Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 9
fjármálasviðinu heyri beint undir kirlgulega aðila. Væri þessu samfara þá aukið sjálfstæði
kirkjunnar en um leið meiri ábyrgð.
Ég mundi fagna þessu í sjálfu sér og teldi það um margt eðlilegt, ef sá nagandi kvíði fylgdi
ekki, að með þessu væri enn aukinn hætta á því, að sjóðir kirkjunnar yrðu skertir, eftir því
sem þeir virtust stærri, þegar margir smáir og til margra staða ætlaðir, eru komnir í eina
upphæð. Sanna dæmin frá liðnum árum raunsæi þessarar afstöðu, þar sem annars vegar hafa
sumir litið á sóknargjöld, þar með talinn jöfnunarsjóður sókna, og kirkjugarðsgjöld sem
framlag úr ríkissjóði, sem það er alls ekki. Og hins vegar að stór upphæð freisti
niðurskurðarhnífsins enn frekar. Þannig hefur þetta hvoru tveggja komið fram og ekki aðeins
hér á íslandi. Sögðu mér norskir biskupar á merku þingi norrænna biskupa hér í sumar, að
við það að biskupsdæmin fá nú ákveðna upphæð á íjárlögum til allra kostnaðarþátta, þar
með talin laun presta, hafí þeirrar tilhneigingar gætt, að ekki sé aðeins langt í frá, að framlög
aukist í samræmi við annað, heldur sé frekari tilhneiging til að krukka í þau.
Sæi ég þá glampa í auga margra þingmanna eða starfshðs Qármálaráðuneytis, sem litu eina
upphæð til allra kirkjulegra mála og sæju ofsjónum yfir og teldu réttlætanlegt að skera af,
án þess horft sé yfir sviðið allt og einstaka söfnuðir, einstaka kirkjugarðar og einstök verkefni
metin til stuðnings.
En væri hægt að setja undir þennan leka, fagnaði ég því, að aukið frelsi kirkjunnar á sviði
íjármála yrði að veruleika og þar með aukin ábyrgð. Hvort kvörtunum af hendi þeirra, sem
þessi mál snerta, mundi linna eða hverfa með öllu með breyttu fyrirkomulagi, er þó óvíst og
mjög ósennilegt reyndar.
En liður í umræðunni um ijármál kirkjunnar og stöðu hennar gagnvart ríkinu, er skipun
sérstakrar kirkjueignanefndar, sem hóf störf á hðnu sumri. Kirkjumálaráðherra skipaði íjóra
ráðuneytisstjóra í nefndina. og ég íjóra presta, sem sérstaklega hafa kynnt sér þessi mál og
fjallað um þau með yfirgripsmikilh þekkingu á eignamálum kirkjunnar og samskiptum ríkis
og kirkju á því sviði. Og er séra Þórhahur Höskuldsson í forystu fyrir kirkjusveitinni, en hann
var í fyrri kirkjueignanefndinni, sem sendi frá sér mikið rit um þessi mál. Er að vísu aðeins
fyrri hluti álitsgerðar nefndarinnar kominn út, en vonir standa til að síðari hlutinn sjái dagsins
ljós á þessum vetri.
En mjög er nauðsynlegt, að þessi mál öh hljóti gaumgæfilega umfjöllun og athugun, þar
sem byggt verður á liðnum tíma, samningum, hefð og lögum, og síðan fært til samtímans, svo
reisa megi trausta byggingu á þeirri undirstöðu og standi um framtíð.
Fagna ég störfum þessarar nefndar og vænti mikils af, bæði vegna umræðu hðinna ára,
en einnig vegna þeirra tímamóta, sem við búum okkur undir, þegar aht þarf að vera sem
ljósast og skýrast, þá htið er yfír þúsimd ára sögu kristni og kirkju á Islandi.
í tengslum við mikla umræðu um stöðu presta og kirkju á heitu átakasumri, hafa heyrst
raddir, sem draga í efa, að unnt sé að framhalda svo sem verið hefur sambandi ríkis og kirkju
og þjóðkirkjan hljóti því að hverfa í núverandi mynd. Ég hef ævinlega sagt, þegar að þessu
hefur verið vikið, að ég mundi harma aðskilnað ríkis og kirkju. Ekki fyrst og fremst vegna
kirkjunnar, heldur miklu frekar vegna íslenskrar þjóöar. Hún þarf á kirkju sinni að halda, hún
þarf að læra af sögu og skynja framlag Þjóðkirkjunnar um aldir ahar og hún þarf að byggja
4