Gerðir kirkjuþings - 1992, Síða 191
Reglur um færslu Kirkjubókar
í Kirkjubók skal skrá allar
helgiathafnir og kirkjulega atburði
í sókninni. Guðsþjónustur og
athafnir sem fram fara utan kirkju
skal einnig skrá, svo sem skímir í
heimahúsum eða sérstakt safnaðar-
starf sem eðlilegt og æskilegt þykir
að færa til bókar. Hafa má sérstaka
kirkjubók fyrir safnaðarheimili, og
í stærri sóknum má færa athafnir
utan kirkju á sérstakar síður.
Hverja athöfn eða atburð skal skrá í
einni línu svo sem hér segir:
Dags: Hér skal skrá mánaðardag, en
ártal komi efst á síðu.
Kl: Hér skal skrá tíma dagsins sem
athöfn hefst og endar.
Messud: Hér skal færa dag kirkju-
ársins, þegar um helgidag er að
ræða.
Næstu dálkar eru fyrir algengustu
athafnir sem prestar þurfa að skila
skýrslu um. Setja skal merki (x) í
viðeigandi dálk hverju sinni. Fari
fram skírn, hjónavígsla eða sérstök
athöfn fyrir börn innan ramma
guðsþjónustunnar skal einnig
merkja í þá dálka:
M: Messa eða guðsþjónusta.
B: Barnaguðsþjónustu eða
sunnudagaskóli.
AH: Annað helgihald, sem ekki
telst vera guðsþjónusta, þótt
fram fari bæn, lofgjörð eða
boðun (dcemi: fyrirbœna-
stundir, tíðagjörð, aðventu- og
föstusamkomur, kirkjukvöld, og
fleira). Slíkt skal skrá enda þótt
fram fari utan kirkju, og rita þá
staðsetninguna í viðeigandi
dálk.
Sk: Skírn.
Hj: Hjónavígsla.
Gr: Greftrun.
Annað:Aðrar athafnir og
starfsemi sem ekki flokkast í
áðumefnda dálka, svo sem:
minningarathafnir, kistulagn-
ingar, kórcefingar, ceskulýðs-
starf, sóknarnefndarfundir o.fl.
Tala: Hér skal skrá fjölda
kirkjugesta eða annarra.
Alt: Hér skal færa fjölda altaris-
gesta.
I næstu dálka skal skrá upphafs-
stafi þeirra sem önnuðust og
aðstoðuðu við athöfn: prestur (Pr),
organisti (Or), meðhjálpari (Me),
hringjari (Hr), kirkjuvörður (K )
eða aðrir (A).
Athugasemdir: Hér má til dæmis
skilgreina athöfn nánar, skrá
eitthvað sem máli er talið skipta
hverju sinni, svo sem ef athöfn
hefur á einhvern hátt verið með
óvenjulegum hætti, sérstakt efni
hefur verið flutt eða gestir tekið
þátt í athöfn eða annast. Hægt er
að skrá hér sálmaval við messur,
dagskrá samkomu, geta tímamóta
í sögu sóknarinnar og fleira í
þeim dúr.
Staðf: Hér skal sá sem staðfestir
athöfn rita. upphafsstafi sína.
Þótt hver athöfn skuli almennt
skráð í eina línu má, þegar æskilegt
þykir, víkja frá ofangreindri upp-
setningu og skrá hér sérstaka
atburði eða starfsemi, sem ekki
flokkast undir hefðbundnar athafn-
ir eða reglubundið starf, með því að
rita um það stutta frásögn eða
skýrslu í lausu máli, óháð dálkum.
ítarlegar frásagnir af kirkjuatburð-
um eiga þó ekki heima hér, heldur í
gjörðabók.
Kirkjubókin er afhent sóknar-
nefnd og er á ábyrgð hennar, sbr.
lög nr. 25/1985, 23. grein.
Sóknarnefnd er ábyrg fyrir
færslum í hana. Kirkjubókin skal
varðveitt í sóknarkirkjunni, til
sveita má þó hafa hana hjá kirkju-
haldara. Nauðsynlegt er að sóknar-
nefndir kynni presti/-um og starfs-
mönnum sóknarinnar færsluskyldu
bókarinnar og sjái til þess að henni
verði valinn staður þar sem hún er
þeim aðgengileg. Færa skal í bókina
strax að lokinni hverri athöfn.
Æskilegt er að sóknamefnd feli ein-
hverjum einum aðila umsjón með
bókinni, sem fylgist með því að hún
sé reglulega færð. Sóknarnefnd
tryggir varðveislu bókarinnar og
leggur fram við visitasíur prófasts
og biskups. Kirkjustjórnin getur
kallað eftir upplýsingum úr
bókinni. Jafnframt sé hún aðgengi-
leg presti og cðrum kirkjustarfs-
mönnum vegna skýrslugerðar.
186