Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 15
kirkjugarðsgjalds. Með því móti átti jöfnunarsjóður sókna aö geta staðið straum af ákveðnum
nánar tilgreindum kirkjulegum verkefnum sem nú eru greidd úr ríkissjóði. Af því leiddi að
þjóðkirkjan tæki sjálf yfir stjórn þessara verkefna. Áætlað er að verkefnin sem um hefur verið
rætt í þessu sambandi muni kosta um 86 miUjónir króna á næsta ári, þannig að þessi
breyting hefur í för með sér um það bil 5% lækkun heildarútgjalda á sviði kirkjumála, en um
aðeins 0,6% lækkun frá yfirstandandi ári, vegna þeirrar skerðingar sem nú á sér stað og verið
hefur í gildi undangengin ár.
Kirkjuráð taldi ekki unnt að fjalla um og taka afstöðu til svo stórfelldrar kerfisbreytingar á
þeim stutta tíma sem var til stefnu og taldi skárri kost að búa þessum tilflutningi kostnaðar
og verkefna það tímabundna forma sem varð niðurstaðan. Fjárlagafrumvarpið gerir þannig
ráð fyrir því að á árinu 1993 verði greitt fyrir ákveðin kirkjuleg verkefni, með hluta af
hlutdeild kirkjugarða í óskiptum tekjuskatti, en áfram verður unnið að því að finna varanlega
lausn í þessu máli.
Kirkjan hefur sýnt mikinn skilning á því að við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu,
vegna áframhaldandi samdráttar og þorskbrests, verði ekki hjá því komist að grípa til aðgerða
sem þeirra sem hér hefur verið lýst og þá afstöðu kirkjunnar ber að þakka sérstaklega.
Ég vil að lokum víkja máli mínu að Skálholtsstað, en nú er að skila áliti nefnd um málefni
Skálholtsstaðar, sem ég skipaði að beiðni og fyrir frumkvæði biskups Islands, til að gera
tillögur um skipulags- og byggingarmál Skálholtsstaðar, framtíð skólahalds þar, landnýtingu
o.fl.
Nefndin, sem starfar undir forsæti Láru Margrétar Ragnarsdóttur alþingismanns, hefur lagt
drög að ítarlegum hugmyndum um æskilega þróun á starfsemi Skálholts
i meginatriðum. Þær hugmyndir spanna ýmsa þætti, svo sem við er að búast
Skálholtsstaður skipar mikinn sess í sögu lands og þjóðar og við staðinn eru tengdar miklar
tilfinningar. Er ljóst að gífurlegir möguleikar eru fyrir hendi varðandi uppbyggingu á staðnum,
sem miðar að áframhaldandi endurreisn Skálholts í menningar og sögulegu tilliti. Margt af
því tengist þeirri hugmynd að gera Skálholt aðgengilegra fyrir þá sem vilja heimsækja staðinn,
til lengri eða skemmri dvalar, eöa sem ferðamenn.
Gott bókasafn, aðstaða til fræðiiðkana, kirkjusögusafn, flutningur kirkjutónlistar, útivistarsvæði
með göngustígum og merkjum með ömefnum. Allt er þetta nefnt til sögu í þessu sambandi,
Staðurinn hefur mikið aðdráttarafl cg getur orðið ákjósanleg umgjörð utan um þá miðstöð
kirkjulegrar starfsemi sem þar getur verið.
Þessar hugmyndir eru nú að koma fram í skýrslu nefndarinnar og þá liggur næst fyrir að gera
áætlun um hvemig þær verða framkvæmdar og leita leiða til að fylgja því eftir. Það verður
vissulega ekki auðvelt við ríkjandi efnahagslegar aðstæður en brýnt er að samræmdri áætlun
sé fylgt um það sem aðhafst er.
/ .
Eg vona að Skálholtsskóli geti átt gott framlag til inntaks og yfirbragðs þeirrar glæsilegu
framtíðar Skálholtsstaðar sem menn sjá fyrir sér. Samning lagafmmvarps um skólann var
forgangsverkefni hjá Skálholtsnefnd og var það flutt á síðasta þingi en varð ekki útrætt. Þetta
frumvarp verður til umíjöllunar hér é kirkjuþingi og það ræðst af meöferð málsins hér hvort
10