Gerðir kirkjuþings - 1992, Síða 26
SAFNAÐARUPPBYGGÍI ,G
En eitt er það mál, sem ákveðið hefur verið nú þegar al . íði í öndvegi, ekki
aðeins árið 2000, heldur áratuginn allan. Er þar um að ræða safnaðaruppbyggingu. Fer
ekki á milli mála, að margt er hægt að gera, margt þarf að gera og margt er verið að gera
til þess að ná til fólks með boðskap kirkjunnar og tengja söfnuðinum. Þurfa prestar og
sóknamefndir að hafa forystu um þessi mál vel studd af verkefnisstjóra um
safnaðaruppbyggingu, og get ég borið að hvarvetna þar sem ég hef komið á
heimsóknum til safnaða, þá er löngunin til þess að virkja sem flesta og gera kirkjuna að
sannkallaðri andlegri aflstöð byggðarlagsins tjáð og túlkuð og margir reiðubúnir til að
leggja enn meira á sig í þeim tilgangi. Og það skal heldur ekki vanmetið, sem gert er og
hve margir þeir eru, sem sinna safnaðarstörfum. En að öðru leyti skal vísað til skýrslu
nefndar um safnaðaruppbyggingu, sem fylgir þessari skýrslu sem fylgiskjal.
ENDURSKOÐUN HANDBÓKAR
Handbókin frá 1981 var gefin út til reynslu og kynningar. Það er því full ástæða
til þess, að hún sé endurskoðuð eins og gert hafði verið ráð fyrir. Biskup reit því
helgisiðanefndinni og bað um tillögur hennar. Hefur nefndin hafið störf að
endurskoðuninni og fjallar fyrst um helgisiði sérstakra verka, eins og t.d. skímar,
hjónavígslu o.fl. Standa vonir til að hægt verði á næsta kirkjuþingi að kynna starf
nefndarinnar að þessu verki.
Fer ekki milh mála, að allnokkurrar sundurgerðar gætir í messuflutningi og
einstökum liðum messunnar og er eins og ýmsir telji sig geta farið þar að geðþótta
sínum einum saman. Ber fyllstu nauðsyn til þess að samræma helgisiðina, svo að ekki
þurfi að koma á óvart, hvemig að er staðið, þegar ný kirkja er sótt. Er eðlilegt, að
miðað sé annars vegar við handbókina frá 1981 og hins vegar er hefð fyrir því, að
prestar noti þá bók, sem þeir tóku við, er þeir vom vígðir. En festa þarf að vera í þessu
og mikil bót, þegar messuskrám er dreift og stuðlar að safnaðarþátttöku.
KIRKJUMÁL - LÖG OG REGLUR
Séra Jón Einarsson og Ragnhildur Benediktsdóttur hafa verið beðin um að huga
að endurskoðun bókarinnar, Kirkjumál - lög og réttur, sem dr. Bjami heitinn
Sigurðsson ritstýrði. Þau hafa þegar hafið þetta verk og leggja fyrir þingið útskrift á
öllum nýjum lögum um kirkjumál. Síðan verður frekar unnið að þessu máli og
lausblaðabók leiðrétt við nýja útgáfu.
21