Gerðir kirkjuþings - 1992, Blaðsíða 38
Fæðingarstyrkur.
Móðir, sem á lögheimili á íslandi, á rétt á 6 mánaða fæðirgarstyrk við hveija fæðingu.
Fæðingarstyrkur greiðist ekki föður. Konur, sem eru opinterir starfsmenn, bankamenn
eða njóta óskertra launa í fæðingarorlofi skv. kjarasamningum, eiga ekki rétt á
fæðingarstyrk frá Tryggingastofnun þann tíma, sem óskert laun eru greidd.
Konur þessar eiga þó rétt á fæðingarstyrk frá Tryggingastcfnun fyrir íjórða, fímmta og
sjötta mánuð fæðingarorlofs, ef launað fæðingarorlof þeirra hefur ekki verið lengt með
reglugerð eða kjarasamningum.
Fæðingarstyrkur greiðist heimavinnandi og útivinnandi foreldri og námsmönnum og
greiðist án tillits til atvinnuþátttöku móður síðustu 12 mánuðina fyrir töku
fæðingarorlofs. Fæðingarstyrkur er kr. 25,000.- á mánuði.
Unnt er að njóta samtímis sjúkradagpeninga og fæðingarstyrks.
Fæðingardagpeningar.
Móðir, sem á lögheimili á íslandi, á rétt á fæðingardagpeningum í 6 mánuði.
Konur, sem eru opinberir starfsmenn, bankamenn og/eða njóta óskertra launa í
fæðingarorlofi skv. kjarasamningum, eiga ekki rétt á fæðingardagpeningum frá
Tryggingastofnun ríkisins þann tíma, sem óskert laun eru greidd. Konur þessar eiga þó
rétt á fæðingardagpeningum frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir íjórða fímmta og sjötta
mánuð fæðingarorlofs, ef launað fæðingarorlof þeirra hefur ekki verið lengt með
reglugerð eða kjarasamningum.
Ef móðir samþykkir, á faðir rétt á greiðslu fæðingardagpeninga í stað hennar, enda
leggi hann niður launaða vinnu á meðan. Faðir skal tilkynna atvinnurekanda með 21
dags fyrirvara, að hann hyggist taka fæðingarorlof og skal hann leggja inn sérstaka
umsókn. Upphæð fæðingardagpeninga til föður miðast við vinnustundaíjölda hans
síðustu 12 mánuði, áður en fæðingarorlof hans hefst.
Fæðingardagpeningar geta verið fullir og hálfir og miðast upphæðin við það hve margar
dagvinnustundi umsækjandi hefur unnið á vinnumarkaðinum síðasthðna 12 mánuði fyrir
töku fæðingarorlofs. Dagvinnustundir eru allar vinnustundir allt að 40 stundum á viku
án tillits til þess á hvaða tíma sólarhrings þær eru unnar. Fullir fæðingardagpeningar
eru kr. 1052,- á dag.
33