Són - 01.01.2009, Blaðsíða 100

Són - 01.01.2009, Blaðsíða 100
BRAGI HALLDÓRSSON100 Guðmundssyni. Hann dáðist að Dómkirkjunni, tónlistinni þar innan dyra og gleðileikjum skólapilta Lærða skólans. Nokkra skáldfrægð öðlaðist hann fyrir skop- og háðsrímu sína um brambolt danskra dáta sem hingað voru sendir vegna þjóðfundarins árið 1851, Dátarímu, sem margir lærðu utan að þótt ekki hafi hún þá verið prentuð. Alla ævi hafði hann atvinnu af bókbandi og rak bókbandsstofu í Reykjavík. Í því starfi kynntist hann mörgum helstu menntamönnum og skáldum Reykjavíkur. Hann hafði miklar mætur á kvæðum Eggerts Ólafssonar og Sveinbjarnar Egilssonar en mestar þó á Jónasi Hallgrímssyni sem hann orti erfiljóð um enda valdi hann oft sömu bragarhætti og Jónas í kvæðum sínum. Sigurði Bjarnasyni kom hann á framfæri með því að gefa út rímu hans um Hjálmar og Ingibjörgu eins og áður var getið. Hann var frjálslyndur og einlægur ættjarðarvinur enda orti hann mörg hyllingarkvæði til Jóns Sigurðssonar. Náttúruskynjun rómantískra skálda birtist oft í kvæðum hans þegar hann yrkir um íslensk sumar- og vetrarkvöld. Brynjólfur var sjálfmenntað skáld en miklaðist aldrei af skáldgáfu sinni og var ánægður með sína „litlu ljóðadís“ enda gerði hann sér ekki grillur um að teljast til stórskálda.38 Ekki er vitað með vissu hvenær Brynjólfur orti Hjálmarskviðu en það hefur verið fyrir árið 1869 því að hún var prentuð í Nokkrum ljóðmælum hans í Reykjavík það ár. Ríman er aðeins 46 erindi undir langhendum hætti og varð svo vinsæl að fjöldi manns kunni hana og unni um langt skeið.39 Höfundur segist í fyrirsögn rímunnar fylgja vísum Hjálmars í Hervarar sögu. Ríman hefst þannig formálalaust á dánaróði Hjálmars án undanfarandi mansöngs og er einræða hans allt til loka. Hér er enn og aftur gert ráð fyrir að hetjusagan sé svo alkunn að ekki sé þörf á að rekja hana frá upphafi. Hjálmar tíundar í fyrstu afrekaskrá sína en þungamiðjan er samt skilnaður elskendanna við Agnafit: 17 38 Jón Helgason biskup skrifaði ítarleg inngangsorð um Brynjólf í útgáfu séra Þorvalds Jakobssonar og Snæbjarnar Jónssonar á úrvali úr ljóðum Brynjólfs árið 1941. Hér er stuðst við inngangsorð Jóns og þar má fá frekari fróðleik um skáldið. 39 Sbr. formálsorð Snæbjarnar Jónssonar í sömu bók, bls. 4. Hvarf ég ungri hlaðbeðs Gunni; heilan fara þá mig bað er ég gekk að grárri unni girður fáðum benjanað. 18 Sem frá heiðum himinbaugum hitaskúrum niður slær, ofan um fljóð af fögrum augum féllu tárin kristallsskær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.