Són - 01.01.2009, Blaðsíða 35
Á HNOTSKÓGI 35
rétt eins og margur karlmanns-kveifarbjálfinn
sem dylur óttann bakvið ygldar brúnir.
Hér sem endranær leynir texti Shakespeares á sér. Rósalind virðist
viðurkenna kvenlegan ótta sinn, en áform hennar eru djörf í reynd og
hún hnýtir í leiðinni í hið svokallaða sterkara kyn.
Eftir að Helgi lauk við Sem yður þóknast var hann beðinn að þýða
Júlíus Sesar og Draum á Jónsmessunótt fyrir Þjóðleikhúsið og voru þau
verk sett á svið 1953 og 1955. Þegar þar var komið sögu hafði Mál
og menning samið við Helga um útgáfu á Shakespeare-þýðingum
hans. Fyrst birtust Draumur á Jónsmessunótt, Rómeó og Júlía og Sem yður
þóknast á bók 1956 og árið eftir Ofviðrið, Hinrik IV (fyrra leikrit) og
Júlíus Sesar. Nokkur bið varð á framhaldinu en á áðurnefndu
Shakespeare-ári, 1964, kom út þriðja bókin í útgáfu Máls og menn-
ingar á Shakespeare-þýðingum Helga, sú fjórða kom 1967, sú fimmta
1970 og sú sjötta 1975. Þá voru komin út 17 leikrit Shakespeares í
þýðingu Helga. En Helgi var ekki hættur. Hann hafði greinilega
ákveðið að þýða öll leikritin og árið 1982 kemur út fyrsta bindi nýrr-
ar heildarútgáfu sem varð átta bindi alls; hið síðasta birtist 1991 og
voru þá öll 37 leikrit Shakespeares komin út í þýðingu Helga: harm-
leikir, gamanleikir, söguleikir og leikrit sem erfitt er að flokka, eins og
Vetrarævintýri, Simlir konungur sem og fantasían og rómansan Ofviðrið,
sem oft er litið á sem kveðjuleikrit hins mikla blekkingameistara.
Vart er ofmælt að þetta þýðingarsafn sé eitt mesta ritverk íslenskrar
bókmenntasögu og í rauninni hefur íslenskur menningarheimur varla
áttað sig á þessu til fulls. Ástæðan er meðal annars sú að ekki hafa
nema fá þessara verka verið í sviðsljósinu hér á landi svo neinu nemi
og þá einkum Draumur á Jónsmessunótt, Þrettándakvöld, Rómeó og Júlía,
Hamlet, Lér konungur og Makbeð. Skiljanlegt er að minni áhugi sé hér á
landi fyrir söguleikjunum – kóngaleikritunum eins og þau eru stund-
um kölluð – þó að til dæmis Ríkharður þriðji hafi verið sviðsettur í Þjóð-
leikhúsinu. Hvað sem því líður: þarna eru allur þessi efniviður leik-
sviðsins, og hann er ekki aðeins efniviður leikhússins, því þetta eru
margbreytileg bókmenntaverk, hlaðin fagurfræðilegu jafnt sem hug-
myndalegu sprengiefni: Márinn dökki, Óþelló, hinn vanskapaði Rík-
harður III, gyðingurinn og grimmdarokrarinn Sælokk í Kaupmannin-
um í Feneyjum, hinn demónski heimur Lés konungs þar sem valda-
græðgin og vanþakklætið stíga svo trylltan dans að helst verður jafnað
til ógnarlegrar kynlífsorgíu, enda má lesa myndmál í þá veru þrætt í
gegnum verkið og varð það mikilvægt atriði í túlkun leikstjórans Hov-