Són - 01.01.2009, Blaðsíða 69
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 69
Tómas bjó ýmist í Norður-Ísafjarðar- eða Austur-Barðastrand-
arsýslu.
13) Hjálmarskviða hugumstóra eftir Hans Natansson (1816–1887), óvíst
hvenær ort, undir dróttkvæðum hætti, prentuð í Ljóðmælum skálds-
ins í Reykjavík árið 1891. 62 erindi. Hans var Húnvetningur.
14) Ingibjargarkviða eftir Hans Natansson (1816–1887), óvíst hvenær
ort, óprentuð. 33 erindi.
15) Hjálmarskviða eftir Tómas Jónasson (1835–1883), óvíst hvenær
ort, óprentuð. 15 erindi. Tómas var Þingeyingur.
16) Angantýr og Hjálmar eftir Magnús Hj. Magnússon á Þröm
(1873–1916), ort árið 1906 fyrir Áslaugu Gísladóttur, prentað á
Ísafirði árið 1908. 221 erindi. Magnús var Álftfirðingur og bjó
víða á Norðanverðum Vestfjörðum.
17) Hjálmar hugumstóri eftir Helga Björnsson (1886–1956), prentað í
Örvum í Reykjavík 1926. 53 erindi. Helgi var Borgfirðingur.
18) Hjálmar og Ingibjörg eftir Guðmund Ingiberg Guðmundsson
(1887–1961), ort 1960, óprentað. 64 erindi. Guðmundur var
Reykvíkingur en langafi hans í móðurætt var Bólu-Hjálmar.
19) Sáravísur um Hjálmar hugumstóra. Samantekt úr handritum Kára S.
Sólmundarsonar (1877–1960) eftir að minnsta kosti sautján aðra
höfunda frá ýmsum tímum allt til ársins 1932. Kári var Dala-
maður.
20) Ríma af Hjálmari og Ingibjörgu eftir Þórð Þórðarson Grunnvíking
(1878–1913). Í mansöng 1. rímu sinnar telur Magnús Hj. Magn-
ússon hann meðal höfunda sem ortu um efnið og er ekki ástæða
til að rengja hann um það enda voru Magnús og Þórður nánir
skáldbræður. Í handritum Þórðar, sem bárust Handritadeild
Landsbókasafns árið 1998, finnst þessi ríma hins vegar ekki.8
Þrjár rímur eftir Þórð voru prentaðar í smáriti hans Carmínu, sem
kom út í Reykjavík árið 1913, en þar er ekki ríman um Hjálmar
og Ingibjörgu. Hún verður því að teljast glötuð nema annað komi
á daginn síðar. Þórður var ættaður úr Jökulfjörðum.
21) Glötuð ríma um efnið eftir Símon Dalaskáld Bjarnarson
(1844–1916). Í mansöng 1. rímu sinnar telur Magnús Hj.
Magnússon hann einnig meðal höfunda sem ortu um efnið. Ekki
hefur höfundi þessarar greinar tekist að hafa uppi á þessari rímu
8 Sbr. Þórður Þórðarson Grunnvíkingur. Aðfangaskrá Lbs. 15. okt. 1998.