Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 42
starfsemi, sé rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða
starfshóps. Atvinnurekendum er skylt að halda eftir af launum starfsfólks síns
iðgjaldshluta þess og standa viðkomandi lífeyrissjóði skil á honum, ásamt mótfiramlagi
sínu.
Bætur lífeyrissjóða eru yfírleitt þessar:
Ellilífeyrir til sjóðfélaga.
Örorkulífevrir vegna varanlegrar örorku sjóðfélaga.
Maka og bamalífeyrir. andist sjóðfélagi.
Þá má geta þess, að flest stéttarfélög starfrækja sjúkra eða styrktarsjóði fyrir félagsmenn
sína. Samkvæmt lögum er atvinnurekendum skylt að greiða í þessa sjóði
stéttarfélaganna iðgjöld þau, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um.
IV. Vátryggingarfélög.
Líta verður svo á, að tryggingar skv. almannatryggingar- og lífeyrissjóðakerfí séu
lágmarkstryggingar á því sviði, sem þær taka til, og bætur hrökkvi einungis fyrir allra
brýnustu nauðsynjum. Vemd almannatrygginga og lífeyrissjóða spanna aðeins þröngt
svið, þ.e. fyrst og fremst kemur til bótagreiðslna, ef möguleikar til tekjuöflunar og
framfærslu hafa skerst vegna sjúkdóms eða slyss. Verði skemmdir á eigum manna, er
engar bætur að fá frá þessum aðilum. Þau úrræði, sem fólk og fyrirtæki eiga, til að
tryggja sig frekar vegna tjóna á lífí og heilsu eða vegna margvíslegra eignartjóna, er að
leita til vátryggingarfélaga.
Þegar aðili óskar eftir því að tryggja einhveija hagsmuni sína, snýr hann sér til
tryggingarfélags með beiðni þar að lútandi. Margir reyna að hafa þann háttinn á, að
hafa sem flestar eða allar tryggingar sínar hjá einu tryggingarfélagi. Af því skapast aukið
hagræði.
Hér verður í örstuttu máli reynt að gera grein fyrir helstu tryggingum, sem varða
almenning og sóttar verða til vátryggingarfélaga. Fyrst verður íjallað um tryggingar á
lífí og heilsu manna. í öðru lagi verða ræddar tryggingar vegna eigna. í þriðja lagi
verður fjallað um ábyrgðartryggingar. Stundum eru tryggingar samsettar, þar sem
persónu-, eigna- og ábyrgðatryggingum er meira og minna blandað saman.
37