Són - 01.01.2009, Blaðsíða 94
BRAGI HALLDÓRSSON94
VII 9
Við þá streitir starfið hönd,
stynja, söngla, morra,
vakan þreytir auga og önd,
ærið löng er dorra.
VII 10
Eitt mun ráð það oss er lént,
engir hlaup það banna,
það sem bráðast sé þá sent
senn til kaupstaðanna.
VII 11
Þar er kæti, þar er vín,
þar má fá í bolla,
staupa glæta gleður fín,
góð er þá púnskolla.
VII 12
Spegil meta sprund óreið,
spil og smekk í nefið,
þó má geta þess um leið,
þetta er ekki gefið.
VII 13
Þar til rökin þekkja má,
þetta brestur stundum,
heimatökin þægri þá
þykja flestum sprundum.
VII 14
Hvað skal mér að minnast á
mjúka skemmtun fljóða,
Mönduls knerri fagra fá,
fjörið skemmt er ljóða.
31 Sú ríma kom út í Ritum Rímnafélagsins IX í Reykjavík árið 1960.
32 Snæbjörn Jónsson. „Um rímuna og höfund hennar“, bls. 3–24.
Hallgrímur er ekki einn um það að skynja þær breytingar sem í
vændum eru. Í sumum mansöngvanna kemur fram að Hallgrímur
hefur áhyggjur af vaxandi „glysgirni“ kvenfólksins sem vill sækja í
kaupstaðina eftir neftókbaki, púnskollu og speglum og væntanlega
líka erlendum fataefnum. Um sundurgerð í klæðaburði hafði hann
áður ort Rímu Gamalmuna og Nýjamóðs.31
Skáldamál Hallgríms stendur á gömlum merg því að ljóst er að hann
kann sína Eddu þó að einstakar kenningar hans séu nokkuð klénar.
Ríma af Hjálmari og Ingibjörgu
eftir Sigurð Bjarnason
Sigurður (1841–1865) bjó á Bergsstöðum á Vatnsnesi. Hann var
bráðger, hóf þegar á barnsaldri að yrkja, þótti hraðkvæður með ein-
dæmum og iðinn að heyja sér alþýðufróðleik. Innan við tvítugt sótti
hann vetrarvertíð í ýmsum verstöðvum við Faxaflóa en vor og haust
sótti hann sjó við Húnaflóa. Vorið 1865 fórst hann í kaupstaðarferð
til Borðeyrar. Snæbjörn Jónsson hefur skrifað lofsamlega um ævi hans
og skáldskap32 og taldi hann til „eins hinna snjöllustu og ástsælustu