrskurðar um starfshætti sýslumanns, hvort rétt hefði verið að málum staðið af hans hálfu.
Saksóknari vísaði málinu til R.L.R., sem eftir að hafa fengið umsagnir undirritaðs,
endursendi það og sá ekki ástæðu til aðgerða. Ég kynnti málið Landlækni og
Dómsmálaráðuneyti. Báðir síðast greindir aðilar töldu mig hafa staðið rétt að verki.
Ekki verður með góðu móti séð að prófessorinn í réttarlæknisfræði hafi átt aðild svokallaða,
og því getað skotið málinu til saksóknara til umfjöllunar.
151