Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 123
1992
23. Kirkjuþing
7. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um Hinn almenna kirkjusjóð.
Flutt af kirkjuráði
Frsm. Helgi K. Hjálmsson
Kirkjuþing 1992 samþykkir að fara þess á leit við hið háa Alþingi, að það hlutist til
um að lögum um innheimtu og meðferð á kirknafé nr. 20/1890, verði breytt, þannig
að Hinn almenni kirkjusjóður verði lagður niður í sinni núverandi mynd og að lögin
verði jafnframt endurskoðuð í heild sinni. Eigið fé sjóðsins verði látið renna í
kristnisjóð, og innan þess sjóðs verði haldið utan um útstandandi lán, sem veitt hafa
verið úr hinum almenna kirkjusjóði. Um inneign Strandarkirkju verði stofnaður
sérstakur sjóður. Jafnframt þarf að óska eftir endurskoðun á reglum um fjárstjóm
Strandarkirkju frá 26. apríl 1991.
Greinargerð:
Kirkjuráð hefur farið þess á leit við undirrituð að þau geri úttekt á stöðu Hins almenna
kirkjussjóðs sbr. 18. mál kirkjuþings 1991, en þar var samþykkt svohljóðandi ályktun:
Kirkjuþing 1991 ályktar að endurskoða þurfi lög um Hinn almenna kirkjusjóð og gera
sérfræðilega úttekt á stöðu sjóðsins og er tillögunni vísað tii kirkjuráðs.
Staða Hins almenna kirkjusjóðs hefur undanfarin ár verið léleg þar sem kirkjur eru
hættar að leggja inn fé í sjóðinn til ávöxtunar. Það sem inn í sjóðinn hefur komið s.l.
10 ár em áheit sem send hafa verið Biskupsstofu og styrkur sem fátækar kirkjur hafa
fengið úr kristnisjóði. Árið 1970 vom lagðar inn í sjóðinn g.kr. 2,237,717,-.
Af þeirri fjárhæð lagði Strandarkirkja inn g.kr. 957.387,-. Sem gera 42,78 % af heildar
innlögnum í sjóðinn. Árið 1980 em lagðar inn í sjóðinn g.kr. 18,402,063,-
og lagði Strandarkirkja þá inn g.kr. 14,096,277,-, sem gera 76,60 % af heildar
innlögnum í sjóðinn. Árið 1990 em lagðar inn í sjóðinn samtals kr. 2,656,826,- og þá
leggur Strandarkirkja inn kr. 2,573,026,-. Þar með er innlögn Strandarkirkju orðin
96,85% af heildar innlögnum í sjóðinn. Af þessu má sjá að kirkjur í landinu em löngu
hættar að nota Hinn almenna kirkjusjóð sem innlánsstofnun. Þessi þróun kemur
greinilega fram á meðfylgjandi myndum. Þama sést hvemig hlutdeild Strandarkirkju
hefur vaxið jafnt og þétt. Síðasta lániö sem sjóðurinn veitti var veitt í maí 1988. Þá
þegar hafði sjóðurinn orðið lítið bolmagn til að lána og var þá áhtið af þáverandi
bókhaldara sjóðsins, að hann gæti ekki, að óbreyttu ástandi staðið undir fleiri útlánum.
118