Són - 01.01.2009, Page 171
SKALDIC POETRY OF THE SCANDINAVIAN MIDDLE AGES 171
Rímur 14. aldar
Hættan við að gefa út kristinn kveðskap 14. aldar sem hluta af heild-
arútgáfu „dróttkvæða“ er að hann verði í of ríkum mæli settur í
samhengi við eldri kvæði en í of litlum mæli við helgikvæði 15. aldar
eða rímur frá fjórtándu öld. Hér langar mig að benda á nokkra staði
þar sem nota hefði mátt rímur sem samanburðarefni en læt duga að
taka dæmi úr þremur kvæðum.
Í Maríuvísum I, níundu vísu, er orð sem í handriti er ritað
„Glodana“ og það skildi Finnur Jónsson sem Glóða-Ná. Í nýju út-
gáfunni er þetta ekki tekið gilt, m.a. vegna þess að „það er ekki ljóst
hver Ná á að vera. Það er engin fletta í LP [Lexicon Poeticum], en
væntanlega á þetta að vera seintilkomin mynd sem annars kemur
hvergi fyrir af gyðjuheitinu Gná“ (bls. 685). Það er nú ekki svona
dularfullt hver Ná er og heldur fjarri sanni að það nafn komi hvergi
fyrir. Í Ordbog til rímur eru talin á fjórða tug dæma þar sem Ná kemur
fyrir í kvenkenningum, sum úr rímum sem munu vera eldri en
Maríuvísur I.
Í 23. vísu sama kvæðis virðist vísað til konu með orðunum „brúðr
baugstalls“. Þar sem þetta er ekki eðlileg kvenkenning endurgerði
Finnur Jónsson vísuorðið þannig að fyrir komi „brú baugstalls“. Í
nýju útgáfunni er þessari kenningu hafnað á þeim forsendum að
orðið brú komi „aldrei fyrir sem stofnorð í kvenkenningum“. En aftur
leiðir Ordbog til rímur í ljós að orðið er algengt sem stofnorð í kven-
kenningum þegar í elstu rímum.
Í Drápu af Maríugrát, 35. vísu, kemur fyrir vísuorð sem hefur reynst
ritskýrendum tormelt og kallað á endurbætur á textanum. Nýja út-
gáfan fer hér nýja leið og reynir að víkja minna frá handritinu en aðrir
hafa gert. Stjörnurnar merkja staði þar sem handritatextinn hefur
verið leiðréttur.
Síðan huldi lík í leiði
láða* runna* hilmis sunnu
Samkvæmt handritinu ætti að standa láðar og runnar. Útgefendur
skilja þetta svo að láð (lönd) sunnu séu himinninn, runnar himinsins
séu englar og hilmir englanna sé Kristur. Þetta er raunar síst verri
túlkun en eldri skýringar. Útgefendur útskýra aðra textaleiðrétting-
una með orðunum, „The ms. reading láðar is ungrammatical (the