Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 56
Árleg mæðralaun skulu vera sem hér segir:
Með einu barni...................................... kr. 56.784
Með tveimur bömum .................................. kr. 148.776
Með þremur bömum eða fleiri......................... kr. 263.892
Tryggingaráði er heimilt að greiða einstæðum feðmm, sem halda heimili fyrir böm
sín, sambærileg laun, svo og einstæðu fósturforeldri.
Tryggingaráði er heimilt að greiða mæðra- og feðralaun til maka elli- eða
örorkulífeyrisþega, sbr. 52. gr., þegar bætur almannatrygginga falla niður vegna
vistunar á stofnun, sbr. 51. gr., eða þegar 60. gr. á við um hagi bótaþega, sbr. og 3.
mgr. 14. gr.
17. gr.
Fæðingarstyrkur skal vera 25.090 kr. á mánuði í sex mánuði við hverja fæðingu til
móður sem lögheimili á hér á landi, sbr. þó 2. mgr. HeQa má greiðslu fæðingarstyrks
allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag sem staðfestur skal með
læknisvottorði. Upphaf fæðingarstyrks skal hækka með sama hættir og aðrar bætur
lífeyristrygginga.
Ákvæði greinar þessarar taka ekki til félagsmanna í samtökum opinberra
starfsmanna, bankamanna eða annarra stéttarfélaga, er njóta óskertra launa í
fæðingarorlofi samkvæmt kjarasamningum, þann tíma er óskert laun eru greidd.
Greiða skal fæðingarstyrk í þrjá mánuði ef um er að ræða andvanafæðingu eftir 28
vikna meðgöngutíma. Sé um að ræða fósturlát eftir 20 vikna meðgöngu greiðist
fæðingarstyrkur í tvo mánuði.
Greiðslur fæðingarstyrks falla niður frá þeim degi er foreldri lætur frá sér barn
vegna ættleiðingar, uppeldis eða fósturs eða til varanlegrar dvalar á stofnun. Þegar um
er að ræða tilvik samkvæmt þessari málsgrein skal fæðingarstyrkur þó aldrei greiddur
skemur en í tvo mánuði eftir fæðingu.
Framlengja skal greiðslu fæðingarstyrks um einn mánuð fyrir hvert barn umfram
eitt ef fleiri fæðast í einu. Framlengja skal og greiðslu fæðingarstyrks um einn mánuð
ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns sem krefst nánari umönnunar foreldris.
Slík þörf skal rökstudd með vottorði læknis og staðfest af tryggingaráði.
Fæðingarstyrkur skal og greiddur ættleiðandi foreldri, uppeldis- eða fósturforeldri
vegna töku barns yngra en fímm ára í fimm mánuði frá því er fyrir liggur staðfesting
barnaverndarnefndar eða sveitarfélags um fósturráðstöfun eða leyfi til ættleiðingar eftir
því sem við á.
Sé barnshafandi konu nauðsynlegt af heilsufars- eða öryggisástæðum að leggja niður
störf meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma barns skal hún eiga rétt til
fæðingarstyrks þann tíma, þó aldrei lengur en í 60 daga, enda verði ekki við komið
breytingum á starfsháttum bennar eða tilfærslu í starfi. Tryggingayfirlæknir skal meta
hvort þörf er fyrir hendi samkvæmt ákvæði þessu.
18. gr.
Hver, sem á lögheimili hér á landi og verður ekkja eða ekkill innan 67 ára aldurs,
á rétt á bótum í sex mánuði eftir lát maka, kr. 15.448 á mánuði.
Hafi bótaþegi barn yngra en 18 ára á framfæri sínu, á hann rétt á bótum í 12
mánuði til viðbótar, kr. 11.583 á mánuði.
51